NT - 18.05.1984, Page 18

NT - 18.05.1984, Page 18
Föstudagur 18. maí 1984 18 Leikhús Leikfélag Reykjavíkur ■ Úr djúpinu eftir Svíann Lars Norén er á fjölum Iðnó í kvöld og er það 10. sýning. Annað kvöld er sýning á Gísl, sýningar á því verki eru orðnar á 5. tuginn og hefur verið upp selt á allar. Á sunnudagskvöld verður svo sýning á hinu nýja verki Sveins Einarssonar, Fjöregg. Þjóðleikhúsið ■ Gæjar og píur söngleikur- inn vinsæli verður á dagskrá hjá Þjóðleikhúsinu í kvöld, annað kvöld og sunnudags- kvöld og er uppselt á allar sýningar. Þeir sem ekki hafa náð í miða, en vilja fara í Þjóð- leikhúsið samt, eiga þess kost að sjá síðustu sýningar á hinu vinsæla barnaleikriti Olgu Guörúnar Árnadóttur Amma þó sem verða á morgun kl. 15.00ogásunnudagkl. 15.00. Leikfélag Akureyrar ■ Um helgina eru 19. til 21. sýning á hinu sívinsæla barna- leikriti EGNERS Kardi- mommubænum hjá Leikfélagi Akureyrar, þetta er fjölmenn og glaðleg sýning með 28 manna hópi leikara, dansara og barna og 10 manna hljóm- sveit Tónlistarskóla Akureyr- ar, sem Roar Kvam stjórnar. Soffía frænka leikur Sunna Borg, sem um síðustu helgi hlaut styrk úr menningarsjóði frá Stefaníu Guðmundsdóttur, eftir hátíðarsýningu á Kardi- mommubænum. Ræningjar Kasper, Jesper, og Jónatan leika þeir Þráinn Karlsson, Bjarni Ingvarsson, og Gestur E. Jónsson, og Bastin bæjar- fógeta leikur Björn Karlsson. Leikstjóri Kardimommbæins á Akureyri er Theodór Júlíus- son. Sýningar um helgina, föstud. kl. 20:00, laugard, kl. 17:00 og sunnud. kl. 15:00. ■ Sviðsmynd úr Amma þó. Síðustu sýningar um helgina. Myndlist___________ Sýning Þjálfunarskólans ■ Efling hugar og handar er yfirskrift handmenntasýningar í Gerðubergi sem verður opn- uð á morgun og stendur til 27 maí. Nemendur úr Þjálfunar- skóla ríkisins sýna. ■ WaldoBien. Hafnarborg Hafnarfirði ■ Sýning Jóns Gunnarsson- ar- Síðasta sýningarhelgi. Nýlistasafnið á morgun: Einstæð videósýning ■ Hollenskur nýlistamaður, Waldo Bien heldur videósýn- ingar í nýlistasafninu á morgun kl. 16.00. Annars vegar mun hann sýna 30 mínútna langa mynd sem hann kallar Regal Star Project og hins vegar sýnir hann spólur með úr klukkustundar löngum þætti, sem varpað var life í gegnum sjónvarpsstöðvar í París, New York og Nýju Dehli og 160 miljónir manna fylgdust með að áætlað er. Þátturinn nefnd- ist „Good Morning Mr. Orwell“ og var hugsunin að sýna fram á að Orwell hefði ■, Hanna María Karlsdóttir í leikriti Lars Noren, Bros úr djúpinu, sem Iðnó sýnir um þessar mundir. haft rangt fyrir sér í hinni frægu sögu sinni „1984“. í dag væru sjónvarpssendingar í gegnum gervihnetti afl sem hægt væri að nota jarðarbúum til heilla og framfara. Ferðalog ■ Á sunnudag verður farið í dagsferðir á vegum Útivistar. Fuglaskoðunarferð verður far- in á Reykjanes og Hafnaberg undir leiðsögn Árna Waag, en á þessari leið má sjá flestar tegundir sjófugla. Þátttakend- um er bend á að hafa með sér sjónauka og fuglabók AB. Hin ferðin er strandganga um Háleyjabungu og Reykja- nes. Brottförkl. 13.00 fráBSÍ. Fundir og mannamót Fundir og mannamót ■ Næstkomandi sunnudag, 20. maí kl. 16, halda þeir Guðni Franzson klarinettu- leikari og Snorri Sigfús Birgis- son píanóleikari tónleika að Logalandi í Borgarfiðri. Á efnisskránni eru verk eftir C. M. von Weber, J. Brahms, D. Milhaud, O. Messiaen og Hróðmar Sigurbjörnsson. Tónleikarnir eru liður í undir- búningi fyrir einleikarapróf Guðna frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. ■ Guðni Franzson. Félag einstæðra foreldra ■ Flóamarkaður verður á morgun í Skeljahelli, Skelja- nesi 6. Úrval af fatnaði á ótrúlegu verði. Samtökin gegn astma og ofnæmi ■ 10 ára afmæli Samtakanna gegn astma og ofnæmi verða á Hótel Sögu, Súlnasal, á morg- un og hefst kl. 14.00. Fjöl- breytt skemmtiatriði. Hátíðin er öllum opin og félagsmenn h vattir til að taka með sér gesti. útvarp Miðvikudagur 23. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð - Anna Harðardóttir. 9.00 Freftir. 9.05 Morgunstund barnanna. „Af- astrákur" eftir Ármann Kr. Ein- arsson Höfundur les (3.). 9.20 leikfimi. 9.30 Tilkyningar. Tón- leikar. 9.45 Þingfrettir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbi. (útdr.) 10.45 (slenskir einsögnvarar og kórar syngja. 11.15Tónsmíðar í hjáverkum IV. þáttur Gurðún Guðlaugsdóttir ræðir við Jóhannes Benjamíns- son, sem leikur og syngur eigin lög. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Vinsæl popplög frá árinu 1983. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar; seinni hiuti Þor- steinn Hannesson les (30). 14.30 Miðdegistónleikar. Ilja Hurnik og Pavel Stephan leika fjórhent á pínaó „Litla svitu" eftir Claude Debussy. 14.45 Popphólfið-JónGústaf.sson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Sinfóníu- hljómsveitin í Gautaborg leikur Sinfóníu nr. 1 í e-moll op. 39 eftir | Jean Sibelius; Neme Járvi stj. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Snerting. Þáttur Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig- urðardóttir. 20.00 Ungir pennar Stjórnandi: Hild- ur Hermóðsdóttir. 20.10 Kvöldvaka a. Fjórir búanda- menn Baldur Pálmason les fjögur söguljóð eftir Guömund Frímann. b. Karlakórinn Visir á Siglufirði syngur Stjórnandi: Geirharður Valtýsson. c. „Drengur“ Guðm- undur Þórðarson les brot úr óbirtri ævisögu. 21.10 Erna Sack syngur með hljómsveit lög eftir Arditi, Delibes, Flotgw o.fl.; Hans May stj. 21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ Steinunn Jóhannedóttir les valdar sögur úr safninu í þýðingu Steingrims Thorsteins- sonar (16). 2.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.351 útlöndum Þáttur í umsjá Emils Bóassonar og Ragnars Baldurssonar. 23.15 íslensk tónlist Margrét Egg- ertsdóttir syngur við píanóleik Jón- ínu Gísladóttur, Þorsteinn Hann- esson syngur meö Sinfóníuhljóm- sveit Islands, undir stjórn Páls P. Pálssonar og Jóhanns Konráðs- son syngur við píanóleik Guðrúnar A. Kristinsdóttur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 24. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö - Ragna Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Afastrákur" eftir Ármann Kr. Einarsson Höfundur les (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00„Eg man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Kristófer Kolumbus Jón R. Hjálmarsson flytur þriðja og síð- asta erindi sitt. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar; seinni hluti Þor- steinn Hannesson les (31). 14.30 Á frívaktinni Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Adrian Ruiz leikur Píanósvitu í d-moll op. 91 eftir Joachim Raff. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Ragnheiði Dav- íðsdóttur. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Mörður Árnason talar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig- uröardóttir. 20.00 Leikrit: „Brauð og salt" eftir Joachim Novotny Þýðandi: Hall- grimur Helgason. Leikstjóri: Bene- dikt Árnason. Leikendur: Árni Tiyggvason, Erlingur Gíslason og Sigurjóna Sverrisdóttir. 21.25Gestur í útvarpssal Pólski pianóleikarinn Zygmunt Krauze leikur pólska samtímatónlist. 21.55 „Feðgarnir", smásaga eftir Gunnar Gunnarsson Klemenz Jónsson les. 22.12 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Fimmtudagsumræðan Umsjón: Kári Jónasson og Helgi Pétursson. 23.45 Fréttir. Dagskrálok. Miðvikudagur 23. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Allrahanda Stjórnandi: Arnþrúður Karlsdóttir. 15.00-16.00 Krossgátan Stjórnandi: Jón Gröndal. (Hlustendum er gef- inn kostur á að svara einföldum spurningum um músik og ráða .korssgátu um leið). 16.00-17.00 Náiaraugað Stjórnandi: Jónatan Garðarsson. 17.00-18.00 Woodstock-hátíðin Stjórnandi: Sveinn E. Magnússon. (Fyrirum 15árumsíðanvarhaldin ein stærsta og mesturntalaða popphátíð fyrr og siöar - Wood- stock-hátíðin. Fimmtudagur 24„maí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Eftir tvö Stjórnendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Rokkrásin Stjórnendur: Snorri Skúlason og Skúli Helga- son. 17.00-18.00 Lög frá 7. áratugnum Stjórnendur: Bogi Ágústsson og Guömundur Ingi Kristjánsson. Miðvikudagur 23. maí 19.05 Fólk á förnum vegi Endur- sýning - 25. og 26. þáttur. Loka- þættir enskunámskeiösins. 19.35 Söguhornið Sefsiáin Sögu- maður Sigurður Jón Ólafsson. Um- sjónarmaöur Hrafnhildur Hreins- dóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 í kjölfar Sindbaðs Þriðji hluti - Ferðalok Bresk kvikmynd í þremur hlutum um ævintýraferð til Austurlanda. Þýðandi Gylfi Pálsson. Þulur Friðrik Páll Jónsson. 21.35 Berlin Alexanderplatz Annar þáttur. Þýskur framhaldsmynda- flokkur í fjórtán þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir Alfred Döblin. Leikstjóri Rainer Werner Fassbinder. Efni fyrsta þáttar. Berl- ín 1928 - Franz Biberkopf er leystur úr fangelsi. Hann er stað- ráðinn i að lifa heiðarlegu lífi en gengur illa að koma undir sig fótunum. Hann vonar samt aö úr rætist með hjálp nýrrar vinkonu, Línu að nafni. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.35 Úr safni Sjónvarpsins Við Djúp - Selir, salt og saga Sjón- varpsmenn ferðast um Vatnsfjörð og Reykjafjörð sumarið 1971 og staldra við á Reykjanesi. Umsjón- armaður Ólafur Ragnarsson. 23.05 Fréttir í dagskrárlok Föstudagur 25. maí 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dögum Þriðji þáttur. Þýskur brúðu- myndaflokkur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 21.05 Læknir á lausum kili (Doctor at Large) Bresk gamanmynd frá 1957, gerð eftir einni af lækna- sögum Richards Gordons. Leik- stjóri Ralph Thomas. Aðalhlutverk: Dirk Bogarde, Muriel Pavlow, Don- ald Sinden og James Robertsson Justice. Símon Sparrow læknir er kominn til starfa á St. Swithins sjúkrahúsinu þar sem hann var áður léttúðugur kandídat. Hann gerir sér vonir um að komast á skurðstofuna en leiðin þangað reynist vandrötuð og vorðuö spaugilegum atvikum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.40 Setið fyrir svörum í Washing- ton I tilefni af 35 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins svarar George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna spurningum frétta- manna frá aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins, e.t.v. ásamt einhverjum ráöherra Evrópuríkis. Af hálfu íslenska Sjónvarpsins tekur Bogi Ágústsson fréttamaður þátt í fyrirspurnunum. Auk þess verður skotið á umræðufundi kunnra stjórnmálamanna og stjórnmálafréttamanna vestan hafs og austan. Dagskrárlok óákveðin

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.