NT - 30.05.1984, Blaðsíða 4

NT - 30.05.1984, Blaðsíða 4
4> r r í >p J t-' ♦ ' Miðvikudagur 30. maí 1984 4 0 W ] URunis Hönnun Umboð: ABRU STARMASTER STIGAR 2,5 -7,6 METRA ABRU ALUVAL TRÖPPUR 3 - 7 ÞREPA ABRU ALUVAL HEIMILISTRAPPA Sölustaður: Sambandið Byggingavörudeild Suðurlandsbraut 32 Innflutnmgsdeild Sambandsins Búsáhöld - Holtagörðum - Sími 812 66 LISJAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK # 1.-17 JÚNÍ 1984 Miðasala Gimli v/Lœkjargötu: opið frá kl. 14:00-19:30 Sími: 62 11 55 Vörumarkaðurinn Seltjarnarnesi og Mikligarður v/Sund: fimmtud. kl. 14:0049:00 föstud. kl. 14:00-21:00 laugard. kl. 10:00-16.00 ■ Árbæjarkirkja til vinstri og Árbæjarkirkja til hægri. Eða verður gamla kirkja Árbæjarsafns sem þjónaði Árbæingum til ársins 1971 að láta sér lynda að heita bara safnkirkja? N'I -mynd: Árni Sxberg Verða Arbæjar- kirkjur tvær? séra Guðmundur Þorsteinsson sóknarprestur svarar ■ „Já, það er trúlegt að svo ,verði. Nýja kirkjan heitir nú á teikniborðinu kirkja og safn- aðarheimili Árbæjar en flest- ir eru á því máli að söfnuður- inn fái nafnið. Þá er vel hugsanlegt að gamla kirkjan heiti Safnkirkjan í Árbæ en eins og er hefur þetta ekki verið ákveðið," sagði Guð- mundur Þorsteinsson sóknar- prestur Árbæjarsóknar að- spurður um nafngift nýrrar kirkju í Árbænum sem nú er í smíðum Að sögn Guðmundar er áætluð vígsla hinnar nýju kirkju í lok árs 1986. Safnað- arheimili sem er á jarðhæð byggingarinnar var vígt 1978 og síðan hafa guðsþjónustur farið fram þar. Til þess tíma sóttu Árbæingar tíðir inn í gömlu safnkirkjuna í Árbæ eins og Guðmundur kaus að kalla hana, að sumri til en í barnaskólanum á vetrum. Ennþá er gamla Árbæjar- kirkjan notuð til einstakra embættisverka svo sem fyrir giftingar, skírnir og einstöku sinnum fermingar. Árbæjarsöfnuður var stofnaður 1968 og hverfið gert að sérstöku prestakalli 1971. Áður tilheyrði sóknin Lágafellsprestakalli og var þá innan Kjalarnesprófasts- dæmis en er frá 71 innan Reykjavíkurprófastsdæmis. Næstsíðasta hvalvertíðin ■ Hvalvertíðin er nú að hefjast. Vertíðin í ár er sú næstsíðasta, því að 1986 verður komið á algjöru hvalveiðibanni. í ár verður veiddur sami kvóti og í fyrra eða 167 langreyðar og 100 sandreyðar. Þrír hvalveiðibátar verða gerðir út frá hvalstöðinni í Hvalstöðinni og alls munu um 400 manns vinna við hvalveiðarnar í sumar. JKÚ0AM ■ Þessi stolta móðir er enginn önnur en Ellý söngkona í Q4U. Hún eignaðist 12 marka stelpu þann 14. maí, sem á að heita Erna. Faðirinn er Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari í Q4U, og myndin er tekin á heimili þeirra hjóna. Af Q4U er fátt að frétta af skiljanlegum ástæðum, en hljómsveitin hugsar sér til hreyfings einhverntíma á ár*nU. NT-mynd: Ámi Bjamason Vorhátíð í Laugarnesi ■ Þessi skrautlega prósessía er nemendur, kennarar og foreldrar barna í Laugarnesskóla í Reykjavík. Gangan var farin í tilefni af því að vetrarstarfí skólans er að Ijúka. Vorgleðin hófst með því að gróðursett voru tré um morgunin, en að lokinni göngunni, sem hálft í hvoru var kröfuganga, átti að grilla pylsur og hafa það gott. Skólinn á fímmtíu ára afmæli á næsta ári og stefna íbúar hverfísins að því að búið verði að ganga frá skólalóðinni fyrir afmælið. Betra seint en aldrei, segir einhversstaðar. Annars voru allir sammála um að þetta væri mjög góður skóli. NT mynd: Ámi Sxberg

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.