Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 25
tOocv
— Nei, maöurinn minn er ekki að
fara I feröalag. Þetta er bara
nestistaskan hans.
Sögðu þeir i auglýsingunni aö
Petta ætti aö vera skemmtiferö?
— t>aö er allt f lagi aö láta hann
fara i skólann á morgun.
— Rauöur pcnni er ekkert smit
andi!
Gamli
fjallabóQdinn
í borginni
Upp til fjalla áður bjó
ævi hallar degi.
Borgin valla býður ró,
byggð á alla vegi.
Bilar æða alls staðar
öskra hræðilega.
Fánýt gæði finn ég þar,
fjallanæðið trega.
Man ég Val og Blakk og Bleik,
blóm hjá smalaspori,
lömb á bala, börn að leik
i björtum dal á vori
Óskanætur unaðsdag
eignast gæti á jörðu.
Blakks ef fætur ljúflingslag
lékju á strætin hörðu.
Mér það fyndist munaður
meir en skyldi gaman.
Það var yndi og unaður
að eiga að lynda saman
Vann ég fjalla villinginn
Vögn um stalla fjalla.
Fann ég snjalla snillinginn
sneiða alla halla.
Flugu neistar frá honum
fór hann geyst i hliðum
er ég þeysti á honum
eðlisreistum friðum.
Dalalæðan létt og hlý
ljósum slæðum vefur.
Kringum hæðir dæld og dý
draumanæði gefur.
Þræðir tvinnast til og frá,
taps og vinninganna.
Ennþá finn ég ylinn hjá
eldi minninganna.
Sigriður Beinteinsdóttir
25