NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 18.05.1984, Qupperneq 27

NT - 18.05.1984, Qupperneq 27
Föstudagur 18. maí 1984 27 ■ Jósteinn Einarsson og Ottó Guðmundsson að hreinsa frá. Vörn KR var sterk í leiknum. NT-Mynd Ari. Hart barist og skemmtilegar rispur ■ Víkingar gerðu jafntefli við KR í fyrsta leik 1. deildar í knattspyrnu á Valbjarnar- völlum í gærkvöld. Sumarið heilsaði knattspyrnumönnum vel, besta veður var og völlur- inn í góðu standi. Staðan í hálfleik var 1-1, og leikurinn jafn er á heildina var iitið. Leikurinn var baráttuleikur, og færi ekki alltof mörg en voru þó, og með heppni hjá báðum liðum og lakari mrrk- vörslu hefðu mörk getað or tið fleiri. KR-ingar byrjuðu betur, Ögmundur markvörður þurfti þrisvar að verja vel á fyrstu 11 mínútum, varði m.a. tvisvar eftir góðar rispur Ómars Ingvars- sonar. Síðan komu Víkingar inn í leikinn, Andri Marteinsson var fremstur í flokki, og maðurinn bak við fiestar sóknarlotur. Á 18. mínútu var hætta við KR- markið, en Andri gaf á Heimi í hornið, Heimir fyrir, en Ottó var sterkastur í „boxinu“ og skallaði frá. Mínútu síðarskaut Ómar Torfason þrumuskoti. Stefán varði vel en hélt ekki, og Heimir skaut yfir úr upplögðu færi. KR-ingar áttu næsta leik, Sverrir Herberts komst í gegn og skaut í þverslá svo í buldi, og síðan kom fyrsta markið. Ágúst Már gaf frábæra sendingu á Ómar, og hann skoraði með skoti af 20 metra færi, 1-0, og 31 mínúta liðin. Víkingar jöfnuðu á 45. mínútu, Ámundi skaut á markiö, Stefán ■ Baráttuleikur, úrslit sanngjörn. Víkingar léku bet- ur saman. Tvisvar skotið í stangir Víkingsmarks, tvisvar skotiö framhjá opnu marki KR. Of mikið um háar spyrnur fram og aftur, en góðar rispur á milli hjá báðum. Vikingar betri tæknilega, en KR-ingar hvað leikkerfi varðaði. Leikur í meðallagi, en lofar góðu. Áhorfendur 868. hélt ekki boltanum, sem þó var ekki svo ýkja fastur, og Sigurð- ur Aðalsteinsson fylgdi vel á eftir, 1-1. Víkingar byrjuðu síðari hálf- leik á því að klúðra dauðafæri. Kristinn skaut föstu skoti úr aukaspyrnu, Stefán hélt ekki, enÁmundi skaut framhjá fyrir opnu marki. Eftir þetta voru fá færi. Þó voru Víkingar heppnir í lokin, er Sæbjörn vatt sér skemmtilega af tveimur varnar- mönnum Víkings, komst í gott færi og skaut í stöng. Leikurinn var ágæt afþrey- ing, sérstaklega framan af. KR- ingar léku taktvissf, vörnina mjög vel, og sóknarmenn þeirra eru frískir. Víkingar iéku betur saman, en vörnin var ekki eins sterk og KR-inga. ■ Ámundi Sigmundsson Víkingi í baráttu við Stefán Pétursson KR Ámunda gekk fremur illa í sókninni. NT-mynd Ari. EINKUNNAGJOF NT: VÍKINGUR KR Ogmundur Krlstinsson ......3 Unnsteinn Kárason .........5 Ragnar Gísiason............4 Magnús Jónsson ............3 Ólafur Ólafsson ...........S Andri Marteinsson .........2 Kristinn Guðmundsson......4 ÓmarTorfason ..............4 Ámundi Sigmundsson........5 Sigurður Aðalsteinsson....3 Heimir karlsson ...........3 ■ Skiptingar Einar Einarsson fyrir Sigurð Aöalsteinsson 83. mín. Bestu menn KR voru Ómar Ingvarsson og Ottó Guð- mundsson, sem var kóngur síns eigin vítateigs. Andri Marteins- son bar af Víkingum, þar er á uppleið frábær leikmaður. Heimir var og sterkur. Stefán Jóhannsson ........3 Stefán Pétursson .........4 Willum Þórsson ...........5 Ottó Guðmundsson..........2 Jakob Pétursson ..........4 Gunnar Gíslason ..........4 Ágúst Már Jónsson ........5 Jósteinn Einarsson .......3 Sverrir Herbertsson......4 Sæbjörn Guðmundsson .... 4 Ómar Ingvarsson ..........2 ■ Skiptingar Elias Guimundsson fyrir Sverri Herbertsson á 73. mín. Leikinn dæmdi Eysteinn Guðmundsson, og gekk vel, dæmdi örugglega. Þrír fengu gul spjöld. Heimir og Sigurður í Víkingi, og Jakob Þór KR- ingur. „Þetta var rólegt,,, sagði Eysteinn. kynning NT ■ Næst komandi miðviku- dag mun verða í NT fyrsti hluti 1. deildarkynningar blaðsins. Þar verður íslands- mótið í knattspyrnu kynnt, liðin og leikmenn þeirra. Eins og sést hér á síðunni, er íslandsmótið komið af stað. Hver leikur fyrstu deildar mun fá umfjöllun í blaðinu, skrifað um hann, leikmönnum gefnar eink- unnir og leikurinn rakinn „í hnotskurn". Þá mun verða leitast við að kynna leikina fyrirfram. Einkunnagjöf NT verður með nýstárlegu sniði hér- lendis. Einkunnir verða gefnar með heilum tölum, frá einum niður í sex. Besta einkunnin er 1. en sú lakasta 6. Eftir hverja umferð deild- arinnar verður valið „lið um- ferðarinnar“, með sama sniði og lið vikunnar er valið . hjá mörgum blöðum víða um heim. Hér á íslandi er þó ekki hægt að styðjast við vikuna, því umferðir fyrstu deildarinnar munu taka skemmri tíma, og oft spilað- ar nær tvær umferðir á einni viku. NT óskar knattspyrnu- mönnum og unnendum gleðilegs knattspyrnusum- ars. Leikirnir í kvöld: Akranes-Fram Valur-Keflavík Sverrir Einarsson Fram: „Ætlum að taka 3 stig heim“ ■ „Þetta verður hörkuleikur og við ætlum okkur helst að hafa þrjú stig heim með j okkur“, sagði fyrirliði Fram, Sverrir Einarsson í samtali við NT í gær. Fram leikur viöAkranes. í kvöld á Akran- esi, klukkan 18.00. „Leikurinn leggst vel í mig. Við verðum ekki undir neinni pressu, fyrirfram er búist við meiru af meisturunum en liði sem er að koma upp úr 2. deild. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við vinnum þá á góðum degi. Þetta verður spennandi og skemmtilegt mót. Mörg lið- anna eru algjör spurningar- merki, og þriggja stiga reglan kemur til með að auka sóknar- leiki.nn." Viltu spá um úrslit mótsins? Skaginn verður ofarlega, og ég vona að við Framarar verð- um það líka, þó við séum spurningarmerki eins og Valur, Þór, KA og reyndar fleiri', sagði Sverrir Einarsson. Sigurdur Lárusson „Eg hef aldrei ver- ið eins hræddur(( ■ „Þessi leikur í kvöld leggst nú ekki meira en sæmilega í okkur Skagamenn“ sagði Sig- urður Lárusson fyrirliði Skagamanna í samtali við NT í gær, en Skagamenn eiga að lcika gegn Frömurum á Akra- nesi kl. 18.00 í kvöld. „Framararnir eru nýkomnir upp og verða að sanna sig og það er mikil pressa á okkur Akurnesingum. Við verðum að sanna það fyrir fólkinu hvað við gátum í fyrra og við verðum að ná stórleik til þess að vinna. Ég hef aldrei verið eins hræddur fyrir keppnistímabil og nú, en ég held að við verðum í einu af fjórum efstu sætunum, þá ásamt Val, KR og Fram. Það er mikið álall að hafa misst stjórnandann af miðjunni þar sem Sigurður Jónsson er, en við verðum að bæta við tönn til að fylla hans skarð og leggja meira á okkur í staðinn," sagði Sigurður Lárusson. Guðmundur Kjartansson „ Við vinnum leik- inn í kvöld 2-1.“ ■ „Þessi leikur gegn ÍBK leggst mjög vel í mig, þó með öllum fyrirvörum" sagði Guð- mundur Kjartansson, hinn eit- ilharði varnarmaður Vals- manna, en í kvöld leika Vals- menn gegn Keflvíkingum á Laugardalsvelli kl. 20. „Við vinnum leikinn í kvöld 2-1, það er mín spá. Ég er bjartsýnn á mótið , það hefur verið jafn stígandi í leik okkar og Reykjavíkurmótið gefur okkur góðar vonir þótt það sé kannski ekki mikið mark tak- andi á því. Maður vonar að velgengnin haldi áfram eitt- hvað fram eftir sumri. Ég hef trú á því að Valur, Akranes, KR og Fram komi til með að berjast um toppsætið, en Þór og Keflavík um botnsæt- ið. Hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari í lokin, treysti ég mér ekki til að spá um“ sagði Guðmundur Kjartansson. Þorsteinn Bjarnason Keflavík: „Valsmennirnir verða erf iðir“ ■ „Við skulum vona að betra liðið standi uppi sem sigurveg- ari að leik loknum,“ sagði Þor- steinn Bjarnason markvörður ÍBK og landsliðsins í samtali við NT í gær. í kvöld kl. 20.00 leika Kcflvíkingar gegn Val á Laugardalsvelli. „Það er alltaf mikilvægt að vinna sigur í fyrsta leiknum í mótinu, sérstaklega andlega. Andlega hliðin hefur ekki minna að segja en sú líkamlega hjá mannskapnum. Leikurinn í kvöld verður erfiður, Vals- menn eru nýkrýndir Reykja- víkurmeistarar, og verða erfið- ir. En mér líst vel á þetta mót sem er að-fara af stað.“ Viltu spá um úrslit mótsins? Ég ætla ekki að spá neinu. Skagamenn eru það lið sem öll hin vilja vinna. Þeir cru sprækir og verða ofarlega. Ég vona að við Keflvíkingar verðum þá á réttum stað,“ sagði Þorsteinn Bjarnason.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.