NT - 30.05.1984, Blaðsíða 1

NT - 30.05.1984, Blaðsíða 1
•*—— Fíkniefnasmygl með Eyrarfossi upplýst: ■ Mennirnir tveir sem sóttu fíkniefnin um borð í Eyrarfoss leiddir á brott eftir að þeir voru handteknir á Álfabakka um miðnættið á mánudagskvöld. NT-myndir Sverrir Félagsmálastofnun í kröggum: Hjálparbeiðnum f jölgað um 17% f rá síðasta ári - aukafjárveiting á leiðinni ■ „Beiðnum um aðstoð Fél- agsmálastofnunar Reykjavík- urborgar hefur fjölgað um 17% milli ára,“ sagði Sveinn H. Ragnarsson félagsmála- stjóri Reykjavikurborgar í samtali við NT í gær. Borgar- ráð samþykkti á fundi í gær að láta stofnuninni í té 6.8 miUj. króna í viðbótarfjárveitingu og hefur stofnunin þá fengið 12% meira en fjárhagsáætlun borg- arinnar fyrir árið 1984 gerir ráð fyrir. Að sögn Sveins hefur fjöldi hjálparbeiðna ekki tekið slík stökk á síðustu árum og áætl- anir um fjárþörf Félagsmála- stofnunar hafa miðast við verð- bólguspár og fjarþörf næstlið- ins árs. Hann sagði að ekki lægi fyrir nein úrvinnsla úr hjálparbeiðnunum með tilliti til aldurs og þjóðfélagsstöðu þeirra sem leita ásjár stofnun- arinnar, en á síðastliðnum vetri var gerð könnun sem sýndi að hlutfall ungs fólks hafði hækkað verulega meðal umsækjenda. Af aukafjárveitingunni renna 4.7 milljónir til beinnar félagsaðstoðar en 2.1 milljón til afturkræfra framfærslulána. Loftferðaeftirlitið: Vigtaði landann - ogþotantafðist ■ Seinkun varð á einni utanlandsvél Flugleiða á mánudagsmorgunin og var ástæðan sú að Loft- ferðaeftirlitið var mætt á staðinn og bauð væntan- legum farþcgum að slíga á vigt áður en gengið var um borð. Þannig var alll liðið viglað fullklætt ásamt pinklum og pökkum þeim sem kallast handfarangur á ferðamannamáli. Höfðu aðrir en þeir sem fást við nákvæmni brottfarartíma skemmtan af. Aö sögn Grétars Ósk- arssonar hjá Loftferðaeft- irlitinu eru þeir með þessu að finna út hvað Islending- ar eru þungir rétt áður en þeir stíga upp í milliianda- þotur. Flugleiðir styðjast við erlenda staðla í þess- um efnum og að afloknum rannsóknum sem þessum eru þeir aðlagaðir íslensk- um raunveruleika. 1981 vigtaði Loftferðaeftirlitið 712 manneskjur rétt áður en þær lögðu upp í innan- landsflug með Flug- leiðum. NT spáir því að íslendingar reynist þyngri rétt áður en þeir stíga upp í millilandaþotu heldur en þeir eru rétt áður en þeir stíga upp í Fokker í innan- landsflugi. ■ Fimm menn í gæsluvarðhald ■ Fimm ungir menn voru handteknir í fyrrinótt og gærmorgun eftir að tollverðir og lögreglumenn lögðu hald á 700 grömm af amfetamíni og 400 grömm af hassolíu sem smyglað var til landsins með ms. Eyrarfossi. Þetta er mesta magn af amfetamíni sem lagt hefur verið hald á í einu hérlendis og meira magn en lagt var hald á allt árið í fyrra. Eyrarfoss kom til Reykjavík- Rotterdam og tleiri erlendum ur skömmu fyrir miðnætti á höfnum. Fíkinefnin munu hafa mánudagskvöld frá Hamborg, verið falin um borð í skipinu. Tveir menn komu að skipinu í bíl skömmu eftir að það lagðist að bryggju og sóttu þeir fíkni- efnin um borð. Þeir óku síðan frá Reykjavíkurhöfn áleiðis upp í Breiðholt. Lögreglumenn veittu mönnunum eftirför og voru þeir stöðvaðir og hand- teknir á Álfabakka í Breiðholti og fannst efnið í bíl þeirra. Þrír menn til viðbótar voru síðan handteknir í framhaldi af þessu og færðir til yfirheyrslu. Að sögn lögreglu bendir ekkert til þess að skipverjar á Eyrarfossi , séu viðriðnir þetta mál. Erfitt er að segja nákvæmlega' til um verðmæti fíkniefnanna sem lagt var hald á í gær. fyrr en styrkleikaprófun hefur farið fram. En ef gert er ráð fyrir að amfetamínið sé hreint er það yfirleitt þynnt til að fá uppundir þrefalt magn áður en það er selt á íslenskum markaði. Ef miðað er við að gramm af amfetamíni seljist hérlendis á 2500 til 3000 krónur gæti söluverðmæti þessa magns numið tæpum sex mill- jónum króna. Gramm af hass- olíu er samkvæmt heimildum NT selt á um 1500 krónur og því gæti söluverðmæti þessarar 400 gramma numið 600 þúsund krónum. Þrátt fyrir að yfirheyrslur yfir fimmmenningunum stæðu nær stanslaust y fir í gærdag er rann-. sókn málsins enn á frumstigi og varðist lögreglan allra frétta af því hvernig komist hefði upp um smyglið og hvar og hvernig fíkniefnin voru fengin. Líkur benda þá til að efninu hafi verið koniið fyrir um borð í skipinu í Rotterdam en Holland er mið- stöð fíkniefnaverslunar í Evrópu. Fíkniefnalögreglan gerði kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum fimm í gær og annar mannanna sem handtekinn var í bílnum var í gærdag úrskurð- aður í 15 daga varðhald í Sakadómi í ávana og fíkniefna- málum. Tveir til viðbótar voru í gærkvöldi úrskurðaðir í 21 dags gæsluvarðhald en dómari tók sér frest til að úrskurða um varðhald yfir einum þeirra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.