Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 32
Bernhard Stokke
Þýðing: SIGURÐUR GUNNARSSON
norður i Hammerfest og borðaði þar nýbökuð
vinarbrauð hjá mömmu sinni i björtu skini
miðnætursólarinnar.
En svo kom pabbi heim, — ölvaður og illur
viðfangs og gjörspillti gleði þeirra. Og þegar
hann vaknaði skyndilega við vondan draum
reyndist næturvörðurinn reiði pabbinn,en hann
bjátraði við að vekja dreng sem vætti rúm sitt
um nætur og fá hann til að fara á salernið. En
þó að drengurinn fengist til að fara fram úr
rúminu vaknaði hann ekki til fulls og stefndi i
allt aðra átt eða beint að glugganum. Vörður-
inn hljóp þá til hans og leiddi hann á rétta leið.
En á leiðinni til baka villtist snáðinn aftur þvi
að hann var enn ekki vaknaður og brölti upp i
rúm til eins af stóru drengjunum sem hliðraði
strax til fyrir honum i svefninum.
Næturvörðurinn nam staðar stundarkorn og
virti fyrir sér þennan litla snáða, sem nú hafði
skriðið upp i rúm stóra drengsins og vafið
handleggjunum um hálsinn á honum. Svo lyfti
hann honum upp með gætni bar hann yfir i
hans eigið rúm og gekk siðan yfir i næsta
svefnsal.
Halli gægðist yfir að rúmi Villa. Skyldi hann
hafa sofnað? Það heyrðist ekkert til hans. Og
það hvarflaði að Halla um stund, að hætta við
þessar heimskulegu áætlanir þeirra, — hætta
við að strjúka... En nú sótti svefninn að honum
af auknum krafti enda hljómaði kliðurinn i
laufum trjánna fyrir utan eins og angurvært
vöggulag. Hann sofnaði um stund, en vaknaði
aftur skyndilega við það að kippt var rösklega
öxl hans og einhverju hvislað að honum. Hann
neri styrurnar úr augunum og var samstundis
glaðvakandi. Villi stóð fyrir framan hann
ákveðinn og öruggur á svipinn. Þeir gátu ekk-
ert talað saman þvi að næturvörðurinn
nálgaðist. Villi gekk þvi til salernisins til þess
að vekja engar grunsemdir.
32
Vörðurinn gekk að rúmi Villa en virtist ekki
sjá þar neitt athugavert. Villi gerði sér ljóst að
hann mundi brátt koma aftur eins og lika
reyndist rétt og lézt steinsofa þegar nætur-
vörðurinn laut yfir hann.
Halli var glaðvakandi og hugsaði um, hve
framorðið mundi vera. Það hefði verið mjög
æskilegt fyrir þá að eiga úr fyrst þessi vafa-
sama ákvörðun þeirra var ráðin. En nú var
ekki um það að ræða. Hann sá i rökkrinu að
Villi var farinn að undirbúa flóttann með þvi að
taka nokkur lök frá hinum sofandi félögum
þeirra hnýta þau vandlega saman og fela þau
um stund undir sæng sinni.
Nokkru seinna kom næturvörðurinn enn til
drengjanna,opnaði einn glugga i viðbót og gekk
milli allra rúmanna. Hann veitti þvi enga at-
hygli hve mikið var undir sæng Villa þvi að nú
var orðið töluvert dimmt.
Varðmaðurinn var óvenju aðgætinn i kvöld
en nú hlaut eftirlitsferðum hans að vera lokið.
Klukkan var vafalaust að verða tólf. Já... nú
brakaði i körfustólnum, sem var i næsta svefn-
sal. Þá vissu þeir að næturvörðurinn hafði
fengið sér sæti og var farinn að lesa. —
Drengirnir klæddu sig án þess að nokkuð
heyrðist til þeirra. Skóna þorðu þeir ekki að
hreyfa fyrr en þeir færu. Bara að Villi hnýtti nú
lökin nógu vel saman!
Nú gaf Villi Halla merki um að hann skyldi
vekja Einar. Það leið nokkur stund, þangað til
Einar vaknaði og áttaði sig á þvi til fulls að nú
átti hann að standa við loforð sitt: Leysa lökin
frá gluggapóstinum og láta þau detta niður,
þegar ,,fuglarnir” væru flognir. Villi kom með
lakaböggulinn i fanginu og lagði hann undir
rúmið sem var næst glugganum. Siðan skriðu
þeir aftur til rúma sinna og hölluðu sér þar
stundarkorn þvi að þeir heyrðu að vörðurinn
var enn kominn á stjá og bjuggust við að sjá