NT


NT - 07.05.1984, Side 5

NT - 07.05.1984, Side 5
Togari Patreksfirðinga Beið eftir lönduní þrjá daga ■ Landburður af fiski hefur verið á Patreksfirði undanfarið og hefur frystihúsið á staónum ekki haft undan að vinna aflann. í vikunni sem leið kom Sigurey, togari Patreksfirðinga, að landi með fullfermi, grálúðu að megninu til, og þurfti hún að bíða löndunar í eina þrjá sólar- hringa. „Þetta var nú eftir stutta veiðiferð svo það var engin sérstök hætta á ferðum. Enda veit ég ekki annað en hráefnið sem upp úr skipinu kom hafi verið gott,“ sagði Jens Valdim- arsson, stjórnarformaður frysti- hússins, í samtali við NT. Hann sagði að allur floti Pat- reksfirðinga hefði veitt mjög vel að undanförnu og það hefði gerst nokkuð oft að bátar hefðu þurft að bíða löndunar. Sömu sögu væri hægt að segja frá flestum sjávarplássum á Vest- fjörðum. Kaupfélögin græða ■ Aðalfundur KEA og Kaup- félags Skagfirðinga voru haldnir fyrir skömmu og kom þar fram að kaupfélögin höfðu skilað hagnaði á síðasta ári. KEA sem mun vera lang- stærsta kaupfélag landsins og fimmtánda stærsta kaupfélag á norðurlöndum, skilaði fimm millj. króna hagnaði á s.l. ári. KEA er blandað kaupfélag neytenda og seljenda og munu báðir aðilar því njóta góðs af arðinum. Rekstur Kaupfélags Skagfirð- inga skilaði um 1,3 millj. króna tekjuafgangi á síðasta ári, eftir að eignir félagsins höfðu verið afskrifaðar um tæpar 9 millj. króna. Heildarvelta félagsins á síðasta ári, að meðtalinni veltu Fiskiðju Sauðárkróks, varð um 760 millj. króna. Fjárfestingar félagsins voru sagðar með mesta móti á síðasta ári. okkarer KitchenAid UPPÞVOTTAVÉLIN 6 þvottaprógröm Sparar orku, - Þvær allt án þess að skola áður. - Emeleruð að innan. Auðveldari hirðing og betri ending. Mjög hljóðlát. Fjölbreytt litaval. Margra áratuga frábær reynsla 32.985 (Staðgreiðsluverð). ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38900 - 38903 Nú aðeins kr. mi # SAMBANDSINS

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.