Heimilistíminn - 14.09.1978, Page 26

Heimilistíminn - 14.09.1978, Page 26
svo að búskapurinn gangi vina mín? Ég, svona bæklaður. — Geiri minn, þú skaltekki hafa neinar áhyggjur af framtíðinni og búskapnum. Hann blessast vertu viss. Ég sem er búinn að fá svona góða atvinnu, og læknarnir segja, að þú munir ná þér með tímanum, en þú mátt ekki láta hugfallast, vinur minn.sagði hún og kyssti hann létt á vangann. — Mikið ert þú bjartsýn, ástin mín. Ég skal þrauka fyrir þig. Hann faðmaði hana að sér. Tíminn leið. Ár var nú liðið síðan þau Sólveig og Ásgeir giftu sig. Líf ið hafði gengið sinn vana gang, en Geira haf ði ekki f arið mikið f ram. Solla var búin að bæta við sig tveimur dögum á sjúkrahúsinu, og vinnur núna fimm daga í viku, og líkar henni mjög vel. Oðru hvoru koma foreldrar hennar í heimsókn til dóttur sinnar. Þau Geiri og Solla höfðu dvalizt í mánuð síðast liðið sumar heima hjá foreldrum Sollu. Það var föstudagskvöld seint í janúar. Solla er á leið heim til sín úr vinnunni. Þetta hafði verið erf iður dagur. Hún hafði verið viðstödd uppskurð, en mestar áhyggjur hafði hún af því, sem Haraldur læknir sagði henni í morgun. Hann hafði kallað hana til viðtals, og sagt henni, að Geira hefði ekkert farið fram síðast liðna mánuði, og hefði hann áhyggjur af því, hvað hann væri svartsýnn. Hann sagði Sólveigu, að hún yrði að drífa hann meira út, og láta hann hreyfa sig meira. Hann sagði líka, að hún mundi vera mjög þreytt eftir að hún kæmi úr vinnunni. Hann sagði, að þetta væri of mikil vinna fyrir hana: — Og nú ætlast ég til þess, að þú takir þér frí, og þið Geiri drífið ykkur til sólarlanda. Helzt þyrftuð þið að fara í næsta mánuði. Sonur minn og tengdadóttir ætla til Kanaríeyja í næsta 26 mánuði, og væri alveg tilvalið, að þið Geiri færuð með þeim. Þú kannast við hann son minn. Hann er læknir og getur orðið. Geira til aðstoðar, en þú þarft að kynnast Katrínu tengdadóttur minni. Hún er alveg indælis manneskja. Þau eiga tvo syni, þriggja og fimm ára. Solla hafði setið hljóð og hlustað á lækninn á meðan hann talaði. Og að lokum hafði hann boðið þeim hjónunum i hádegismat næsta sunnudag. Hann sagði, að sonur sinn og fjölskylda, kæmu einnig á sunnudaginn. Solla þakkaði honum kærlega fyrir. Heimili Haralds læknis var mjög ríkmannlegt. Húsið var stórt, en gamaldags. Sonur hans og tengdadóttir voru sérlega skemmtileg. Eftir matinn settust þau öll inn í stof u og röbbuðu um alla heima og geima. Frú Áslaug kona Haralds, bar fram molasopa í mokkabollum. Þau töluðu um utanlandsferðina og ákváðu að lokum að slá saman og átti Páll vinur Geira að panta miðana. Dagurinn var fljótur að líða. Um kvöldið, þegar þau Solla og Geiri voru háttuð og lágu hlið við hlið í rúminu, ræddu þau um hina fyrirhuguðu ferð. Solla sagði: — Geiri minn. Ég vona bara að þessi ferð bæti þig eitthvað. Þú ert svo fölur. — Solla mín, þú veizt hvað ég þrái að eignast barn með þér, en ég er orðinn vondaufur. Ég held, að það hljóti að vera eitthvað að mér. — En Geiri minn, það liggur ekki svo mikið á. Þú verður að ná þér betur, en þú veizt það bezt sjálf ur, að ég þrái ekkert heitara en að ala þér barn, lítinn dreng, sem líkist þér. — Ástin mín, við erum ekki búin að vera gift nema í rúmt ár. — Jæja, Geiri minn, við skulum fara að sofa. Góða nótt, elsku litli drengurinn minn og sofðu rótt. — Góða nótt, elsku hjartans ástin mín, sagði Geiri og kyssti hana ástríðufullum kossi. 10. kafli. Ferðalagið gekk mjög vel, og hafði góð áhrif á Geira. Veðrið var dásamlegt allan tímann, sem þau dvöldust úti. Þau fóru víða og skoðuðu sig um. Solla og Katrín, eða Kata eins og--hún var kölluð, urðu beztu vinkonur. Hún sagði henni frá drengjunum

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.