Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 3
 Alvitur. , svararbróliirn Kæri Alvitur, Ég er meö svo hræðilega þurra húö. Hvaö get ég gert tii þess aö bæta úr þvi? Ég er mikið úti viö, og þess vegna þornar húöin ef til vill mikiu meira. Segöu mér eitthvaö ódýrt og gott ráö, og þaö sem allra fyrst. Gin skorpin i framan Þaö er svo sannarlega ekki skemmtilegt aö vera þurr og skorpin i framan, og eitthvaö veröum viö aö taka til bragös til þess aö bæta úr þess- um vanda þinum. Sumum nægir aö nota rakakrem, en þau kosta llklega sitt nú til dags. Aðra hef ég heyrt nota einfaldara ráö, sem flokka mætti undir húsráð, en hefur reynzt vel. Reyndu aö kaupa venjulega maisoliu. Beröu hana á þig, hvort sem er andlit eða likaminn allur, og þú mátt trúa þvi, aö þaö gerast krafta- verk. Gott er aö bera oliuna á sig ein- um þrisvar sinnum á dag til aö byrja meö. Svo gætir þú búið þér til þina eig- in baðollu úr malsoliunni og svolitlu af eplaediki, sem einnig er sagt m jög gott fyrir húöina. Blandaöu þessu saman og haföu þaö hjá þér á baöherbergis- hillunni. Tvær þrjár skeiöar af þessari blöndu eru fyrirmyndar baðolia. Sumariöætti aö fara aö nálgast, þött ekkertbendi til þessennsem komiö er, en þaö er ekki siöur hætta á þvi aö kaldur vornæöingurinn þurrki húðina, svo rétt eraönota maisoliuna allt áriö, eftir þörfum hvers og eins. - Kæri Alvitur, Mér finnst blaöiö þitt ágætt, en mig langaði til aö leiðrétta mistök, sem hafa oröiö á blaöinu nr. 13, fimmtu- daginn 19. april s.l. Þar var sagt, f lausninni i talnaþrautinni bls. 38, aö hæsti stigafjöldinn^ væri 48, en þaö er ekki rétt, þvi hæst er 52, Þaö færöu meö þvi aö byrja á A og leggja svo saman 10, 15, 4, 7 og 16. Ég vil aö þessi mistök leiðréttist. Aö lokum langar mig svo aö spyrja þig nokkurra spurn- inga. Hver er happasteinn, litur og dagur og einkenni þess sem fæddur er 28. april? Hvaö má sá vera þungur, sem er 164 ' cm á hæö? Hvernig er skriftin og stafsetningin? Þakka þér birtinguna G.Þ.ó. Alvitur þakkar tilskrifin. Svo við byrjum aftan frá þá er þaö fyrst:skriftin og stafsetning Skriftin er læsilegmjög, en ekki sérlega finleg, en þaö gæti verið ööru visí, ef þú skrifaöir ekki meö blýanti, eins og þú geröir i þetta skipti. Fáeinar stafsetningarvill- ur fann ég, en ekki skelfilega margar. Sá, eöa öllu heldur sú, sem er 164 cm áhæö ættiekkiaö veramikiöyfir 55 kg ef hún á ekki aö sýnast feit, nema viö- komandi sé mjög stórbeinött. Sá sem er fæddur 28. april er i nauts- merkinu og heiðarleiki, þolinmæöi og ábyrgöartilfinning eru rikir þættir i skapgerö þess. Naut gegna þvi oft þýö- ingarmiklum embættum. Enginn skyldi reyna aö blekkja naut, þaö borgar sig engan veginn. Naut eyöa aldrei kröftum eöa tilfinningum sinum til ónýtis. Naut, sem fædd eru seint i april, eru oft á tiöum þrá, og þaö þarf mikiötil þessaðfáþau til aöskipta um skoðun hafi þau tekiö eitthvaö f sig. Bláir litir eru happalitir nautsins. Smaragöur er happasteinninn og mánudagar og föstudagar beztu dag- arnir. Sæli og blessaður Alvitur góöur, Ég vil byrja á þvi aö þakka svörin, sem ég hef fengiö hjá þér viö bréfun- um, sem ég hef sent, og svo náttúru- iega þetta ágæta blað (annars hef ég ekki smakkað á þvf). En þaö, sem ég spyr þig nú um, er sjálfsagt slgild spurning. Þaö hefur nefnilega veriö dálitill ágreiningur hérna um hvaöa föt séu f tfzku núna. Nú spyr ég þig, hvaöa föt eru f tizku? Og svo annað, hvernig væri, ef þiö mynduö birta lagatexta þarna I blaö- inu hjá ykkur. Þaö yröi öruggiega vel þegiö, svo hægt sé aö gauia meö þegar maöur hlustar á lög i útvarpi og annars staöar. Vertu svo blessaöur og sæil. Ein, sem ekki toliir i tlzkunni! Þaö er heldur erfitt þetta meö tizk- una. Ég held aö auöveldast sé aö sjá hanahverju sinni i myndum sem birt- ast I auglýsingum i blöðunum. Annars er mikiö um pils rykkt imittiö, vesti og jakka alls konar, og svo eru buxurnar yfirleitt meö pokum og fellingum und- ir streng. En bezta ráöiö til þess aö fylgjast meö er aö skoöa tizkumyndir og auglýsingamyndir, ef þú hefur ekki tækifæri til þess aö bregöa þér I tizku- verzlun annaö slagiö. Já, og svo voru svartar þrögnar silkibuxur I tizku fyrir skömmu, en ekki þori ég aö sverja fyrir þaö, aö þær séu ekki þegar komn- ar úr tizku. Þetta breytist svo fljótt, aö varlá er hægt aö fylgjast meö frá degi til dags. Viö skulum sjá til hvort nokkuð er hægt aö gera i þessu meö textana. Ekki er ég viss um, aö viö getum leyst þann vanda i bili. Meðal efnis i þessu blaði: Kínverjar njóta þesssem þeir hafa ....bls. 4 Um vorlangan daginn................bls. 7 John Travolta var nær drukknaður....bls 11 Soraya vonast til að fá keisarann aftur....................bls. 12 Sitthvað um migrene................bls. 14 Tveir þykkblöðungar ...............bls. 15 Vesti með landslagi.................bls. 16 AAöndluterta með mokkarjóma.........bls. 18 Engifer og rabarbari ............. bls. 18 Mokkabúðingur.......................bls. 19 Ingrid Bergman með krabbamein.......bls. 20 Gert við listaverk..................bls. 26 Eigum viðaðveðja? ..................bls. 36 ---- ■ ----------- 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.