Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 18
MÖNDLU- TERTA MEÐ MOKKA- RJÓMA Það er tiðara erlendis en hér að fólk fái tertu i eftir- rétt við hátiðleg tækifæri en þessi terta er einmitt sögð ágætis endahnútur á vel- heppnað kvöldverðarboð Botninn: 2 eggjahvitur, 1 1/2 dl siktaöur flórsykur, 150 grömm malaöar, óskrældar möndlur. Sósa: 3dl rjómi 1 dl sykur 1 msk. siróp Mokkarjómi: 3 dl rjómi 1 msk kakó 1 tsk kaffiduft. Stillið ofninn á 175 stíg. Bl.andió saman efnunum i sósuna i pottmeð þykkum botni, og látið sjóöa en hrærið I á meöan i ca. 15 minútur, eða þar til sósan fer að þykkna. Þeytið eggjahviturnar þár til þær eru stifar og bætiö út i flórsykri og möndlum. Breiðiö deigið yfir botninn 1 kringlóttu formi ca. 20 cm i þvermál. Bakiðí miðjum ofni Ica. 8 minútur eöa þar til kakan er ljósbrún. Náiö kökunni þegar úr forminu og leggiö hana á diskinn sem hún á að berast fram á. Berið sósuna á botninn á meöan hann enn er volgur. Látið kökuna kólna. Þeytið rjómann og bragðbætið hann með kakói og kaffi. Breiðið hann yfir kökuna ogstráið ofurlitlu af kaffiduft- inu og súkkulaöispónum yfir til skrauts. Berið kökuna fram iskalda úr is- skápnum. Þá er hún allra bezt. ENGIFER OG RABARBARI MEÐ RJÓMA EÐA ÍS Rabarbararéttinn getið þið útbúið nokkru áður en bera á hann fram, en þið hitið hann ofurlitið upp sköminu áður en hann á að fara á borðið. 500grömm rabarbari, 1 dl sykur, 1/2 tsk. malaður engifer. Hreinsið rabarbarann og skerið hann niður i ca. 3 cm langa bita. Setjið hann ipott með sykrinum oglátið hann bráðna við litinn hita undir loki. Blandið engifernum saman við. Lát- ið þetta kólna, og berið svo fram með is eða þeyttum rjóma. 1 «

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.