Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 15
TVEIR ÞYKK- BLÖÐ- UNGAR 1 dag birtum við myndir af tveimur plöntum, sem báðar væru i daglegu tali kallaðar kaktusar, en eru þykkblöðungar. Sú fyrri hefur tegundaheitið euphorbia, en sú siðari mesembryanthemum. Við höfum áður talað um euphorbiu hér í blómaþætt- inum, en það var euphorbia splendesn, sem i daglegu tali er kölluð þyrnikóróna Krists. Heimkynni euphorbianna eru aðal- lega i Suður-Afrlku, og þar vaxa þær i eyðimörkunum eða klæða utan fjalls- hliðar á þurrviörasömum stööum. Annars mun þær vera að finna vfða um heim. Sumar eru likar þeirri, sem myndin birtist hér af I dag, háar og renglulegar, en aðrar likari venjuleg- um greinóttum plöntum. Sumar eru með þyrna, eins og t.d. þyrnikóróna Krists, en svo er tæpast hægt að tala um þyrna á þeirri plöntu,sem hér seát. HUn ber þó blöð, sem reyndar sjást ekki á henni á þessari mynd, þar sem þau standa yfirleitt stutt. Sameiginlegt öllum euphorbium er hvitisafinn eða mjólkin, sem kemur i ljós, ef plantan særist eða verður fyrir einhverju hnjaski. Safi þessi er skað- legur og getur valdið því að húð hlaupi upp eða bólgni. Þarsem euphorbiur eruekki fyrir of mikinnraka ættuð þið aö faravarlega i alla vökvunoggæta þessað þær standi aldrei i ofblautri mold lengi. Mesembryanthemum er latneska tegundaheitið á þessari plöntu og öðr- um henni skyldum, en tigrinum heitir hún að auki, og hefur á islenzku verið nefnd tigriskjaftur. Þetta er þykkblöðungur, eins og greinilegt er þegar á hana er litið Meðfram blöðunum eru halar eða öllu heldur eins konar hár, þvf þau eru ekki nægilega stif til þess að hægt sé að tala um nálar. Plöntu þessari hættir mjög til aöfúna i rótina, eða niðri við rótina, ef ekki er vökvaö af einstaklega mikilli nákvæmni. öruggast er aö vökva i skálina undir pottinum og láta rakann sjúgast upp i moldina, á þann hátt er siður hætta á fúa. Blómin á tfgriskjaftinum eru gul og likjast dálitið fiflum. Þau opnast einunungis i miklu sólskini. 15 V

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.