NT - 18.05.1984, Page 28

NT - 18.05.1984, Page 28
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT? HRINGDU ÞÁ Í SlMA 0-65-38 Vid tökum við ábendingum um fréttír allan sólaitiriraginn. Greiddar verða 10OO krónur fyrir hverja áibendingu sem leiðir til ffréttar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðir til bitastaeðustu ffráttar mánaðaríns. Fullrar nafnieyndar er gætt Einstæð móðir á Eiðsgrandanum sem gleymdi að slökkva á útvarpinu: Kærir lögregíuna fyrir að brjótast inn í íbúð sína! ■ Fjórir lögregluþjónar brut- ust inn í íbúð einstæðrar móður á Öldugranda 3 í Reykjavík á laugardagskvöldið fyrir hálfum mánuði. Erindi lögreglumann- anna inn í íbúðina var að slökkva á útvarpinu, sem kom- an hafði skilið eftir í gangi meðan hún skrapp frá. Lög- regluþjónarnir munu ekki hafa aflað sér heimildar dómara og hefur konan nú kært athæfí þeirra til ríkissaksóknara. NT hafði tal af Ingibjörgu Hafberg, en svo heitir konan. Sagðist hún hafa skroppið út um fimmleytið þennan laugar- dag og skilið útvarpið eftir í gangi. „Af ýmsum ástæðum dvaldist mér lengur en ætlunin var í upphafi“ sagði hún. „M.a. fór- um við sonur minn niður að höfn og skoðuðum alla bátanna, og þegar við vorum búin að því þurftum við náttúrlega að skreppa aðeins út á Seltjarnar- nes og sjá vitann, þannig að við vorum ekki komin heim fyrr en upp úr hálf ellefu.“ Ingibjörg sagðist strax hafa tekið eftir því að einhver hafði verið inni í íbúðinni. Útvarpið var þagnað og hafði verið tekið úr sambandi og ljóslaust var í stofunni. Ingibjörg hringdi fyrst í móður sína sem brá óðar við og kom á staðinn, dóttur sinni til halds og trausts. Þegar hringt var til lögregl- unnar til að kæra innbrotið kom í ljós að lögreglan hafði sjálf verið þarna að verki. Nágrannar Ingibjargar höfðu ■ Ingibjörg Hafberg með son sinn, Rúnar Logi. Við hlið þeirra er útvarpstækið sem málið snerist um og ofan á því liggur hnífurinn. NT-mynd: Ari hringt til lögreglunnar og kvart- að undan hávaða. Þegar enginn reyndist vera heima í íbúðinni príluðu lögreglumennirnir upp á svalir og skrúfuðu eldhús- gluggann af hjörum. „En svo kyrfilega höfðu þeir slökkt á útvarpinu", sagði Ingi- björg, „að það hefur ekki farið í gang síðan. Ég hef heldur ekki fengið neina skýringu á því hvað einn borðhnífurinn minn var að gera við hliðina á tækinu. Þegar ég spurði lögregluþjón- ana um það, fékk ég mjög loðin og óljós svor um að þeir hefðu þurft að „skrúfa" eitthvað.“ Ingibjörg sagði að lögeglu- mennirnir hefðu komið aftur eftir að hún var komin heim og reynt lengi en árangurslaust að kveikja á útvarpinu sem þeir höfðu slökkt á skömmu fyrr. Ingibjörg sagðist hafa beðið lögregluna að sýna sér skriflega heimild til að fara inn í íbúðina, en án árangurs. Hins vegar hafi hún fengið afrit af lögreglu- skýrslu um málið og megi reynd- ar lesa ut úr henni að engin heimild hafi verið fyrir hendi. „Ég get bara ekki trúað því að lögreglan hafi leyfi til að brjótast svona inn í hús hjá fólki að eigin geðþótta. Þar að auki gátu þeir ekki einu sinni læst íbúðinni á eftir sér þegar þeir fóru, heldur skildu þeir svala- dyrnar eftir opnar, þannig að hver sem er hefði getað gengið þar út og inn. Mér finnst ekki hægt aðláta þetta viðgangast. Pess vegna hef ég kært þá“, segir Ingibjörg Hafberg að lokum. Neðanjarðarstjórnstöð á Keflavíkurflugvelli? sem stæðist sjö daga gjöreyðingarstríð ■ í umræðum um utan- ríkismál á Alþingi í gær fullyrti Svavar Gestsson að hjá bandarískum stjórn- um að staðsetja neðan- jarðarstjórnstöð á Kefla- víkurflugvelli er staðist gæti gjöreyðingarstríð í 7 daga. Þá væru áform um að byggja níu sprengju- held flugskýli, auka olíu- birgðir hersins og byggja nýja radarstöðvar í tveim- ur eða þremur lands- hlutum. Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra sagði að engar óskir hefðu borist inn á borð ríkis- stjórnarinnar um aukið umfang herstöðvarinnar og vísaði hann því á bug að um aukin umsvif varn- arliðsins væri að ræða. Steingrímur tók fram að rætt hefði verið um radar- stöðvar fyrir norðan og vestan, en engin formleg ósk hefði borist um það frá Bandaríkjastjórn. Mikilvægt væri að íslenskir aðilar rækju þessar stöðv- ar ef af yrði. Þá gætu þær aukið mjög öryggi flug- samgangna okkar. Utanríkisráðherra hóf umræðuna með sinni ár- legu skýrslu um utanrík- ismál. Fjölmargir þing- menn úr öllum flokkum tóku þátt í umræðunni. Fulltrúum í útgerðarráði BUR fækkað úr sjö í fimm - minnihlutaflokkarnir á móti ■ í gærkvöldi staðfesti borgar- fylgjastmeðmálefnumBÚRog stjórn fyrri samþykkt borgar- hafa áhrif á þau. ráðs um að fulltrúum í útgerð- arráði BÚR yrði fækkað út 7 í Tillagan er upphaflega komin 5. Minnihlutafulltrúarnir voru frá lögfræði og stjórnsýsludeild á móti þessari nýju skipa, töldu borgarinnar sem vinnur nú að að með henni væri dregið úr endurskoðun á stjórnkerfi möguleika rninni flokka til að hennar.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.