NT - 18.05.1984, Side 24
Föstudagur 18. maí 1984 24
Eftiriauna-
fjpgarog IA að fórna hernum og ríkisstyrkt-
táttar um fyrirtækjum fyrir velferðina?
í Noregi
■ Velferðarríkin í Evrópu
standa nú flest frammi fyrir því, að
öldruðum og eftirlaunafólki fjölg-
ar til muna, en fækkar í þeim
kynslóðum sem teljast til vinnandi
stétta, og er hlutfallið sífellt að
aukast á þann veg að færri og færri
þurfa að standa undir eftirlauna-
greiðslunum. Þess ber einnig að
gæta að starfsæfln styttist. Unga
fólkið er við nám langt fram eftir
þrítugaldrinum og eftirlaunaaldur-
inn lækkar. Fæðingum fækkar
einnig og barnmargar Ijölskyldur
eru varla til lengur.
Norðmenn hafa eins og aðrar
þjóðir, sem svipað er ástatt hjá,
áhyggjur af þróuninni. Um alda-
mótin munu eftirlaun og kostnaður
við félagslega þjónustu aldraðra
aukast um 55% frá því sem nú er.
Þar að auki mun hið opinbera
þurfa að sjá hlutfallslega fleira
öldruðu fólki fyrir félagslegri þjón-
ustu. Nú er talið að um helmingur
aldraðra í Noregi njóti umhyggju
barna sinna og fjölskyldu en um
aldamótin munu aðeins um 30%
aldraðra vera í horninu hjá börn-
um sínum.
Almannatryggingar eru í
Noregi, eins og á öðrum Norður-
löndum, einn af hornsteinum vel-
ferðarþjóðfélagsins, og ná til fjöl-
margra þátta annarra en velferðar-
mála aldraðra. Þegar almanna-
tryggingar voru lögbundnar árið
1967 var reiknað með að iðgjöld
og launaskattar stæðu undir kostn-
aðinum. En það gerist ekki. Ár-
lega þarf að leggja fram fé úr
ríkissjóði til að endar nái saman.
Norðmenn eru nú 4.1 milljón
og 550 þúsund þeirra eru komnir
á eftir- og ellilaun. Eftirlaunaald-
urinn er 67 ár. Um aldamótin
munu Norðmenn sem eru 70 ára
og eldri vera helmingi fleiri en þeir
eru nú. Því munu æ stærri byrðar
■ JÓHANN Karl Spánar-
konungur og Soffía drottning
hans voru í opinberri heim-
sókn í Sovétríkjunum í síðast-
liðinni viku og var tekið þar
með kostum og kynjum.
Þetta kom m.a. fram í því,
að Sovétmenn tóku konungi að
því leyti betur en Kínverjar
tóku Reagan, að þeir birtu
orðrétta ræðu þá, sem hann
flutti í hádegisverðarboði hjá
Chernenko, en oft hafa ræður
þjóðhöfðingja, sem fluttar
hafa verið við slík tækifæri,
aðeins birzt styttar. Þá hefur
verið fellt niður það, sem vald-
hafarnir liafa talið óæskilegt.
í ræðu Jóhanns Karls var
kafli, þar sem hann mælti
sterklega með persónufrelsi og
málfrelsi og nauðsyn þess að
staðið yrði fast gegn öllum
tilraunum til að skerða þessi
réttindi. Frelsið væri mönnum
dýrmætast af öllu.
Slík ummæli hafa oft verið
felld niður, þegar rússneskir
fjölmiðlar hafa birt ræður í
útdrætti. en það var ekki
gert nú, heldur var ræðan birt
óstytt.
Það kann líka að hafa orðið
Chernenko nokkur sárabót, að
hann gat komið því að í ræðu
sinni, að viðleitni til að draga
úr stríðshættu væri mikilvæg-
ara nú en nokkru sinni fyrr.
Hann sagði að ástand í al-
þjóðamálum væri viðkvæmt,
og, það sem meira væri, fremur
hættulegt. Því miður væru þau
öfl til í heiminum, sem hefðu
hag af vígbúnaðarkapphlaup-
inu, og sem reyndu opinskátt
að raska því hernaðarlega og
strategíska jafnvægi sem nú
ríkti. Uppsetning fyrstahöggs
árásarvopna, sem beint væri
gegn skotmörkum í Sovétríkj-
unum og bandalagsríkjum
þeirra og sett hefðu verið upp
í nokkrum ríkjum Vestur-Evr-
niður tröppur. Hann virtist
eiga erfitt með að flytja ræðu
sína vegna andþrengsla.
JÓHANN KARL konungur
gat vissulega með fullum rétti
talað máli mannréttinda og
lýðræðis.
Það er orðið sögufrægt, að
konungur gerðist bjargvættur
hins endurreista lýðræðis á
Spáni, þegar deild úr hernum
réðist inn í þinghúsið fyrir
þremur árum og hélt þing-
mönnum þar sem gíslum með-
an öflugri herflokkur var á leið
til Madrid til að tryggja endan-
lega valdatöku hersins.
Það var Jóhann Karl, sem
þá skarst mjög mynduglega í
leikinn og afstýrði stjórnarbylt-
ingu. Hann klæddist búningi
hershöfðingja eins og liann
hefur leyfi til sem þjóðhöfðingi
og ávarpaði þjóðina í sjónvarpi
og hvatti hershöfðingjana til
að hætta við áform sín. Nógu
stór hluti hersins reyndist kon-
ungi hliðhollur og hlýddi fyrir-
mælum hans. Annars ríkti nú
sennilega hershöfðingjastjórn
á Spáni.
Samkvæmt stjórnarskránni
hefur konungur lítið meira en
formleg völd, en getur þó látið
til sín taka undir sérstökum
kringumstæðum eins og í þetta
skipti.
Þótt konungur skipti sér
ekki beint af stjórnmálum,
fylgist hann vel með og hefur
náin skipti við helztu stjórn-
málaforingja landsins. Nánust
skipti hefur hann við þá, sem
fara með stjórn hverju sinni
eins og vera ber, en gætir þess
jafnframt að sniðganga ekki
stjórnarandstöðuna. Hann fær
m.a. leiðtoga kommúnista til
viðtals.
Margir fréttaskýrendur hall-
ast að því, að lýðræði standi
ekki föstum fótum á Spáni.
Jóhann Karl er styrkasta stoð lýðræðisins á Spáni.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
rúmsloft, að menn telji þörf
fyrir sterka.stjórn.
Innan hersins eru vafalaust
öfl að verki, sem bíða eftir
réttu tækifæri. Jarðvegurinn er
vafalítið að myndast. Það er
engan veginn hægt að telja
lýðræðið fast í sessi á Spáni
frekar en í Portúgal. Á Spáni
er Jóhann Karl sennilega styrk-
asta stoð þess.
Fáir munu hafa viljað spá
þessu um Jóhann Karl, þegar
Franco var að búa hann undir
að taka við embætti konungs.
Vafalítið hefur Franco ekki
gert það.
HEIMSÓKN Jóhanns Karls
konungs til Sovétríkjanna er
einn þátturinn í viðleitni Spán-
verja til að fylgja óháðri utan-
ríkisstefnu. Þeir vilja hvorki
hallast um of að Bandaríkjun-
um eða Sovétríkjunum. Þeir
leggja mikla áherzlu á góð
tengsl við þriðja heiminn og
þó einkum rómönsku Amer-
íku. Jafnvel Kúba er ekki
undanskilin. Sagt er að Castro
sé búinn að bjóða Jóhanni
Karli heim og muni hann
sennilega þiggja boðið.
Jóhann Karl þurfti að ræða
um sérmál við rússneska ráða-
menn meðan á heimsókninni
stóð. Á tímum borgarastyrj-
aldarinnar á Spáni var allmargt
barna tekið til fósturs í Sovét-
ríkjunum. Þau dvöldu þar í
nokkur ár og sum þeirra settust
Jóhann Karl var skorinorður
í veizlunni hjá Chernenko
Chernenko lét þó birta ræðu hans óstytta
ópu, væri staðfesting á þessari
stefnu, sem væri hættulcg
friðnum.
Chernenko sagði það geta
orðið mikilvægt spor í friðar-
átt, ef kjarnorkuveldin yrðu
sammála um að grípa ekki til
kjarnavopna að fyrra bragði
og hétu því ennfremur að
verða kjarnavopnalaus svæði,
sem samkomulag hefði náðst
um.
Annars vakti það sérstaka
athygli, að Chernenko virtist
orðinn hrumur. Hann var
studdur af tveim aðstoðar-
mönnum, þegar hann gekk
Það sé jafnvel frekar að veikj-
ast í sessi en styrkjast. Ríkis-
stjórn Sósíalistaflokksins geti
ekki fullnægt þeim vonum,
sem til hennar voru gerðar, og
það valdi vonbrigðum og
vantrú á stjórnskipulagið.
Við þetta hefur svo bætzt,
að ofbeldisverkum af hálfu
pólitískra öfgahópa hefur
fjölgað. Neyzlaeiturefna hefur
færzt mjög í vöxt og stóraukið
margs konar glæpi. Enginn
getur talið sig óhultan fyrir
ránsmönnum eða öðrum
glæpamönnum. Þctta getur
fyrr en varir skapað það and-
Chernenko og Jóhann Karl.
þar að og festu ráð sitt. Talið
er að allmargt af þessu fólki
vilji nú komast til Spánar, en
gangi misjafnlega að fá brott-
fararleyfi. Sennilegt þykir að
þetta hafi borið á góma meðan
Jóhann Karl dvaldi í Moskvu.
Einnig mun þátttaka Sovét-
ríkjanna í Ólympíuleikunum
hafa borizt í tal. Svo vill til, að
formaðurinn í alþjóðlegu Ól-
ympíunefndinni, Juan Anton-
io Samaranch, er Spánverji og
Rússum að góðu kunnur.
Hann var nefnilega fyrsti
sendiherra Spánar í Moskvu
eftir að stjórnmálasamband
komst á milli landanna eftir
fráfall Francos eða á árinu
1977.
leggjast á þá sem enn eru í starfi.
Þeir valkostir eru fyrir hendi að
skera niður aðra liði ríkisútgjalda
til að þurfa ekki að minnka útgjöld
vegna aldraðra, eða að skera niður
almannatryggingar yfirleitt. Skoð-
anakannanir sýna að fólk er reiðu-
búið að greiða meira til velferðar-
mála en nú er gert, en ekki svo
mikið að hægt verði að tryggja að
félagsleg þjónusta verði eins mikil
í framtíðinni og hún er nú.
Það sem fólk virðist vera tilbúið
að skera niður eru framlög til
landavarna og ríkisstyrkir til fyrir-
tækja sem ekki eru fær um að
standa undir rekstri sínum.
Það er greinilega vilji Norð-
manna að slaka hvergi á hvað
velferð snertir og að tryggja öldr-
uðum góða efnahagsafkomu, heil-
brigðisþjónustu og félagslegt ör-
yggi. En það verður ekki gert
nema með því að framlög til
þessara mála verði aukin að mun.
Fólk í Noregi er þess vel meðvit-
andi hvert stefnir í þessum efnum.
Á síðari árum hafa eftirlauna-
tryggingar aukist mjög mikið hjá
tryggingafélögunum. Með því
móti vilja þeir Norðmenn sem
farnir eru að hugsa til elliáranna,
tryggja afkomu sína þótt almanna-
tryggingakerfið og lífeyrissjóðirnir
verði að draga seglin eitthvað
saman.
Bandaríkin
koma
í veg fyrir
alþjóðareglur
um lyfjasölu
Genf-Reuter
■ Mörgríkiíþriðjaheiminum
hafa að undanförnu hvatt til
alþjóðlegrar reglugerðar um
sölu og dreifingu á lyfjum. Þau
halda því fram að mörg stórfyr-
irtæki í lyfjaiðnaðinum á Vest-
urlöndum auglýsi og selji lyf í
þróunarlöndum sem hafi verið
bönnuð í vestrænum iðnaðar-
ríkjum vegna skaðalegra auka-
áhrifa.
Yfirskurðlæknir Bandaríkj-
anna, Everett Koop sagði á
fundi Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar, fyrir skömmu að það
væri útilokað fyrir Bandaríkin
að samþykkja alþjóðlegar regl-
ur sem leggi hömlur á lyfjasölu
í þróunarlöndum. I Bandaríkj-
unum séu nefnilega lög sem
banni stjórnvöldum að hafa
áhrif á verslunarhætti bandar-
ískra fyrirtækja á erlendri grund.
Koop sagðist telja að skýrslur
um sölu stórfyrirtækja á hættu-
legum lyfjum í sumum löndum
væru stórlega ýktar en ef slíkt
tíðkaðist væri stjórn hans að
sjálfsögðu á móti því. En við-
komandi ríki ættu sjálf að sjá
um eftirlit með lyfjaverslun í
löndum sínum og setja reglur
þar að lútandi.
Alþjóðasamtök lyfjafram-
leiðenda eru líka mikið á móti
alþjóðareglum um lyfjasölu.
Þau sendu þúsund ráðstefnu-
gestum sem setið hafa fund
Alþjóðaheilbrigðisstofnaninnar
í Uenf, bréf þar sem þeir héldu
því fram að þær reglur sem
lyfjaframleiðendur setji sjálfum
sér séu algjörlega fullnægjandi.
En mörg þróunarríki telja
samt ennþá að alþjóðareglur
um lyfjasölu séu nauðsynlegar.
Þau telja sig ekki hafa bolmagn
til að standa gegn ágengri sölu-
mennsku hinna alþjóðlegu
lyfjafyrirtækja, nema þau geti
stutt sig við alþjóðlegar regiur.