Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 11
Travolta var kknaður L útgáfu af leiknum, og foreldrar hans horfðu á. — Hann hermdi eftir söngvunum af plötunni og lék öll hlutverkin sjálfur, segir faðir hans. Það fór þó ekki alltaf vel, þegar John Travolta var að herma eftir fullorðnu fólki. Sem dæmi má nefna, þegar hann ætlaði að fara að reykja vindil föður sins. — Hann brosti breitt, segir Sam bróðir hans hlæjandi, — en allt i einu varð hann grænn i framan og fór að kasta upp. Hann hefur ekki reykt sið- an, nema þegar hann hefur þurft að gera það f kvikmyndunum. John Travolta var ekkert sérlega góður nemandi, þegar hann var i St. Ceciliu barnaskólanum, sem var kaþólskur skóli. — Það var bara vegna þess aö hann sat alltaf og lét sig dreyma, segir móö- ir hans. Svo var John færður i annan skóla, og þar hermdi hann jafnt eftir kennurum, nemendum og uppáhalds- söngvurum sinum, Presley og Bftlun- um. John var ailtaf að reyna aö vera annar en hann raunverulega var. Til dæmis taldi hann Gyöingum trú um að hann væri Gyðingur, og það gerði hann einungis til þess að geta farið á laugar- dagsdansleikina i æskuiýðsheimili Gyðinga. A einum skóiadansleiknum hitti Travolta æskuvinkonu sina Denise Wurms Bronner. — Ég var 15 ára og John var 14. þegar sameiginlegur kunningi okkar kynnti okkur hvort fyr- ir öðru. Það var mjög gaman að tala við John, og það fór vel á með okkur. Við vorum mjög góðir vinir. Astar- ævintýri þetta stóð i fimm ár, eða þar til Denise fór I menntaskóla og var i burtu um tíma og John fór að Ieggja fyrir sig leikiistina fyrir alvöru. John hugsaði ekki um annað en að verða leikari, og faöir hans skildi að ekki þýddi annað en leyfa honum að reyna fyrir sér á þvi sviði. Hann fékk þvi að hætta I skólanum þegar hann var 16 ára gamall. Og áður en varði var hann farinn að leika i sjónvarps- auglýsingum, og siðan komu hlutverk- in eitt af öðru og hápunkti frægðarinn- ar náði hann með leik sinum i Satur- day Night Fever og Grease. þfb Niu ára feiminn skóiadrengur. Popp-kornið n : I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.