Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 24
fá þessar samúðarheimsóknir. eða hvað finnst
þér Elsa?
—Já, sagði Elsa og hrærði hugsandi i bollan-
um sinum.—-Það eru svo fáar heimsóknir sem i
raun og veru veita manni huggun. Og ég undr-
ast þetta með Thomas — hann er svo vanheill
andlega vesalings drengurinn. Þetta er i ætt-
inni. Móðir hans dó á geðveikrahæli.
Nú skulum við tala um eitthvað annað
sagði Roland mildum rómi en þó ákveðinn. —
Svo við hlaupum úr einu i annað.þá var ég að
velta þvi fyrir mér Katarina hvort þú vildir
verða með á næsta miðilsfundi?
Nú kom að þvi. Hún yrði að taka ákvörðun
útskýra fyrir honum... Katarina sagði stilltri
röddu:
— Já, það vildi ég gjarnan. En ég verð að út-
skýra fyrir þér — fyrir ykkur báðum að i gær,
þegar ég — ég á við þetta var eiginlega i fyrsta
skiptið sem mér varð fullkomlega ljóst, að
hann væri i raun og veru — já, væri dáinn. Ég
vona að þið hafið ekki...
Roland brosti og lagði handlegginn um axlir
hennar, eitt augnablik létt og mjúklega.
— Auðvitað skil ég þetta, sagði hann. — Og
þetta er allt i bezta lagi. Þeir dánu eru horfnir
og við hin verðum að lifa áfram lifinu. Við get-
um talað við þá en þeir eiga ekki heima i hvers-
dagsleika okkar og i lifi okkar — það getur
bara verið huggun að geta náð sambandi við þá
i svona tilfellum, eða finnst þér það ekki?
-- Jú, hvislaði Katarina. Hann skildi ná-
kvæmlega hvernig henni var innanbrjósts,
hugsaði hún með sér og fann að henni létti.
- Ég fyrir mitt leyti hef verið að velta þvi
fyrir mér hvernig foreldrar þinir lita á þetta,
sagði Elsa.
- Ég hef ekkert sagt þeim,sagði Katarina
óákveðin. — Mamma er full grunsemda gagn-
vart öllu sem kallast spiritismi...
— Mér skildist það við jarðarförina sagði
Elsa hægt. — En það er ekki öllum gefið að
skilja þetta.
Nei, tók Roland upp eftir henni. — Og það
er heldur ekki hægt að neyða nokkurn tií þess.
Varðandi miðilsfundinn—þá held ég við ættum
að hittast i kvöld.
— Já, þú verður vist að fara aftur til Gauta-
borgar á morgun, sagði Elsa.
ó; ertu að fara? sagði Katarina vonsvikin.
Roland andvarpaði og svaraði.
— Já, ég rek þar víst forngripaverzlun, sem
ég þarf að hugsa um og... og það liður langt á
milli þess að ég kem þangað.
— í kvöld þá, sagði Elsa.
Og þetta sama kvöld sat Katarina aftur við
stóra borðið i dagstofunni hjá Elsu en i þetta
skipti voru aðeins fjórir þátttakendur og bæði
Carl Johan Schröder og Thomas vantaði.
— Thomas gat ekki komið. sagði Elsa við
Katarinu. — Hann verður undarlegri og undar-
legri með hverjum deginum, sem liður...
Katarina kinkaði kolli spennt. Hún beið eftir
Göran. Og þegar hún heyrði rödd hans á ný dró
hún djúpt andann og var ekki hrædd lengur.
Og ef hún efaðist þá kom það alls ekki fram.
Innst inni höfðu orð Carls Johans haft einhver
áhrif, en þau hurfu þegar Göran ávitaði hana
fyrir að hafa orðið hrædd kvöldið áður og fór
svo að tala um hitt og þetta, sem þau höfðu gert
i sameiningu.
—Hvað á hann við með guðahjálmur? spurði
Elsa.
— Hárið á mér sagði Katrina skjálfandi
röddu, — hann var vanur að segja þetta...
— Nú, ég skil.
Göran talaði ekki lengi, kannski allt i allt i
fimm minútur.
SVo m h o U