Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 10
að auki mun meiri rétt en hlutlaus ríki sem voru fullkomlega vinveitt Bretlandi. En aftur á móti voru mörg dönsk skip gerð upptæk sem voru hertekin fyrir 4. nóvember 1807 og eftir þann tima. Tvö is- lenzkskip voru tekin um áramótin 1807 og 1808 og voru þau gerð upptæk. Aö sögn Bjarna Sívertsen voru 10 islensk kaupför gerð upptæk og má það heita vel sloppiö. 5 Bjarni Sivertsen vann mjög heiðarlega aö þessum málum. Hann hugsaöi jafnt um skip keppinauta sinna og sin eigin. Auðvitaö var honum i lófa lagið aö fá sin skip leyst úr haldi en láta hin eiga sig. En hann var of mikill dregnsskaparmaður til þess. Hann taldi sér þaö alls ekki til gildis siðar að hann hjálpaöi stéttarbræörum sinum á þennan hátt og langtum fremur islensku þjóðinni. Hann greinir svo frá þessu: / „Þess er ad gjæta og þad er lika audskild, ad Riddari Banks er einum ad þacka, hvada heppni öll vor bónarbréf höfdu, hann bar þau sjálfur fram, hann talaði fyrir tslands nauðsyn. Allt hvad mér er ad þacka mundi þad ad ég, sem sá eini nálægi tjádi honum frá landsins ástandi. Ég var ad sönnu neyddur til ad vera i' Lundúnum frá þvi I Martz mánudi og til 27. Aug. s. á., vegna fjærverandi kaupmanna en það gleður mig af ég ávann minum meðborgurum þann hagnað sem miklu meira var i varid enn þann tima eda þá peninga sem hér til neyddust frá mér sem og eins og ég hefi ecki bedit skadabóta fyrir svo hefi ég lfka eingar þackir þar fyrir þegit”. Þaö er svo aö skilja af eftirlátnum skrifum Bjarna að fimm skip hafi veriö látin laus I mars en hin niu ekki fyrr en I ágúst. Sumar heimildir vlsa þó til að skipin hafi verið látin laus 23. júni og er þaðfylgiskjal frá Wolffs & Berville er þeir sendu stjórninni með bréfi um að fá úr haldi skipiö Christine Maria sem var tekiö en skipstjórinn Jens Jensen Moldt sé far- inn úr landi. Það greinir einnig svo aö Catlereagh lávarður, sem var þá her- málaráðherra hafiþann23. júni gefiö sak- sóknara rikisins skipun um að ,,aö gera ráðstafanir til þess að gefa laus öll þau skip sem hertekin höföu verið eöa tekin I hald ásamt förmum þeirra sem tilheyra Islandi eöa venjulega voru í förum til Is- lands og notuð þannig er þau voru tekin gegn greiöslu kostnaöar þess sem leiddi af tacu þeirra”. Af fyrrgreindu kemur greinilega I ljós aöbreska stjórnin hefur litið á Islandsför allt öörum augum en önnur skip óvina- þjóöar, Bretar hafa eiginlega litiö á ís- land sem sjálfstætt riki óháö Danmörku. Islendingar nutu þvi meiri réttar á Bret- landi í Napóleonsstyrjöldunum en hiut- lausar þjóðir vinveittar Bretlandi. Þess- ar þjóðir uröu að greiöa toll væru skip þeirra flutt til breskra hafna eða tekin á Framhald á 28. siðu Travolta hermir eftir Chaplin. Þegar John næstum dri Drengurinn með vatnsbláu augun var alltaf aö þykjast vera einhver ann- ar en hann raunverulega var, og þaö hafði stundum alvarlegar afleiðingar. i eitt sinn var hann næstum dauöur þess vegna. Þaö var þegar hann var þriggja ára og sá bræður sina vera að leika sér i vatninu. Hann stökk út i og sökk eins og steinn. Eftirhermur hans skemmtu oft fjöl- skyldunni, en stundum lenti hann þó i vandræöum út af þeim. Þó fór svo að þessi árátta hans varð til þess að hann náði hátindi frægöarinnar og ást alheimsins sem leikari. Það byrjaöi með þvi að hann lék i Welcome Back, Kotter, bandariskum sjónvarpsþætti,, og siðan kom hlutverkiö i Saturday Night Fever og loks Grease. John Travolta var orðinn súperstjarna. Úr fjöiskyldualbúminu með frænku sinni. Travolta Dagurinn þegar hann sökk En John Travolta heföi aldrei orðiö stjarna, nema vegna þess hve eftir- tektarsamir bræður hans voru fyrir mörgum árum. Það var þó aöallega bróðir hans Joey, sem á heiðurinn af björguninni. Joey sá iitla drenginn sökkva I Culvers vatn, i noröanveröu New Jersey. Annar bróðir, Sam, segir svo frá: — Viö vorum að ærslast I vatninu. Johnny var meö björgunarvesti á sér, en fór úr þvi og ætiaöi að reyna að synda. — Hann var aðeins þriggja ára og sökk auðvitaö þegar I staö til botns. Joey sá hann og kallaði á hjálp, og okkur tókst að ná taki á Johnny og koma honum upp á land. Hann var alveg að kafna og hóstaði mikið. Okk- ur hafði tekizt að ná honum á siðasta augnabliki. John er yngstur sex systkina, fædd- ist I Englewood i New Jersey árið 1934. Hann erfði skemmtanabakterluna frá móður sinni, Helen, sem hafði veriö leikkona Itómstundum, en kenndi auk þess leiklistarnemum. — Þegar Johnny var litill stóö hann alltaf fyrir framan sjónvarpið og Iék það, sem þar var að gerast, segir syst- ir hans Annie. Hann var búinn að fá leikiistar- bakterluna þegar hann var fimm ára, og sá systur sina Ellen leika i söng- leiknum Gypsy. Þegar heim kom af sýningunni setti hann á svið sina eigin 10

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.