NT


NT - 30.04.1984, Side 24

NT - 30.04.1984, Side 24
Irrfíl Mánudagur 30. apríl 1984 24 Knattspyrnu- punktar... Austurríki: Austria Vín og Rapid Vín berjast enn um Austurríkistitilinn í knattspyrnu og eru jöfn og efst aö loknum 24 umferöum, þremur stigum á undan Lask. Austria sigraði Eisen- stadt með fimm mörkum gegn einu á laugardag og Rapid sigraði Austria Salz- burg. Kýpur: Nicosía, varð Kýp- urmcistari í knatt- spyrnu, sigraði með þó nokkrum yfirburðum. Liðið varð fimm stigum á undan helstu keppi- nautunum, Apollon. í þriðja sæti varð Pzopor- ikos. Til gamans má geta þess að Ethnikos og Ermis féllu í aðra deild. Rúmenía: Úr rúmensku knatt- spyrnunni er það helst að frétta að Steaua Bukarest leiðir enn í fyrstu deildarkeppn- inni, er þremur stigum á undan Dinamo Buka- rest. í þriðja sæti er síðan Universitatea Craiova. Pólland: Widzew Lodz er nú efst í 1. deild í knatt- spyrnu í Púllandi Lodz vann um helgina Gorn- ik Walbrzych 4-1 á úti- velli. Pocon Szczecin, sem er í öðru sæti vann einnig útisigur, vann GKS Katowice 2-1. Lech Poznan, liðið í þriðja sæti vann Zagle- bie Sosnowiec 1-0 heima. Staða efstu liða í Pól- landi: Lodz... 21 10 9 2 29-15 29 Szczecin .. 21 13 2 6 34-14 28 Poznan ... 21 12 3 6 32-15 27 Walbrzych. 21 10 5 6 33-21 25 Zabrze .... 21 8 8 5 24-17 24 Halía: Juventus heldur enn forystu sinni í ítölsku knattspyrnunni eftir sigur gegn Inter Milanó um helgina á útivelli. Lauk leiknum, 1-2. Næsta lið á eftir er Roma sem sigraði Fior- entina með tveimur mörkum gegn einu. Ju- ventus er með 42 stig en Roma með 38 stig. í þriðja sæti er svo Fior- entina með 34 stig. Holland: Feyenoord fer nú að verða öruggt með að verða hollenskur meist- ari í knattspyrnu, eftir stórsigur gegn Utrecht um helgina, 3-0. Að vísu vann helsti keppi- nauturinn líka, Ajax vann Excelsior með fjórum mörkum gegn engu. PSV Eindhoven steinlá aftur á móti á útivelli gegn AZ ’67, tapaði 3-0. Feyenoord hefur 53 stig, Ajax er með 49 og Eindhoven hefur 48 stig. Grikkland: ■ Olympiakos er nú efst í Grikklandi með 41 stig eftir 29 leiki. í 'öðru sæti er Aris með 38 stig eftir jafnmarga leiki, og Paok Saloniki er í þriðja sæti með 34 stig eftir 29 leiki. EM í körfuknattleik í Osló: Naumt tap gegn Dönum ■ íslenska landsliðið í körfu- knattleik tapaði þriðja leik sín- um í röð í C-keppni Evrópu- mótsins í körfuknattleik á laug- ardag. Að þessu sinni voru það erkifjendurnir Danir sem lögðu landann að velli í hörkuspenn- andi og góðum leik, 80-76. í hálfleik voru Danir yfir 36-31. Þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum voru Danir einu stigi yfir 77-76 og meö boltann. ís- lendingarnir pressuðu þá stíft en einn Daninn slapp í gegn um vörnina og skoraði og fékk að auki vítakast sem hann hitti úr, þannig að Danir sigruðu 80-76. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur en hittnin var samt ekki nógu góð,“ sagði Hilmar Hafsteinsson, landsliðsþjálfari, í samtali við NT eftir leikinn. „Það sem okkur vantar er meiri samæfing. Ef viðhefðum fengið 2-3 landsleiki áður en við fórum út þá hefði þetta farið öðru vísi, ■ Jón Sigurðsson var hetja íslands í gær. því liðin eru mjög jöfn. En leikurinn hefur ekki verið nógu okkar lið finnur sig betur og góður en vörnin hefur verið betur í hverjum leik þrátt fyrir stórgóð", sagði Hilmar. að við séum að tapa, sóknar- Jón Sigurðsson átti stórleik í íslenska liðinu, skoraði 9 stig, en átti frábærar sendingar á félaga sína sem skoruðu. Átti alls 14 „assist“ í leiknum. Torfi Magnússon átti mjög góðan leik og skoraði 18 stig, Kristján Ágústsson hitti vel og var stiga- hæstur með 21 stig. StUrla Or- lygsson átti stórleik í vörninni og hélt besta manni Dana al- gjörlega niðri. Þegar Sturla fór út af með 5 villur í upphafi síðari hálfleiks hafði Daninn ekki skorað stig, en eftir að Sturla fór út af skoraði hann 14 stig. Sturla skoraði einnig 2 stig í leiknum. Garðar Jóhannsson skoraði 2 stig, Jón Steingríms- son 2, Flosi Sigurðsson skoraði 13 stig og átti þokkalegan leik, Jón Kr. Gíslason 2, og Valur Ingimundarson 7. Þá léku einnig Norðmenn og Portúgalir á laugardag og Norð- menn mörðu tveggja stiga sigur, 78-76. Belgíska knattspyrnan: Beveren nær öruggt gerðu jafntefli við Lárus og félaga ■ Beveren eru nú nær öruggir um belgíska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir góðan sigur á Lokercn 2-0 á útivelli um helg- ina. Helsti keppinautur þeirra um titilinn, Anderlect, lið Arn- órs Guðjóhnsens, tapaði hins vegar fyrir Lierse á útivelli 2-1. Beveren þarf nú aðeins tvö stig úr þcim tveim leikjum sem eftir eru til þess að tryggja sér titil- inn. Arnór Guðjohnsen gat ekki leikið með Anderlecht frek- ar en uppá síðkastið vegna meiðsla. Lárus Guðmundsson og fé- lagar og Waterschei gerðu jafn- tefli við Seraing 11-1 á heima- velli. „Ég er nokkuð ánægður með að ná jafntefli í þessum leik því níu fastamenn vantar nú í liðið“ sagði Lárus í samtali við NT í gær. Lárusi tókst ekki að skora í leiknum. Sævar Jónsson og og félagar í CS Brugge máttu þola stóran skell hjá nágrönnum sínum í FC Brugge. Sævar og félagar máttu sækja boltann 5 sinnum í netið áður en yfir lauk, og án þess að geta svarað fyrir sig. Önnur úrslit í Belgíu voru þessi: FC Liege-Courtrai..................2-0 Waregem-Beringen ..................0-0 Molenbeek-Malines..............1-3 Standard Liege-Antverpen .... 2-1 Beerschot-Ghent....................0-0 Staða efstu iiðanna í Belgíu er nú þessi: Beveren....... 32 20 5 7 55-32 47 Anderlecht..... 32 18 7 7 74-37 43 FC Brugge...... 32 16 6 10 68-35 42 Standard Liege .. 32 16 10 6 5441 38 Seraing ....... 32 15 11 6 58-47 36 FC Malines..... 32 11 8 13 4441 35 ■ Lárus Guðmundsson og fé- lagar gerðu jafntefli við Bever- en Unglingalandsliðið í körfu stóð sig vel á EM: Tveir íslenskir verðlaunamenn! ■ „Þetta var einu orði sagt alveg einstaklega skemmtileg og góð ferð“, sagði Einar Bolla- son, þjálfari Islenska unglinga- landsliðins í körfubolta, í sam- tali við NT, en eins og kunnugt er þá tók liðið þátt í Evrópu- keppni unglinga í körfubolta í V-Þýskalandi um páskana. ís- lenska liðið var í mjög sterkum riðli, þeir léku við V:Þýskaland, Tékkóslóvakíu, ísrael og Skotland, en karlalið þessara þjóða eru með þeim sterkustu í Evrópu. íslenska liðið stóð sig frábærlega vel í keppninni og lenti í fjórða sæti. ísland - V-Þýskaland íslenska liðið náði stórgóðum leik á móti V-Þýskalandi og hafði yfir í hálfleik, 45-43, og þegar tæpar 3 mínútur voru til leiksloka var ísland yfir, 75-74. Á síðustu tveimur mínútum leiksins náðu Þjóðverjarnir síð- an að gera út um leikinn, sigr- uðu með 10 stiga mun, 89-79. Birgir Mikaelsson var stigahæst- ur með 24 stig, Guðni Guðna- son skoraði 19 og þeir Jóhannes Kristbjörnsson og Hennig Henningsson skoruðu 13 stig hvor. ísland - Tékkóslóvakía íslenska liðið átti aldrei möguleika gegn Tékkunum, sem voru mjög hávaxnir og sterkir. Þrír stórir miðherjar voru í byrjunarliði þeirra og þeir brutu íslenska liðið niður strax í byrjun með stærð sinni og styrkleika. Tékkarnir voru 13 stig yfir í hálfleik og lokatöl- urnar 86-61. Stigahæstir íslend- inganna voru þeir Birgir Mika- elsson og Henning Henningsson með 14 stig hvor, Jóhannes Kristbjörnsson skoraði 11 stig og Guðni Guðnason 10. Island - ísrael íslenska liðið náði mjög góð- um fyrri hálfleik og voru yfir í hálfleik, 34-33. í síðari hálfleik sprungu íslensku strákarnir á limminu, og ísraelsmennirnir gerðu út um leikinn og sigruðu 89-62. Birgir Mikelsson var enn stigahæstur með 20 stig. ísland - Skotland í þessum síðasta leik íslend- inganna á mótinu gjörsamlega rústuðu þeir Skotum, 80-59, og áttu Skotarnir aldrei möguleika í íslenska liðið í leiknum. Guðni Guðnason var stigahæstur ís- lendinganna í leiknum með 24 stig, Birgir Mikaelsson skoraði 18 og þeir Jóhannes Krist- björnsson og Henning Henn- ingsson skoruðu 10 stig hvor. V - Þýskaland vann Til úrslita í mótinu léku síðan V-Þjóðverjar og Tékkar og í hörkuleik náðu Þjóðverjarnir að sigra, 89-81. V-Þjóðverjar urðu sem sé efstir á mótinu með 8 stig, Tékkar í öðru sæti með 6 stig, ísraelsmenn í þriðja sæti með 4 stig, ísland varð í fjórða sæti með 2 stig, en Skotar ráku lestina með ekkert stig. Jóhannes valinn bestur í hófi eftir mótið var síðan Jóhannes Kristbjörnsson, aðal- bakvörður íslenska liðsins, val- inn besti leikmaður mótsins. Jóhannes, sem dvalið hefur í Bandaríkjunum í vetur, hefur tekið gífurlegum framförum í körfubolta og að hann skyldi vera valinn besti maður þessa móts, þar sem bestu körfubolta- þjóðir Evrópu voru mættar til leiks, er mikil viðurkenning fyr- ir íslenskan körfubolta. Birgir skoraði mest Birgir Mikaelsson var stiga- hæsti maður mótsins, skoraði alls 76 stig. Birgir dvelur eins og Jóhannes í Bandaríkjunum þar sem þeir stunda nám í High School og leika körfubolta með skólaliðinu. Birgir mun koma heim í vor- og leika með sínu gamla félagi KR næsta vetur. Jóhannes mun hinsvegar ætla að dvelja lengur í Ameríkunni. Töpuðu síðast með 87 stiga mun Til gamans má rifja það upp að síðast þegar íslendingar og Vestur-Þjoðverjar léku ung- lingalandsleik, fyrir nokkrum árum sigruðú Þjóðverjarnir með 87 stiga mun, þannig að árangurinn er góður nú. „Aldrei séð aðrar eins framfarir“ Ég hef aldrei á ævinni séð aðrar eins framfarir í körfubolta hjá nokkurri þjóð“, sagði júgó- slavenski eftirlistsmaðurinn frá FIBA, Stefanovich, eftir mótið qg miðaði hann þá við leik fslands og V-Þýskalands í Lud- vighaven fyrir nokkrum árum, þar sem ísland tapaði með 87 stiga mun. Stefanovich er einn af varaforsetum Alþjóða Körfu- knattleikssambandsins, FIBA. 6 bakverðir, 1 fram- herji og 3 íukkupollar Þýsku blöðin skrifuðu mikið um mótið og vakti frammistaða íslenska liðsins mikla athygli. í einu blaðinu var talað um að í íslenska liðinu væru 6 bakverð- ir, 1 framherji og 3 lukkupollar. Var þá verið að miða stærð íslenska liðsins við hin liðin sem öll voru með 2-3 menn yfir tvo metra. Frakkland: Laval tapaði ■ Laval, lið Karls Þórðarsonar, reið ekki feitum hesti frá viður- eign sinni við Toulon er liðin léku um helgina í frönsku fyrstudeildar- keppninni í knatt- spyrnu. Toulon sigraði, 2-0. Var þó leikið á heimavelli Laval. Laval er nú í níunda sæti með 36 stig. Barátta Bordeaux og Monaco er enn í al- gleymingi og eru liðin nú efst og jöfn í deild- inni með 52 stig hvort. Bordeaux vann Bastia um helgina en Monaco varð að sætta sig við jafntefli á útivelli gegn Toulouse. Spánn: Bilbæingar meistarar ■ Atletico Bilbao tryggði sér spánska meistaratitilinn í knatt- spyrnu í gær með sigri á Real Sociedad, 2-1 á heimavelli. Þetta er annað árið í röð sem Bilbao sigrar. Það var varnarmaðurinn Inigo Liceranzu sem var hetja dagsins, því hann skor- aði bæði mörk liðsins. Sigurmarkið gerði hann 10 mínútum fyrir leiks- lok og var það 3000. mark Bilbao í spönsku knattspyrnusögunni. Liðin sem féllu eru Cadiz, Real Mallorca og Salamanca. Portúgal: ■ Benfica, steinlá gegn Tuimares um helg- ina er liðin mættust í portúgölsku knatt- spyrnunni um helgina. Guimares setti fjögur mörk en Benfica aðeins eitt. Benfica heldur þó forystu sinni, hefur 49 stig, en Porto er í öðru sæti með 47 stig. Porto gerði jafntefli gegn Rio Ave án þess að mark væri skorað. Sviss: Engispretturnar halda tveggja stiga for- ystu sinni í svissnesku knattspyrnunni eftir sigur gegn Ungu piltun- um frá Bern. Ef við hættum öllum þýðing- um þá hljóðar þetta svona: Grashoppers - Young Boys Berne 3-2. Næstu lið á eftir eru Servette og St. Gallen. Ítalía: Platini og Zico markahæstir ■ Platini er iðinn við að skora mörk fyrir lið sitt Juventus í ítölsku knattspyrnunni. Þessi franski knattspyrnu- snillingur gerði annað mark Juventus í sigri liðsins yfir Inter Mflano um helgina.Hefur Plat- ini nú gert 20 mörk í ítölsku fyrstudefldinni og er markahæstur, einu marki á undan Brasilíumanninum Zico sem gerði tvö mörk fyrir lið sitt Udinese um helg- ina. Luther Blisset náði að gera mark um helg- ina fyrir AC Milanó. Blisset gerði sigurmark liðsins gegn Torínó og var þetta fyrsti sigur AC Milanó í 12 leikjum.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.