NT - 07.05.1984, Qupperneq 4
■ Hagkaup ætlar að halda á-
fram að selja gleraugu þrátt
fyrir að ný löggjöf um sjón-
tækjafræðinga hafi öðlast gildi
við útkomu Stjórntíðinda, en
eins og kunnugt er innihalda
lögin ákvæði um að engum
nema sjóntækjafræðingum sé
heimilt að selja gleraugu.
„Strax á mánudaginn ætlum
við að leita eftir úrskurði heil-
brigðisráðherra um það hvort
þau gleraugu sem við seljum
falli undir þetta lagaákvæði. Við
efumst stórlega um að svo sé
því að í einstaka ríkjum í
Bandaríkjunum, þar sem álíka
lagaákvæði gilda, selja menn
gleraugu af þessu tagi sem
stækkunargler, sem þau vissu-
lega eru,“ sagði Gísli Blöndahl,
fulltrúi framkvæmdastjóra Hag-
kaups, þegar NT hitti hann að
máli í versluninni.
Hann sagði að til vara myndi
verslunin sækja um undanþágu
til ráðherra á þeirri forsendu að
lagasetningin séu mistök. „Við
Því ekki að gera áætlun fyrir vorið í róleg-
heitum heima í stofu?
Það vorar senn
Þarftu að skipuleggja
nýja garðinn þinn,
eða lagfæra þann gamla?
Hringið eba skrifið og ykkur verða sendir
pöntunarlistar yfir allar algengustu plöntu-
tegundir ?camt litprentuðum bækling yfir
garðrósir.
GARÐYRKJUSTÖÐIN
GRÍMSSTAÐIR
Hveragerði - Símar: 99-4161, 99-4230
Vindhögg
Þorsteins
Mánudagur 7. maí 1984
■ Valdleysi Þorsteins Pálssonar í
stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
er að sjálfsögðu óþolandi fyrir hann.
Eftir að hann tók við embætti sínu
hefur nánast ekkert til hans sést né
heyrst. Hann var miklu meira áber-
andi og afgerandi sem herforingi
Vinnuveitendasambandsins áður en
hann fór á þing. Þolinmæði hans er
augljóslega á þrotum því nú er Ijóst
að án forystuhlutverks í ríkisstjórinni
verður aldrei formannsbragur á hon-
um meðal sjálfstæðismanna. Það er
þess vegna heldur dapurlegt fyrir
hann að tilkall hans til ráðherradóms
fyrir helgina er dæmt til að mistakast.
Hvernig stendur á því?
Formaður Sjálfstæðisflokksins væri
sjálfkjörinn sem forsætisráðherra ef
flokkur hans færi með það ráðuneyti.
Hann getur því ekki tekið hvaða
ráðherrastól sem er. Af þeim ráðu-
neytum sem Sjálfstæðisflokkurinn nú
fer með eru aðeins tvö sem hæfa
virðingu hans, utanríkisráðuneytiðog
fjármálaráðuneytið.
Af þessum tveimur kemur aðeins
fjármálaráðuneytið til greina. Pó
Geir Hallgrímsson hafi aldrei verið
snöggur að draga sig í hlé, væri hann
nú vís með að hopa úr stóli sínum
fyrir Þorsteinn arftaka sinn. Það eitt
sér er hins vegar til lítils því sérhæfing
Þorsteins í pólitíkinni er í efnahags-
málunum, í reynd eins langt frá
utanríkismálunum og hugsanlegt er.
Að setja Þorstein í utanríkismálin
væri eins og að gera Jóhannes Nordal
að Þjóðleikhússtjóra.
Samt gæti brottför Geirs úr ríkis-
stjórninni hugsanlega opnað mögu-
leika á uppstokkun og tilfærslum milli
ráðuneyta, þannig að hið valdamikla
fjármálaráðuneyti myndi losna fyrir
Þorstein.
Eðlilegasti framgangurinn í þessari
leikfléttu væri sá, að Matthías Á.
Mathiesen, viðskipamálaráðherra,
sem hefur staðið sig þokkalega á
vettvangi Norðurlandaráðs, færi í
utanríkismálin og Albert Guðmunds-
son færi í viðskiptamálin. Fyrir
flokkseigendafélagið og Þorstein er
þetta óskalausnin. Höfuðverkur
þeirra er hins vegar sá, að Albert
siglir þessum áformum í strand.
Enginn ráðherranna er sérlega fús
að láta reka sig úr ríkisstjórninni. Slík
mannaskipti á miðjum kjörtíma hafa
ekki rnikið tíðkast hér á landi og fela
því í sér allt of mikla hneysu fyrir
viðkomandi ráðherra.
Albert myndi, til dæmis, aldrei láta
færa sig niður í óvirðulegra ráðuneyti
í tilfærslum bak við tjöldin. Þaðer allt
of veikur leikur fyrir hann. Því síður
lætur hann þingflokkinn reka sig úr
Lögin um gleraugnasölu öðlast gildi:
„Við höldum áfram
að selja gleraugu“
segir Gísli Blöndahl í Hagkaup
ríkisstjórninni með skít og skömm.
Ef hann fer verður það að vera að hans
eigin frumkvæði og vegna einhvers
tilbúins ágreinings, sem hann getur
gert sér fjölmiðlamat úr. Hann þarf
einnig að hafa góða ástæðu fyrir
sjálfan sig til að yfirgefa ríkisstjórn-
ina. Metnaður Alberts er alveg jafn
mikill og verið hefur.
Foringjakreppan í Sjálfstæðisflokk-
num er þvf langt frá því að vera
leyst. Ef formaðurinn og flokksvélin
hefðu næg völd í flokknum væri löngu
búið að setja Þorstein í fjármálaráðu-
neytið í kyrrþey.
Sú staðreynd að Friðrik og Þor-
steinn bera vansæld sína á torg þessa
dagana endurspeglar sjálfhelduna í
flokknum. Árásir þeirrá á ríkisstjórn-
ina og Albert eru vindhögg örvænt-
ingarinnar, enda hlær Albert að þeim
og segir þá drengina vera ansi
„greinda".
Albert hló líka þegar Þorsteinn
ætlaði að taka hann á beinið eftir
sérsamning Alberts við Dagsbrún í
vetur. Þorsteinn hlýtur að hafa lagst í
þunglyndi eftir þann ösigur.
Staða Þorsteins er augljóslega
óþolandi. Ef óbreytt ástand varir til
næstu formannskosninga verður hann
þá að engu orðinn. Menn eins og
Davíð Oddson og jafnvel Albert
myndu standa langt fyrir ofan hann.
Friðrik Sophusson, varaformaður,
færi í sama farveg og Ellert Schram.
Valda- og verkefnalaus myndi hann
sigla út úr pólitíkinni, eða dorma
áfram í leiðindum lognmollunnar.
Eini möguleikinn sem Þorsteinn á
er sá, að ríkisstjórnin liðist í sundur.
Það gæti gerst með átökum við Fram-
sóknarflokkinn, eða, það sem lík-
legra er, með því að ÁSÍ fari fram
með hörku í kjarabaráttunni í haust.
Þá sæi flokksvél Sjálfstæðisflokksins
sér leik á borði í því að slíta stjórnar-
samstarfinu og boða til kosninga um
það hvort ASI eða ríkisstjórnin eigi
að stjórna landinu. Útkoma Sjálf-
stæðisflokksins úr kosningum í haust
gæti orðið góð og þá yrði Þorsteini
tryggt forsætisráðuneytið í nýrri ríkis-
stjórn.
Svo kaldhæðnislegt sem það annars
er, kann svo að vera að ASÍ hafi
framtíð Þorsteins Pálssonar í for-
mannsembætti Sjálfstæðisflokksins í
höndum sínum.
Skuggi
erum þess fullvissir að ef þing-
menn og ráðherrar skoða sinn
hug vandlega munu þeir fallast
á okkar sjónarmið. Einfaldlega
vegna þess að við seljum ódýrari
gleraugu en fáanleg eru annars
staðar hér á landi og fólk hefur
kunnað að meta það, sérstak-
lega eldra fólk, sem ekki hefur
úr miklu að spila" sagði Gísli.
- Óttist þið einhverjar að-
gerðir - annað hvort hins opin-
bera eða sjóntækjafræðing-
anna?
„Nei. Ég get ekki ímyndað
mér að farið verði í harðar
aðgerðir gegn okkur. Það eru
allir sammála um að hér er
engin hætta á ferðum - ekki
frekar en af magnylsölu án til-
vísunar frá lækni,“ sagði Gísli.
■ Gísli Blöndahl, fulltrúi framkvæmdastjóra Hagkaups, rýnir í
Stjórnartíðindi. Viðskiptavinur skoðar hina forboðnu vöru, gler-
augun. NT-mynd Árni Sæberg