NT


NT - 18.05.1984, Síða 1

NT - 18.05.1984, Síða 1
Fræðsluskrifstofan í Reykjavík: ■ Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi sam- komulag milli borgarstjóra og menntamálaráðuneytisins varð- andi yfirstjórn fræðslumála í Reykjavík. Menntamálaráðherra, Ragn- hildur Helgadóttir, undirritaði samkomulagið fyrir hönd ráðu- neytisins í fyrradag og upplýstist það þegar nokkuð var liðið á fundinn. Samkvæmt samkomulaginu verður fræðsluskrifstofa Reykjavíkur lögð niður sem borgarskrifstofa, en í staðinn komi skólaskrifstofa Reykja- víkur er fari með þann hluta fræðslumála í borginni, sem flokkast undir sveitastjórnar- mál. Fræðsluskrifstofa Reykjavík- urumdæmis fer með aðra þætti fræðslumála. Sigurður E. Guðmundsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í borg- arstjórn, greiddi atkvæði með meirihlutanum, en minnihlut- inn var að öðru leyti andvígur breytingunum. Ekki urðu umræður um málið langar, og vitnuðu borgarfull- trúar til fundar borgarstjórnar fyrir rúmu ári, þar sem þessi mál voru til umræðu en þar urðu harðar umræður sem stóðu í átta tíma. NT hafði í gærkvöldi sam- band við fræðslustjórann í Reykjavík, Áslaugu Brynjólfs- dóttur. Sagði Áslaug að hún hefði aldrei verið á móti þessari breytingu, ef hún stæðist sam- kvæmt lögum. „Ég vona að Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur- umdæmis fái þau stöðugildi sem henni ber,“ sagði Áslaug að lokum. sinn ■ Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað svila sinn, Þórð Örn Sigurðsson, lektor í róm- önskum málum með sér- stöku tilliti til spænsku við Háskóla íslands. Var skipun- in tilkynnt með bréfi frá menntamálráðuneytinu án þess að tilmæli hefðu borist frá heimspekideild háskól- ans, eins og þó mun vera venja við svona skipanir. „Þetta er vissulega óvenju- lektor leg málsmeðferð af hálfu ráð- uneytisins," sagði Svein- björn Rafnsson, forseti heimspekideildar háskólans, í samtali við NT í gær. Hann sagði að Þórður Órn hefði verið settur kennari við heimspekideildina um tveggja ára skeið og setning- in hefði ekki verið í samræmi við óskir deildarinnar. Sér- stök dómnefnd hefði fjallað um hæfni Þórðar á sínum tíma, raunar tvisvar, og í bæði skiptin komist að þeirri niðurstöðu að hann uppfyllti ekki skilyrði til að gegna stöðunni. „Hann sótti einu sinni en fékk ekki hæfnis- dóm. Síðan sótti hann aftur og þá hafði eitthvað lítið bæst við af rannsóknum og niðurstaða nefndarinnar var á sömu lund,“ sagði Svein- björn. - Hvað finnst forseta heimspekideildar um þessa skipun? „Ráðuneytið er náttúru- lega okkar yfirvald og við verðum að hlíta skipunum þess. Svo að það í rauninni skiptir engu máli hvað mér finnst. Þetta er orðinn laga- gerningur og endanlega af- greitt mál,“ sagði Svein- björn. ■ Fegurðardrottning íslands fyrir árið 1984 verður krýnd með viðhöfn á skemmtistaðnum Broadway í kvöld. í gærkveldi voru þátttakendur að undirbúa sig undir keppnina í einni líkamsræktarstöð borgarinnar, og sjást hér sjö þeirra munda ýmis líkamsræktartæki. NT-mynd: Arni Sæberg Arnarflug: Gerir árs- samning um leigu á Boeing 707 ■ í gærkvöldi undirrit- uðu Arnarflugsmcnn 12 mánaða samning í London um leigu á Boeing 707 vöruflutningavél félags- ins. „Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir félagið" sagði Agnar Friðriksson í viðtali við NT. Það er breskt félag Westcoast Airlines Ltd. sem tekur vélina á leigu og hyggst nota hana í vöruflutningum frá Evrópu til Afríku. Fyrsta ferðin verður á mánudag- inn frá London til 3ja Afríkulanda. Félagið rek- ur fyrir 3 vélar í farþega- flugi. Arnarflugsmenn hafa ekki haft fastan samning fyrir þessa vél síðan í febrúarlok og hefur hún verið.í tilfallandi verkefn- um. Hún ber 42 tonn af vörum. Tvær áhafnir, alls fi manns fylgja vélinni til hins breska félags. ■ Múhameð hinn tyrkneski lét ekki kalt veður aftra sér frá því að taka þátt í mótmælum starfsmanna BMW verksmiðjanna í Þýskalandi í gær. Hann ásamt átta þúsund starfsbræðra hans, voru að mótmæla þeirri ákvörðun BMW verksmiðjanna að loka flestum verksmiðja sinna og senda fjörutíu þúsund starfsmenn heim, án launa. Er þetta gert vegna verkfalls í stáliðnaði í Þýskalandi. Stáliðnaðarmenn fóru í verkfall til að reyna að knýja fram þrjátíu og fímm stunda vinnuviku. Múhameð minnir óneitanlega dálítiö á Lech Walesa hinn pÓlska. Mynd: POLFOTO Landbúnaðarráðherra með bráðabirgðalausn í kartöflumálinu: Veitir tímabundið sameig- inlegt innflutningsleyfi - til þeirra fyrirtækja sem sótt hafa um síðustu vikuna ■ Landbúnaðarráðherra er tilbúinn að veita þeim sex fyrirtækjum sem sótt hafa um leyfi til innflutnings á kartöflum hingað tímabundið, sameiginlegt innflutningsleyfi fyrir ákveðnu mágni, verði þess óskað, enda verði innflutningi hagað þannig að auðvelt verði að koma eftirliti við vegna sjúkdómavarna og fylgt verði gildandi reglum um dreifingu, mat, verðlagningu og flokkun á hinum innfluttu afurðum. Er hér um að ræða bráða- birgðalausn sem ráðherra legg- ur til þar til að nefnd sem hann hefur skipað um þessi mál skilar áliti sínu, en hún hefur eindregið ráðið honum frá því að ráðast í breytingu á núver- andi sölukerfi, án þess að mál- ið hafi fengið frekari um- fjölluri. I bréfi ráðherra til fyrr- greindra aðila um þessi mál segir m.a. að náist ekki sam- staða um þessa leið vilji ráðu- neytið stuðla að því að forða verðmætum frá skemmdum pg greiða fyrir að koma þeim kartöflum. á markað, „sem sannanlega hafa þegar verið keyptar til landsins, án þess að leyfa hafi áður verið aflað“. Jafnframt er það skilyrði sett að kartöflunum verði dreift í samræmi við starfsreglur Grænmetisverslunar landbún- aðarins, þannig að ekki verði um mismunun milli aðila í smásöluverslun að ræða.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.