NT - 30.05.1984, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. maf 1984 3
ITT
Toekni um allan heim —
Styrktarfélagið lamað:
Ollu starfsfólki hefur
verið sagt upp störfum
ITT Ideal Color 3304,
-fjárfesting í gæöum
á stórlækkuöu veröi.
Vegna sórsamninga viö
I7T verksmiðjurnar [
Vestur Þýskalandi. hefur
okkur tekist aö fá
takmarkað magn af 20"
litasjónvörpum á
stórlækkuöu veröi.
ITT
■ Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra hefur gripið til
þess ráðs að segja upp öllu
starfsfólki sínu frá og með
fyrsta september næst-
komandi. Mun þessi að-
gerð verða liður í að vekja
athygli stjórnvalda á
vanda stöðvarinnar.
Endurhæfingarstöðin á
Háaleitisbraut sem Styrkt-
arfélag lamaðra og fatl-
aðra annast, er rekið á
meðferðargjöldum sem
hið opinbera greiðir. Að
sögn Óttars
Kjartanssonar, formanns
Styrktarfélagsins, á rekst-
urinn að greiðast af opin-
beru fé. En endar hata
aldrei náð saman í gegnum
árið að Óttars sögn. „Við
fáum að vísu greiðslur úr
tryggingum en þær eru
bara allt of lágar“~sagði
Óttar er NT hafði sam-
bandi við hann vegna
þeska máls.
Nauðvörn
„Það hefur alltaf verið
halli á þessum rekstri, og
félagið hefur einfaldlega
ekki efni á að standa undir
honum. Þetta er okkar
nauðvörn. Við verðum að
hætta áður en félagið koll-
siglir sig fjárhagslega.“
Óttar gat þess ennfremur
að félagið hefur tekjur af
happdrættum, gjöfum,
áheitum ofl. sem ætti að
notast til uppbyggingar
stefnunnar en ekki til að
standa undir rekstri sém
því opinbera bæri að
greiða.
Aðspurður tjáði Óttar
NT að um hundrað manns
leituðu til stpðvarinnar
dag hvern. „Það liggur í
augum uppi, að stöðinni
má ekki loka, hún hlýtur
að þurfa að starfa áfram,
enda er þessi stofnun búin
góðum tækjum og við
hana starfar gott og fært
fólk. Okkar von er að
sjálfsögðu sú að geta ráðið
allt þetta fólk aftur“ sagði
Óttar að lokum.
Efast um
lögmæti þessa
„Ég hef ekki enn fengið
þetta uppsagnarbréf í
hendur'* sagði María Ól-
afsdóttir, einn sjúkraþjálf-
ara Styrktarfélagsins.
„Hinsvegar hef ég fengið
tilkynningu um ábyrgðar-
sendingu. Við sem störf-
um við stöðina höfum ým-
islegt við það að athuga að
okkur skuli sagt upp störf-
um á meðan við erum í
verkfalli og efumst stór-
lega um að þetta sé
löglegt“ sagði María. Að-
spurð sagði hún þetta gæti
haft slæmar afleiðingar
fyrir fatlað fólk, ef til lok-
unar kæmi. „Sérstaklega
kemur stöðvun illa niður
á börnunum sem þurfa á
stöðugri þjálfun að halda.
Það eru náttúrulega fleiri
stöðvar í borginni sem
hafa samskonar þjónustu
en það eru allstaðar bið-
listar,“ sagði María að
lokum.
Fullkomlega
löglegt
„Þessar uppsagnir eru
ekki neinum tengslum við
yfirstandandi vinnudeild-
ur, þó þær á sinn hátt hafi
áhrif og flíti fyrir þessu,“
sagði Sigurður Magnús-
son, framkvæmdastjóri
Styrktarfélagsins, er þetta
var borið undir hann, „Við
■ Hin glæsilegu þjálfunartæki Styrktarfélagsins koma tugum manna aö góöum
notum á hverjum degi. Verða þau brátt notkunarleysinu að bráð? Myndina tók ARI
í gærkvöldi í húsakynnum félagsins við Háaleitisbraut.
Gæslan og þyrlurnar:
Frönsku framleiðendurnir
boðaðir hingað fljótlega
■ Fulltrúar frönsku flug-
vélaverksmiðjanna Aero-
spatiale verða væntanlega
kallaðir fljótlega hingað
til lands til frekari við-
ræðna vegna þyrlukaupa
fyrir Landhelgisgæsluna.
Ríkisstjórnin heimilaði
nýlega Landhelgisgæsl-
unni að kaupa þyrlu með
hagstæðustum kjörum og
á að ræða þau mál við
frönsku framleiðendurna,
þar sem Dauphin þyrla
þeirra þótti bestur kostur
af nefnd, sem annaðist
forkönnun á þyrluþörf
gæslunnar.
Þótt ekkert hafi enn ver-
ið endanlega ákveðið,
bendir margt til þess að
frönsku þyrlurnar verði
ofan á, þar sem ýmsir
þættir í boði framleiðend-
anna þóttu vænlegir, svo
sem þjálfun áhafna. Mál
þessi munu skýrast á næst-
unni, en þangað tii getur
allt gerst.
höfum aflað okkur upplýs-
ingar um það að þessar
uppsagnir eru fullkomlega
löglegar. Meiningin er
ekki að vísa fólki neitt í
burtu, heldur að skapa
svigrúm til að geta lagt
grunn að því mikla starfi
sem þarna fer fram, þann-
ig að hvorki sjúklingar
þurfi að líða fyrir það né
heldur að starfsfólk verði
að hætta störfum." Sig-
urður sagði jafnframt að
afleiðingar lokunar, til
lengri eða skemmri tíma,
væru fjarlægt spursmál
því það eru þrír mánuðir
til stefnu. „Við hyggjumst
halda áfram undirbúnings-
starfi sem þegar er hafið í
endursköpun stöðvarinn-
ar og teljum að því verði
lokið fyrir þann tíma."
Auglýsinge
símar:
18-300
- 86-300
23.450.
VERÐÁ20” ITT
UTASJÓNVARPI
Sambærileg tæki fást ekki ódýrari.
ITT er fjárlesting i gaeðum.
mmwm
SKIPHOLTI 7 SIMAR 20080 & 26800
Nýr sykurlaus
fP Tl Appelsínu-
X ^ Jk drykkur
Nýjung sætíefnið „Nutra Sweet“
er notaö í TOPP
Fæst í öllum matvöruverslunum Sói hf.