NT - 18.05.1984, Qupperneq 4
’nV.* íhÍ.6? '
Föstudagur 18. maí 1984
Fjögur banaslys í um-
ferðinni í júnímánuði?
■ Samkvæmt líkum töl-
fræðinnar verða fjögur banaslys
í umferðinni í júní. Samkvæmt
meðaltali síðastliðinna 18 ára
hafa orðið tvöfalt fleiri banaslys
í umferðinni í júní en í maí.
Þetta kemur m.a. fram í skýrsiu
sem Umferðarráð hefur tekið
saman um umferðarslys á árinu
1983 samkvæmt skráningu lög-
reglu.
Heildarslysatala er einnig
mjög há yfir sumarmánuðina,
sérstaklega í dreifbýli, þegar
umferð á þjóðvegum landsins
eykst verulega.
A fundi sem stjórn U mferðar-
ráðs hélt með fréttamönnum
nýlega kom fram að reynslan
sýndi að þegar aksturssicilyrði
■ Líkur benda til að umferðarslysum fjölgi verulega í ár miðað við síðasta ár, og tölfræðilegar lýkur
benda til að 24 látist í umferðarslysum árið 1984.
Cannes:
Mekka kvikmyndanna
Frá Gudlaugi Hergmunds.syni blaðamanni
NT í Cannes.
■ Kvikmyndahátíðin í Cann-
es er nú rétt rúmlcga hálfnuð
og í gær lifnaði aftur yfir borg-
inni eftir tveggja daga synda-
flóð. Strendurnar fylltust og
smástirnin eða „starletturnar"
eins og þær eru kallaðar tóku
aftur að fækka fötum fyrir
Ijósmyndara og aðra sem vildu
fylgjast með. Hefðirnar má'
ekki brjóta.
Alls hafa nú verið sýndar
ellefu kvikmyndir í opinberu
samkeppninni og höfundar
þeirra eru nokkrir af fremstu
starfandi kvikmyndaleik-
stjórum, menn eins og Verner
Herzog frá Þýskalandi, Grikk-
inn Theo Angelopoulof, Marta
Meszarof frá Ungverjalandi og
franski leikstjórinn Bertrand
Pavernier. Auk þess hafa tveir
nýliðar vakið athygli, danski
leikstjórinn Lars von Prier og
„Verðum að sækja
réttlætið sjálf“
Philippínski leikstjórinn Sino Brocka
fordæmir harðstjórn Marcosar
Philipseyjarforseta
Frá Guðlaugi Hcrgmundssyni
blaðamanni NT í Canne.s
■ „Ég lagði ekki áherslu
á listrænt gildi, þegar ég
gerði þessa kvikmynd.
Hún var gerð til að koma
ríkisstjórn Marcosar í
klípu. Við gerum allt til að
lýsa fyrirlitningu okkar á
stjóminni og við viljum að
hún fari frá."
Þetta sagði philippínski
leikstjórinn Sino Brocka
á fundi með frétta-
mönnum í gær eftir sýn-
ingu myndar hans Bayan-
Ko, sem tekur þátt í sam-
keppninni. Pað má kalla
myndina sakamálamynd,
en bakgrunnurinn er fé-
lagslegt óréttlæti, harð-
stjórn og kúgun á Philipps-
eyjum.
Sino Brocka gerði
my ndina með ley nd og var
henni smyglað úr landi
svo hún gæti komist á
hátíðina í Cannes, þar eð
stjórnvöld hefðu aldrei
leyft henni að fara úr landi
og óvíst er hvort hún fæst
nokkurn tíma sýnd í
heimalandi höfundarins.
Sino Brocka á það á hættu
að verða handtekinn og
jafnvel dæmdur í fangelsi
ef hann snýr aftur til
heimalands síns, en hann
ætlar samt að fara og halda
áfram að berjast fyrir
mannréttindum Philipps-
eyinga. Brocka sagði, að
með því að smygla mynd-
inni úr landi hefði hann
verið að brjóta lög. En
með því að fara eftir
lögum landsins, væri ekki
hægt að gera myndir sem
væru einhvers virði.
„Við munum því halda
áfram að brjóta lögin,“
sagði hann. Brocka sagði
að eftir morðið á Benigno
Aquino hefðu listamenn á
Philipseyjum komist að
því að ekki þýddi að vinna
iiver í sínu horni gegn
stjórninni, heldur yrðu
þeir að sameinast í barátt-
unni.
„Stjórnvöld hafa sagt
okkur að okkar starf sé að
skemmta almenningi en
ekki að taka þátt í stjórn-
málum, en kvikmyndin er
besti miðillinn til að vekja
pólitíska vitund almenn-
ings. Phiiippínska þjóðin
krefst réttlætis og þar sem
núverandi stjórnvöld veita
það ekki verðum við að
sækja það sjálf,“ sagði
Sino Brocka kvikmynda-
leikstjóri frá Philipps-
eyjum.
Pat O’Connor frá írlandi.
Á þessari stundu er erfitt að
segja nokkuð um hvaða mynd
er sigurstranglegust, því enn
eiga nokkrir frábærir leikstjór-
ar eftir að sýna myndir sýnar.
Þar skal fyrstan telja gömlu
kempuna John Houston, en
mynd hans Undir eldfjallinu
verður sýnd í dag. Aðrir eru
indverski snillingurinn Stayajit
Ray, Vim Wenders, Jerzy
Skolimowski og Marco Bel-
klocchio. Þá verður sýnd ný
mynd eftir spaghetti kónginn
Sergio Leone: Once upon a
time in America. Þetta er
fyrsta mynd Leone í tíu ár og
er hún sýnd utan samkeppni.
Það á einnig við um síðustu
mynd Woody Allens: Broad-
way Danny Rose.
Það virðast einkum vera
fjórar myndir sem hafa fengið
hvað jákvæðasta gagnrýni til
þessa. Sunnudagur í sveitinni,
eftir Pavernier, Ferðalag til
Cythera, eftir Angelopoulof.
Dagbókarbrot eftir Meszarof
og Heilögu sakleysingjarnir
eftir Spánverjann Darío
Camus.
Kvikmyndahátíðin í Cannes
er þó ekki eingöngu sam-
keppni um Gullpálmann. Hér
eru einnig nokkrar smærri hlið-
arhátíðar þar sem reynt er að
sýna það athyglisverðasta sem
ungir leikstjórar alls staðar í
heirninum eru að fást við og
skal þar nefna LaQuimzaine
des Rdafisadeurf, þar sem
Atómstöðin var sýnd.
En hér er ekki bara verið að
sýna myndir til að sýna þær.
Samtímis kvikmyndahátíðinni
sjálfri fer fram alþjóðlegur
kvikmyndamarkaður þar sem
frantleiðendur falbjóða vöru
sína, allt frá klámi upp í
svokallaðar listrænar myndir.
Cannes er því sannkölluð
Mekka kvikmyndalistarinnar
og kvikmyndaiðnaðarins þessa
maí daga.
Lokatónleikar Söng-
skólans í Reykjavík
w
■ Lokatónleikar úr Söngskól-
anum í Reykjavík verða 18.,
23., og 25 maí kl. 20.30 og 20
maí kl. 15.00 í Tónleikasal söng-
skólans að Hverfisgötu 45 í
Reykjavík. VIII stig próf taka
Hanna Eiríksdóttir, Svanhildur
Sveinbjörnsdóttir, Friðrik S.
Kristinsson, Theodóra Þor-
steinsdóttir og Sigurjón Guð-
mundsson. Kennarapróf taka
Kjartan Ólafsson og Stefán
Guðmundsson, og einsöngspróf
Elín Ósk Óskarsdóttir.
hér á landi eru best, verða einn-
ig flest og alvarlegustu umferð-
arslysin, e.t.v. vegna aukins
aksturshraða. Óli H. Þórðarson
framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs, sagði að svo virstist sem
þörf væri á að senda öku-
mönnum viðvaranir í fjölmiðl-
um, eitthvað á þessa leið: Góðir
ökumenn, í dag er bjart veður
og akstursskilyrði góð. Sýnið
því sérstaka varúð í umferðinni.
Umferðarslysum fækkaði
töluvert á Norrænu umferðarör-
yggisári 1983, miðað viðfyrriár,
m.a. létust 18 í umferðarslysum
sem er það fæsta síðan árið
1969. Reynsla fyrri ára og slysa-
tölur það sem af er þessa árs
benda þó eindregið til þess að
mun fleiri umferðarslys verði á
árinu 1984 en í fyrra. Á fundin-
um kom fram að minna fjár-
magni er veitt til Umferðarráðs
og annarra aðila sem starfa að
umferðarmálum, til umferðar-
fræðslu og áróðurs en í fyrra, og
hefði það að sjálfsögðu sitt að
segja þó starf Norræna umferð-
arársins hefði tvímælalaus haft
varanlegt áhrif.
Samkvæmt þessu áætlar Um-
ferðarráð að búast megi við 24
banaslysum í umferðinni í ár ef
miðað er við tölfræðilegt með-
altal undangenginna ára.
■ Úr þessum manni hafa
augun verið stungin.
Myndin er tekin í E1 Salva-
dor 1981.
„Stöðvum
pyntingar“
á Lækjar-
torgi í dag
■ „Pyntingar er hægt að
stöðva" eru einkunnarorð
útifundar sem haldinn
verður á Lækjartorgi kl.
17 í dag. Kristín Ölafs-
dóttir og Þorvaldur Örn
Árnason, skemmta fund-
argestum með tónlist og
Sveinn Einarsson les
frumort Ijóð auk þess sem
haldnar verða stuttar
ræður.
Útifundurinn er liður í
herferð Amnesty Inter-
national gegn pyntingum
en þær eru enn stundaðar
víða um heim, m.a. í
vissum löndum Vestur
Evrópu.
Kynnir á fundinum
verður Ævar Kjartansson,
dagskrárstjóri.
■ Benedikt Jóhannesson, kennari, Finnur Lárusson, annar kepp-
andinn, og Viðar Ágústsson, þjálfari Ólympíuliðsins. Vilhjálmur
Þorsteinsson, sem einnig keppir fyrir Islands hönd, var ekki á
blaðamannafundinum þar sem myndin var tekin.
Ólympíuleikar í eðlisfræði
íslendingar
meðí l.sinn
■ Það hefur löngum veríð
æðsta takmark íslenskra afreks-
manna í frjálsum íþróttum að
komast á Olympíuleika eins og
best sést á því hvað margir
þeirra æfa nú stíft til að ná iág-
marksárangri í sinni grein til að
fá að vera með í Los Angeles í
sumar. En það eru fleiri Islend-
ingar en frjálsíþróttamenn að
æfa fyrir Ólympíuleika um þess-
ar mundir. Við munum í fvrsta
skipti eiga okkar fulltrúa á Ól-
ympíuleikunum í eðlisfræði, en
þeir verða haldnir í Sigtuna í
Svíþjóð síðustu vikuna í júní og
á þeim verða þátttakendur frá
22 þjóðum.
Ökkar menn verðá þeir Finn-
ur Lárusson og Vilhjálmur Þor-
steinsson en þeir urðu efstir í
úrslitakeppni um þátttökurétt-
inn sem fram fór í HÍ í apríl síð-
astliðnum, en báðir voru þeir
fulltrúar Menntaskólans ■
Hamrahlíð.
„Þjálfunin hófst strax í I
vorprófa og var haldið áfr;
þangað til annar strákan
þurfti að fara utan um tíma,
þrem dögum áður en hak
verður út munum við taka u
þráðinn að nýju,“ sagði Vic
Ágústsson. eðlisfræðikennar
Fjölbrautaskólanum í Bre
holti, en hann sér um þjálf
Finns og Vilhjálms.
Viðarsagði að þjálfunin fæl
í því að reikna út dæmi úr har
bók frá síðustu Ólympíuleiku
sem haldnir voru í Póllandi. Si
an hefði verið farið í tilraunir
unnið stuttlega úr þeim, er
Sigtuna verður einum keppn
degi varið til verklega þáttarii
Síðan væru það dæmareiknir
ar og þrautalausnir meiri reik
ingur og fleiri lausnir.