Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 4
Fríða Björnsdóttir skrifar úr Kínaferð Fyrsta grein Kínverjar njóta þess sem þeir hafa og una glaðir við sitt — Dag frá degi vinnur Kinverjinn frá morgni til kvelds, og oft langt fram á nætur. Hann hefir aldrei fridag, ekkert samsvarar sunnudögum hér, nema sex-sjödagar um áramótin. Allt landiö er eins og eitt býflugnabú, þar sem allt er unniö meö höndunum, þar sem allir eru sistarfandi, og alitaf er haldiö áfram. Allt er hagnýtt og notaö, hversu lltilfjörlegt, sem þaö kann aö viröast. Ég hefi svo oft veriö spurö, hvort Kinverjum Höi ekki illa. Hver getur eiginlega svaraö slikri spurningu? Er ekki lföan hvers og eins mest komin undir þvi, hvernig hann sjálfur meturog litur á hlutina? Ef dæma skal velliö- an fólks eftir ánægju þess og gleöi, þá er enginn vafi á þvl, aö Kinverjum lföur vel. Þeir eru sikátir og syngja og hlæja, þegar mest reynir á þolrifin. Þaö hef- ur slna kosti aö vera þolinmóöur, umburöarlyndur, nægjusamur og friösam- ur. Þeir þrifast ails staöar, frá hinum klakabundnu löndum noröursins, til brennandi heitra ianda hitabeltisins. Alls staöar geta þeir lagaö sig eftir um- hverfinu, ef þeim tekst ekki aö laga umhverfiö eftir sér. Þeir finna ánægju og gleöilþvl einfaldasta og aögengilegasta, njóta þess, sem þeir hafa, og una svo glaöir viö sitt. Þeir hafa lært aö taka llfinu eins og þaö er. Þessi orö er aö finna i bókinni Klna — ævíntýralandiö eftir Oddnýju E. Sen, sem giftist klnverskum manni og bjó árum í april sl. fóru sex Islendingar til Kina i boði kinverskautan- rikisráðuneytisins. Það voru fimm blaða- menn, Baldur Óskars- son, Utvarpinu, Bragi Guðmundsson, Visi, Friða Björnsdóttir, Timanum, Sonja Diego, Sjónvarpinu og Þorbjörn Guðmundsson, Morgunblaðinu, en fararstjóri vai Helgi Ágústsson úr utanrikis- ráðuneytinu saman i Kina. Bókin kom reyndar út áriö 1941 og var byggö á þvi, sem Oddný haföi séöog heyrtþann tima, sem hún sjálf bjó I Klna. Þótt langt sé um liöiö, sennilega rúm þrjátiu ár, finnst mér ótrúlega margt til i þessum oröum og þaö gæti allt eins veriö lýsing á landinu i dag, en aö sjálf- sögöu getur enginn dæmt um slikt eftir aöeins hálfs mánaöar feröalag um jafn viöáttumikiö riki og Kina er. Feröamaö- urinn er leiddur á fáeina fyrirfram ákveöna staöi, honum sýnt þaö, sem feröamaöur á og þarf aö hafa séö á feröa- lagium landiö, hvortsem þaöer Kina eöa eitthvert annaö land, sem heimsótt er. Feröamaöurinn kenst ekki í snertingu viö fólkiö sjálft, ræöir aöeins viö samferöa- mennina og túlkana, og þekkingin veröur heldur yfirborösleg. Eitt er þó vist, aö Kinverjar eru jafn- iöjusamir og þeir voru á dögum Oddnýjar i Kina, þeir eru þolinmóöir og glaölegir, nýtnir og nægjusamir. Hvergi sér maöur fólk standa og hanga og gapa út i loftiö. Allir viröast vera á leiöinni á ákvöröunar- staö, eöa þá þeir eru önnum kafnir viö vinnu og lita varla upp, þótt forvitnir feröamenn berji þá augum. Litið um vélar Viö islenzku feröalangarnir yfirgáfum hinn „vestræna” heim á skirdag slöast liöinn og héldum meö lest frá Hong Kong til Kanton i Klna. Lestin fór um akra, og viö sáum fólk viö vinnu, en þaö sem vakti fljótlega athygli okkar var, aö hvergi sá- ust vinnuvéíar, dráttarvélar eöa annaö álika.Þó fullyrti einn úr hópnum, aö hann heföi séö bregöa fyrir einni dráttarvél einhvers staöar á þessari leiö. Ekki vissum viö, hvort telja átti þetta kost eöa löst, þar sem vel kann svo aö vera, aö ekki henti aö hafa stórvirkar vél- ar við þann búskap sem þarna fer fram, um þaö getur sá einn dæmt, sem þekk- ingu hefur á málunum. Okkur var vel fagnað af kinverskum starfsbræörum okkar, blaöamönnum frá blööum I Kanton, og svo lika fulltrúum kínverskra stjórnvalda, sem stóöu aö þessu boöi. Eftir næturhvild I Kanton var flogiö beinustu leiö til Peking, meö einni milli- lendingu. Hvert sæti var skipaö i flugvél- inni sem varaf nýjustu gerö. Flugfreyjur gengu milli manna ogbuöu te, og svo voru okkur gefnir sælgætispokar og minnis- bækur. Menn voru ekki troðnir út á óþarfa mat á þessari flugleiö, en sumir, sem tek- iö höföu daginn snemma hiíöu meö sér nestiskassa og átu upp úr þeim meö teinu slnu. I Peking var enn mætt móttökunefnd til þess aö fagna okkur, og nú var hin raun- verulega heimsókn okkar til Klna hafin. Eftir kinverskanhádegisverömeö milli 10 og 20 mismunandi réttum var lagt af staö i fyrstu skoöunarferöina, og haldiö I Peking-útvarpsstööina. Senda út efni á 39 tungumálum Útvarpsstarfsemin hófet I byltingunni, og hefur tekiö miklum framfórum æ síö- an. Sjónvarptóktil starfaáriö 1958og áriö 1973 hófust útsendingar i lit. Útvarpib þjónar miklu hlutverki i Kina, bæöi til fræöslu og skemmtunar. > Útvarps- tæki eru sögö 50 milljónir I landinu, sem er kannskiekki mikiömiöaö viö þaö, aö Kinverjar eru llklega um einn millj- aröur. Auk þess sögöu útvarpsmenn, aö hátalarar væru um 100 miljónir, svo út- varpsefnið nær til fólks þótt þaö hafi ekki sjálft útvarp. Þaö heyrðum viö lika oft á feröalaginu, þegar annaö hvort heyrðust raddir tala til fjöldans, eöa viö sáum fólk viö vinnu sina, undir dynjandi tónlist. 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.