NT - 18.05.1984, Page 5
Föstudagur 18. maí 1984 J ! 5
Flugleiðir þurfa að
punga út 31 milljón
■ Flugleiðir hafa tapað skaða-
bótamáli sem flugmenn Air
Bahama höfðuðu á hendur fé-
lagsins. Var Flugleiðum gert að
greiða flugmönnum 28 miUjónir
króna auka 3 mUljóna í máls-
kostnað. Dómur í málinu var
kveðinn upp í New York.
Upphaf þessa máls er, að
þegar Flugleiðir tóku að sér
vöruflutning fyrir Air India
sinntu flugmenn Air Bahama
því flugi að öllu leyti. Eftir að
samdráttar fór að gæta á
Norður-Atlantshafsleiðinni
settu Flugleiðir íslenska flug-
menn inn í þessi störf í vaxandi
mæli til þess að komast hjá því
að segja upp íslenskum fluglið-
um. Pegar enn þrengdist um árin
1979 og 1980 voru íslenskir
flugmenn einnig látnir fljúga á
hefðbundnum leiðum Air Ba-
hama flugmanna, það er milli
Luxemburgar og Nassau á Ba-
hama, enda sóttu íslenskir flug-
menn mjög fast að fá störf á
þessum leiðum. Flugi Air Ba-
hama var hætt fyrir nokkru en
vöruflutningaflug fyrir Air India
hélt áfram þar til fyrir rösku ári.
Niðurstaða dómsins byggist
á því að flugmönnum Air Ba-
hama hafi verið mismunað.
Þeim hafi beinlínis verið sagt
upp störfum til þess að láta
íslenska flugmenn taka við.
„Þess má geta að í öll þau ár
sem Air Bahama starfaði kom
aldrei til verkfalla hjá flug-
mönnum félagsins né til tafa af
flugmanna völdum", segir í frétt
frá Flugleiðum um dóminn.
Einnig segir að nú sé verið að
athuga hvort málinu verði áfrvi-
- af því
þeir ráku
flugmenn
Air Bahama
tilað
íslenskir
flugmenn
misstu
ekki
vinnuna
að, en dómurinn var birtur á skrif-
stofu Flugleiða í New York í
fyrradag.
Bifreiðin er gerónýt eftir að hafa lent á tréljósastaur við Elliðavog.
NT-mynd Sverrir.
Missti stjórn á bifreiðinni og hafnaði á Ijósastaur:
Hlaut alvarleg innvortis meiðsl
■ Ungur maður hlaut innvort-
is meiðsl þegar hann missti
stjórn á bifreið sinni á EUiða-
vogi um kl. 12.00 í gær, með
þeim afleiðingum að bifreiðin
lenti á tréljósastaur. Að sögn
lögreglu var maðurinn ekki í
lífshættu í gærkvöldi en hann
hafði þá gengist undir aðgerðir
þar sem m.a. þurfti að fjarlægja
úr honum miltað.
Ekki er vitað nákvæmlega
um tildrög slyssins en bifreið
mannsins lenti fyrst upp á um-
ferðareyju, og rann eftir henni
80-90 metra áður en hún lenti á
staurnum. Við áreksturinn
kviknaði í bílnum en vegfar-
anda tókst að slökkva eldinn
áður en hann komst í eldsneyt-
istank.
Bifreiðin er gerónýt eftir á-
reksturinn.
Raðsmíðabátar Slippstöðvarinnar
á Akureyri illseljanlegir:
Fiskveiðasjóður
vill ekki lána til
bátakaupanna
■ Fiskveiðasjóður hefur hafn-
að tveimur umsóknum um lán
til kaupa á raðsmíðabátum frá
Slippstöðinni á Akureyri.
Voru það Þór hf á Eskifirði
og aðilar á Þórshöfn sem sóttu
um lánin.
Bátarnir sem hér um ræðir
eru um 280 tonn og var umsamið
kaupverð þeirra um 110 mill-
jónir fyrir hvorn.
Að sögn Más Elíssonar, for-
stjóra Fiskveiðasjóðs, lánaði
Fiskveiðasjóður ekki til ný-
sntíða á síðasta ári, og gerir
líklega ekki í ár. Hann sagði að
bátar þessir hefðu ekki verið á
fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir
árið 1984. Einnig sagði Már að
bátar þessir væru mjög dýrir og
óvíst hvort þeir gætu borið sig.
Fjármálastjóri Slippstöðvar-
innar, Jóhann Pétur Andersen
Sagði að þetta væri bagalegt
fyrir Slippstöðina: „Þeir verða
hérna lagervara hjá okkur ein-
hvern tíma.“ Hann sagði einnig
að án lánafyrirgreiðslu frá Fisk-
veiðasjóði væru bátar þessir ill-
seljanlegir.
Mársagði að Fiskimálasjóður
hefði haft milli tvö og þrjú
hundruð milljónir króna til ráð-
stöfunar þetta árið og hefði því
■ Már Elísson.
fé að mestu verið ráðstafað.
Hann sagði að það væri eðli-
legur gangur á málum hjá
sjóðnum. Lánsloforð væru af-
greidd á fyrri hluta ársins.
Herferð í gærdag gégn
óskoðuðum bílum:
Tveir bílar reynd-
ust í lagi af 40!
■ Bifreiðaeftirlit ríkisins hóf í
gær herferð gegn óskoðum bíl-
um í samvinnu við umferðar-
deild lögreglunnar í Reykjavík.
Kratar sátu
ekki hjá
■ í frétt NT í gær um lög á
flugmenn var mishermt að al-
þýðuflokksmenn í neðri deild
hefðu setið hjá í málinu. Hið
rétta er að þeir greiddu atkvæði
með ríkisstjórninni, samþykktu
lögin.
Lögreglan færði 40 bfla til
skoðunar milli kl. 17-20 og af
þeim reyndust tveir vera í lagi,
einn fékk frest, notkun á 29 var
bönnuð og númer voru klippt af
átta bflum.
Að sögn Lárusar Sveinssonar
í skoðunardeild Bifreiðareftir-
litsins segja þessar tölur ekki
allt um ástand bíla almennt, því
aðallega voru stöðvaðir þeir bíl-
ar sem illa litu út.
Lárus sagði að fleiri herferðir
af þessu tagi væru áætlaðar á
næstunni.
■ Hluti bflanna sem lögreglan
færði til skoðunar í gær fyrir
utan Bifreiðareftirlit ríkisins.
NT mynd Róbert.