NT


NT - 18.05.1984, Side 26

NT - 18.05.1984, Side 26
*' n Föstudagur 18. maí 1984 26 England vann ■ Englendingar unnu Spánverja 1-0 í fyrri úr- slitaleik Evrópukeppni landsliða yngri en 21 árs. Það var Mel Sterland sem skoraði markið. „Saints“númertvö ■ Southampton tryggði sér í gærkvöld annað sæt- ið í ensku 1. deildinni, með 3-1 sigri á Notts County, Fylkir-ÍK ■ Einn leikur er í 3. deild annað kvöld, Fylk- ismenn fá ÍK í heimsókn, KKÍ þing ■ Ársþing Körfuknatt- leikssambandsins hefst í kvöld í Félagsstofnun Stúdenta við Hringbraut. Þinghald byrjar kl. 19.30. Á morgun verður þinginu framhaldið og hefst það þá kl. 13.00. X „Tíminn skiptir máli“ mig engu Sigurður Jónsson, frákeppni6-8 vikur Sigurður Jónsson á Borgarsjúkrahúsinu í eær. Eins oe siá má a* tai.a uvl- C!___1._I____:__'L.!l__2I,:& mnn \TT 4 * . ■ „Mér b'ður ágætlega, dálitlar kvalir í löppinni við og við, en annars líður mér vel“ sagði Sigurur Jónsson knattspyrnu- maðurinn ungi frá Akranesi, í samtali við NT í gær. En hann var í gærmorgun skorinn upp vegna slitinna liðbanda í hné. „Það er virkilega svekkjandi að lenda í þessu, en það verður þá er Sigurður kominn í heilmikið gips. NT-imynd Ámi Sæberg Bandaríski körfuboltinn: Boston og Lakers unnu ■ Salan á Rummenigge gaf Bayern vel í vasann. Enn kaupir Bayern ■ Frá því Bayern Miinchen seldu hinn stórsnjalla Karl-Heinz Rummenigge til inter Milanó fyrir 10 miljón þýsk mörk, sem er met- upphæð, hefur Bayern keypt fjóra leikmenn. Nú síðast varnarmanninn Norbert Eder frá Murem- berg fyrir 150 þúsund mörk. Áður hafi Bayern keypt landsliðsmanninn Lothar Matthaus frá „Gladbach", miðvallar- íeikmanninn Roland Wohlfarth og varnar- manninn Holger Willmer. Samanlagt kaupverð þessara leik- manna er 3,5 miljónir marka, þannig að reikna má með því að Bayern kaupi einhverja í viðbót því nóg er eftir af Rumm- eniggeseðlunum. ■ Fyrsti úrslitaleikur Boston Celtics og Milwaukee Bucks um meistaratitilinn í körfubolta á austurströnd Bandaríkjanna og jafnframt um sæti í sjálfum úrslitaleiknum um „heims- meistaratitilinn11 (eins og Bandaríkjamenn kalla hann) var háður í fyrrinótt. Boston Celtics unnu leikinn 119-96 og eru því 1-0 yfir í viðureigninni. Þá léku Los Angeles Lakers og Phoenix Suns einnig í úrslit- unum, en á vesturströndinni, um meistaratitilinn þar og rétt til að leika í aðalúrslita- leiknum. Los Angeles Lakers sigruðu 118-102 og eru því 2-0 yfir í viðureigninni. United lagt í Nottingham missir af öðru sætinu ■ Einn leikur var í ensku knattspyrnunni í fyrrakvöld, Manchester United tapaði á útivelli fyrir Nottingham Forest, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru þeir Garry Birtles og Viv Anderson sem skoruðu mörkin. Manchester liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu 10 leikjum sínum í 1. deildinni og við tapið í fyrra- kvöld verður félagið líklega að sætta sig við fjórða sætið í deildinni, en liðið var lengst af í baráttunni við Liverpool um meistaratitilinn. Nottingham Forest hafnar í þriðja sæti, á hagstæðara I markahiutfalli en Manchester United. Uppselt á EM-leikina ■ Uppselt er nú á þrjá leiki í lokakeppni Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Frjkk- landi í næsta mánuði. ’ Uppselt er á leik Dana og Frakka þann 12. júní, en það er fyrsti leikur keppninnar, leik núverandi Evrópumeistara V- Þjóðverja og Spánverja og loks á sjálfan úrslitaleikinn. Eftirtalin lönd taka þátt í úrslitakeppninni: Frakkland, Danmörk, Belgía, Júgóslavía, V-Þýskaland, Portúgal, Rúm- enía og Spánn. i- P-i JÖÍ 'i-v PAUt WALSH Walsh til Liverpool ■ Liverpool hefur geng- ið frá kaupum á leik- manninum efnilega Paul Walsh. Walsh sem leikið hefur með Luton, var í vor kosinn besti ungi leik- maðurinn í Englandi. Liverpool keypti Walsh fyrir um 700 þúsund pund. Þá mun Everton vera á höttunum eftir leikmanni í landsliði Englands 21 árs og yngri, Paul Brac- ewell. Kaupverðið mun vera 250 þúsund pund. Bracewell er nú leikmað- ur með Sunderland. Keppt um 13 bikara ■ Árlega skíðaganga Skíðafélags Reykjavíkur fór fram á dögunum í Bláfjöllum. Keppt var í 13 aldursflokkum um bikara sem verslunin Sportval hefur gefið. Úrslit urðu sem hér segir: Konur: 16- 30 ára: Ásdís Sveinsdóttir 31-40 ára: Sigurhjörg Helgadóttir. 41-50 ára: Helga Ivarsdóttir 51 árs og eldri: Svanhildur Árnadóttir Karlar: 12-16 ára: Þórir Ólafsson, (keppti sem gestur, en bikarinn fékk Þórarinn Sævarsson ) 17- 20 ára: Einar Kristjánsson 21-30 ára: Halldór Halldórsson 31-40 ára: Stefán Stefánsson 41-45 ára: Guðmundur Sveinsson. 45-50 ára: Matthías Sveinsson. 51-55 ára: Páll Guðbjörnsson. 56-60 ára: Þorsteinn Bjarnar. 61 árs og eldri: Tryggvi Halldórsson. titilinn. Ég held að Valur og Keflavík verði aðalkeppinautar okkar í sumar, Keflvíkingarnir verða sterkir. Ég er hissa á því hvað allir spá Víkingum slæmu gengi, ég er ekki sammála því að þeir verði á botninum. Með önnur lið þá eru sum þeirra, eins og KA og Þór nokkuð óþekktar stærðir". Hvaða lið koma til með að berjast um fallið? „Ég vil engu liði illu að það falli, þannig að ég vil engu spá um það“ sagði Sigurður Jónsson, sem verður frá keppni framan af í sumar og er það mikill skaði fyrir ÍA-liðið og íslenska knattspyrnu. Hversu lengi heldurðu að þú verðir frá knattspyrnu? „Það skiptir engu máli hvað tíminn er langur, aðalatriðið er að ég nái mér og verði jafngóður í löppinni og áður. Ég er ákveð- inn í því að byrja ekki of fljótt að æfa aftur“, sagði Sigurður. „Hvernig heldurðu að Skaga- mönnum gangi í sumar? „Ég er bjartsýnn, spái því að við verjum íslandsmeistara- Spán- verjar velja hóp —fyrir EM í knattspyrnu ■ Miguel Munoz þjálfarí spánska landsliðsins í knatt- spyrnu hefur valið 20 leikmenn í landsliðshópinn sem leika á í úrslitum Evrópukeppni lands- liða í Frakklandi í næsta mán- uði. í liðinu erblanda leikreyndra leikmanna sem léku gegn íslend- ingum í forkeppninni, og yngri leikmanna, sem leikið hafa með spánska landsliðinu, yngri en 21 árs. Það lið er einmitt komið í úrslit í Evrópukeppni U-21 árs liða gegn Englending- um, en úrslitaleikir þeirra verða leiknir þann 17. og 24 þessa mánaðar. Spánska liðið er annars skip- að eftirtölum leikmönum: Markverðir: Luis Arconada, Fra- ncisco Buyo, Antonio Zubizar- reta. Vamarmenn: Antonio Goi- coecher, Antonio Maceda, Sal- vador Garcia, Julio Alberto, Santiago Urkiaga, Jose Anton- io Camacho. Miðjuleikmenn: Juan Antonio Senor, Rafael Gordillo, Francisco Lopez, Richard Gallego, Roberto Fernandez, Victor Munoz. Framlínumenn: Hipolito Rincon, Carlos Santillana,. Marcos Alonso, Francisco Car- rasco, Manuel Sarabia. Forkeppni OL. í körfuknattleik karla: Stórt hjá Sovét ■ Sovétmenn taka nú þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í körfuknattleik, þrátt fyrir að þeirætli ekki að mæta til leiks í Los Angeles. í fyrradag sigruðu þeir íra í forkeppninni með miklum mun. Lokatölurnar vpru 118-46, en staðan í hálf- leik var 64-23 Sovétmönnum í vil. Hollendingar unnu Búlgari 86-60, eftir að staðan í hálfleik var 44-20 Hollendingum í vil. Frakkar sigruðu Austurríkis- menn með 102 stigum gegn 72. í hálfleikvar staðan 57-38 fyrir Frakka. Grikkir unnu nágranna sína og vini Tvrki með 83 stigum gegn 73. { hálfleik var staðan 37-36 Grikkjum í vil. Forkeppni OL. í körfuknattleik kvenna: Þær kínversku eru sterkastar ■ Forkeppni Ólympíuleik- anna í körfuknattleik kvenna sem haldin hefur verið á Kúbu að undanförnu er nú lokið. Kínversku stúlkurnar urðu hlutskarpastar í keppninni, júgóslavnesku stúlkurnar urðu aðrar, þær kanadísku komu á óvart og lentu í þriðja sæti, Ungverjaland lenti í fjórða sæti, Kúba í fimmta, Suður Kórea í sjötta sæti og í sjöunda sæti urðu áströlsku stúlkurnar. í áttunda og síðasta sæti urðu tékknesku stúlkurnar. Upphaflega áttu fjórar efstu þjóðirnar að komast áfram í lokakeppnina í Los Angeles, en þar sem Sovétríkin hafa ákveðið að hætta viðþátttökuí Ólympíuleikunum, mun liðið sem varð í fimmta sæti, Kúba, taka sæti þeirra. Ef svo fer að Kúba og Ung- verjaland sem lenti í fjórða sæti hætta líkávið þátttöku í leikun- um, þá verða það lið Suður-Kór- eu og Astralíu sem koma í þeirra stað.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.