Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 36
Eigum við að veðja? Velklæddur og virftulegur herramaöur stóð a átöðvarpalli við enska járnbrautarstöð. Þá vatt sér að honum maður, heilsaði og sagðir: „Lestin sunnan að kemur fyrr en lestin að norðan. Egium við að veðja um þetta svo sem þúsund pundum?” Velklæddi herramaðurinn var ókunnugur á þessum slóðum og þekkti þvf ekki hr. Gate. Og auðvitaö vissi hann ekki aö hr. Gate var frægur i þessari sveit fyrir tvennt — veðmál sfn og ríkidæmi. 1 hugsunarleysi tók hann veömálinu. Eftir örfáar mfnútur kom Iestin noröanfrá. Undrum ókunna mannsins varð mikil þegar Gate þrýsti seðla- búnt I lófa hans og þakkaði honum fyrir veömálið-Hann virtist vera i ágætis skapi þrátt fyrir tapiö. Þaö eru einkum Englendingar og Astraliumenn, sem eru þekktir veömálamenn og veðja þá gjarnan um allt milli himins og jarðar. Hinn innhverfi, rólegi enski ,,Iord”, sem tapar stund- um miklu fé I veðmálum, án þess að þess sjáist merki I svip hans, er aikunnur úr smásögum, sem staflaust ganga um breska heimsveldið og eru um þessi efni, nefnilega veðmálin. Ef þú ferð inn á ölstofu I Englandi gætir þú hæglega orðið vitni að eftirfar- andi: Tveir menn sitja við borð hvor með sina ölkollu. Skyndi- lega bendir annar þeirra á tvær flugur sem sitja á veggnum uppi við loftið og segir: „Viltu veðja?” Hinn kinkar kolli og tekur eins-punds-seðil upp úr veski sinu. Nú veröur um stund hljótt I stofunni og allra augu beinast að flugunum tveimur. Svo flýgur önnur þeirra á brott og maöurinn sem „átti” hana stingur vinn- ingnum á sig. — Báöir brosa. ósjaldan er veðjað um fráleitustu hluti og oft fyrlr hlægilega litla upphæð. Þannig veðjaöi t.d. norðurjóskur bóndi tveimur krónum um það að hann gæti dregið tönn úr sjálfum sér og það átti að vera heil tönn og vel föst. — Bóndinn komst þó fljótt að þvi að þetta var ekki eins létt og hann hafði haldið. Það var fyrst að löngum tima liðnum þegar hann hafði snúið upp á tönnina með klipitöng, að hún rauk úr honum og hann gat stungið vinningnum I vasa sinn — og brosaö, þrátt fyrir tárvot augu af sársauka. Já, og tveir aörir veðjuðu um það, hvort annar þeirra gæti gengið á tréskóm frá Gedser til Kaupmannahafnar, og mjög sterkur fisksali vann, þegar hann veðjaði um það, að hann gæti ekið 150kílóa þungum veitingamanni I handkerru eða tvlhjóluð- um léttivagni frá Sundby til Hjörring — 45 km — á sex tlmum. Hann vann og fékk 1100 kr. — Svo var það bifreiðastjóri I Bjerringbro, sem veöjaði fyrir nokkrum árum um það, að hann gæti „bakkað” bllnum slnum alla leiö að Höjberg-veitingahúsi, 12 kilómetra leið. Það voru fimm farþegar, sem hann veöjaöi við, upphæöin var 50 kr. Honum tókst þetta með ágætum, á 20 minútum og án þess að brjóta á nokkurn hátt umferðarlögin. Og hér kemur eitt skrltið veðmál frá árinu 1908. Bóndi nokkur nálægt Silkiborg vann 10 krónur I veðmáli um það, hvort hann gæti teymt hana I bandi til næsta þorps og heim aftur, um þaö bil 5kilómetra. — Fjörtiu árum siöar vann maður frá Falstri 600 kr. I veömáli um hvort hann gæti hjólaö á þrihjóli (barna) frá Nyköbing F. til Alaborgar á 12 dögum. Skömmu slðar vann vef- ari einn 800 kr. af félaga slnum I veðmáli um það, hvort hann gæti hjólað á gamaldags reiðhjóli (vættepeter), frá Raðhústorg- inu I Kaupmannahöfn til Skagen. Auðvitað kemur það fyrir að menn tapa veðmáli, sem þeir þóttust vissir um að vinna. Tveir slátrarar veðjuðu um það við vinnufélaga sinn, hvort þeim tækist að skrlða til bæjarins Næstved, um það bil 30 km leiö, og áttu þeir sem sagt að „ganga á fjórum fótum” þessa leiö. Eftir tvo kilómetra gafst annar þeirra upp örþreyttur og uppgefinn, en hinn komst nær dauöa en lifi alla leiö, og höfðu þá 600-700 áhorfendur slegist I för með honum. — Einnig veðjuðu tveir bændur á Borgundarhólmi um það, að annar þeirra gæti komist frá Goöheimum til Norðurstrandarinnar á þann hátt að velta sér. Ferðin mátti ekki taka lengri tima en tvo klukkutima, enda var þessi vegalengd ekki lengri en einn km. — Hinn veltandi maður dró að ser af áhorfendum, sérstaklega ferðamönnum, sem margir hverjir he'Idu að maður þessi væri geðveikur. Jæja, en hann komst nú samt alla leið, veltandi, og brosandi stakk hann veðfénu I vasann — 10 krónum! — Hann var ekki þreyttari en það, að hann fór á dansleik um kvöldið og sveiflaöi dömunum óspart I marzúrka og vinarkruss. — Daninn Sören Andersen lagði af stað I hnattferö, gangandi á tréskóm. Feröin, sem farin var vegna veðmáls, hófst með þvi, að þrammaö var af stað frá Kaupmannahöfn, einn sólbjartan sumardag árið 1947. Segir svo ekki af ferðum Andersens fyrrr en sex árum siöar, 1953, að hann kom ferölúinn heim aftur. Hafði hann þá slitið 135 pörum af tré- skóm, en einnig unnið 5000 kr., en um þá upphæð stóð veömálið. — Kaupmaður einn I Borgergade veöjaði við rikisubba nokk- urn, sem ekki vissi aura sinna tal, um það, að ekki skyldi hann (b.e. kaupmaðurinn) segja eitt einasta orð, fyrr en striöinu væri lokið og Þjóðverjarnir farnir frá Danmörku. Hann stóöst þessa raun og það sýndi sig, að miklu fleiri komu nú til að versla viö „hinnþögla kaupmanna”, en áöur hafði verið. Veðupphæðin var all-há eða 25 þúsund krónur, og þessu iauk þannig að kaupmaur vann þessar krónur árið eftir, eða 1945. Nokkru svipað var veðmál þeirra Will Rogers, grlnistans mikla I Bandarlkjunum og nokkurra vina hans. Veðjaö var um það, hvort Rogers tækist að koma þáverandi forseta, Coolidge, til þess að brosa, helst hlæja. — En forseti þessi var kunnur alvörumaður, sem aldrei sást brosa. — Nú llður og blður þar til það ber til, að þeir voru báðir staddir I samkvæmi einu I New York, Rogers og forsetinn. Kynningar fóru fram á heföbundinn hátt og menn tókust I hendur og nefndu nöfn sln. Þegar þessir tveir tókust I hendur var það Rogers sem laut fram með hrukk- ur á enninu og sagði: „Fyrirgefið, en ég heyrði ekki vel nafnið. — Þá stóðst forsetinn ekki mátið og hló hjartanlega. Ef þú lenandi góður, segir einhvern tlma: „Þetta verður svona, ég skal éta hattinn minn upp á það,” og tapar, þá er hér uppskrift hvernig það er hægt á auðveldan hátt: Kveiktu I hattin- um og safnaðu öskunni saman. Hrærðu hana saman við kartöflumús og helltu siðan sósu yfir. Þetta bragðast bara vel! Eftir á að hyggja, ég er ekki viss um að þú getir skrifað: ellefu þúsund, ellefu hundruö og ellefu rétt I tölustöfum I fyrstu tilraun. — Viltu veðja?! 36

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.