Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 32
Sagan um Tðta og systkin hans niður á klettasylluna og höfðum tekið þá ákvörðun að snúa við, þegar okkur var ljóst, að það var engan veginn auðvelt að komast þessa leið niður. En þegar við vorum alveg að þvi komin að halda sömu leið til baka, varð bjarghrunið mikla, sem króaði okkur algjör- lega inni”. Afi kinkaði kolli. ,,Við bæði heyrðqm og sáum, þegar bjargið hrundi”, sagði hann. ,,Og það var eins stórt og stærðar skemma”, kallaði Bárður. ,,Hvað varð eiginlega um það?” spurði stú- dentinn. ,,Það klofnaði i þrennt,” sagði afi brosandi. ,,Einn hlutinn stöðvaðist rétt hjá bænum okk- ar.” Lávarðurinn enski og frú hans höfðu til þessa setið róleg og hlustað á samræðurnar. Þau skildu áreiðanlega eitt og eitt norskt orð, þvi að öðru hverju kinkuðu þau kolli og ræddu saman. Frúin var nú farin að hressast og roði hafði færst i kinnar hennar. Nú stóðu þau upp, gengu til þeirra allra og þökkuðu þeim með handa- bandi, — drengjunum einnig. ,,Thank you”, sagði lávarðurinn. ,,God bless you,” sagði frúin. Stúdentinn sagði strax, að þetta þýddi: ,,Beztu þakkir, og guð blessi ykkur”. Drengirnir stóðu upp og hneigðu sig eins kúrteislega og þeir kunnu. Svo sem geta má nærri, höfðu þeir aldrei fyrr tekið i höndina á enskum lávarði, og þá auðvitað ekki heldur séð slikan höfðingja. Tóti vissi aðeins, að lávarður var ákaflega finn og lærður maður — liklega lærðari en bæði prestur og sýslumaður. Og 32 19 sennilega var hann óskaplega rikur. Lávarður- inn var klæddur fatnaði úr mjög finu efni, i fag- urlega útsaumuðu vesti, og frúin var i þykkum bláum silkikjól undir kápunni. Það var vissulega langt frá þvi, að þetta væri fatnaður, sem hæfði þeim, er fara vildu til fjalla. Og Tóti gat varla varizt brosi, þegar hann virti fyrir sér finu háhæluðu skóna, sem frúin var i. Henni hlaut að liða hræðilega illa i fótun- um eftir langa og erfiða fjallgöngu i slikum skóm. Sjálfur var Tóti i þykkum og léttum kú- skinnsskdm. Þeir voru miklu mýkri og þægi- legri i fjallaferðum, — raunar alls ekki sam- bærilegir. Hann gæti sem bezt lánað frúnni skóna sina á hinni erfiðu leið niður? Hver veit nema hún myndi þiggja það. Hún var svo fót- smá, að skórnir hans mundu áreiðanlega hæfa henni. Brátt kom i ljós að hugmynd Tóta var prýði- leg. Þegar þau voru nýlögð af stað niður, tók frúin strax að bera sig mjög illa og kvarta vegna skónna, svo að bóndi hennar varð að leiða hana. Þá var Tóti ekki seinn i svifum. Hann leysti af sér skóna á örskammri stundu, rétti frúnni þá og sagði: „Gjörðu svo vel!” ,,Ó!” sagði frúin. Tóti benti á fætur hennar. Þá sagði hún eitt- hvað, sem hann skildi alls ekki. En nú kom stúdentinn til hjálpar og mælti: ,,Hún segir, að hún geti ekki tekið skóna af þér, þvi að þá verðir þú að ganga berfættur.” ,,Það gerir ekkert til,” sagði Tóti og hló, ,,Ég er vanur að ganga berfættur allt sumarið. Stúdentinn þýddi orð hans strax á enska tungu, og frúin brosti yndislega. Þvi næst sett- ist hún á stein, fór úr skónum með aðstoð bónda sins, og festi á sig skó Tóta. ,,Ó, hvilikur munur!” sagði hún. Tóti skildi ekki orð af þvi, sem hún sagði, en hann sá á svip hennar, að henni geðjaðist vel að skónum hans. Hún hló innilega, og tók um höf- uð hans með báðum höndum, þvi næst fór hún úr kápunni, fleygði henni til bónda sins, lyfti litið eitt upp kjólnum, sem var mjög siður, og hljóp og hoppaði niður stiginn, eins og kornung stúlka. Drengirnir hlupu allir með henni og undruð- ust léttleika hennar og fótafimi. I fyrstu bentu þeir henni á rætur og steina, sem hún þyrfti að r

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.