NT - 30.05.1984, Blaðsíða 24

NT - 30.05.1984, Blaðsíða 24
 Miðvikudagur 30. maí 1984 24 Tímamótaheimsókn? Zhao Ziyang, forsætisráð- herra Kína, heimsækir Frakk- land París-Keuter. ■ Forsætisráðherra Kína, Zhao Ziyang, byrjar í dag ferðalag sitt til sex Evrópu- landa. Frakkland er fyrsti viðkomustaður hans en þar mun hann m.a. ræða við Mitter- rand Frakklandsfor- seta yfír veisluborði í frönsku forsetahöllinni • ðag. Síðar í dag hetdur Zhao ræðu í franska þinginu sem kínverskir fjölmiðlar segja að muni marka tímamót. Það erljóst að Kínverj- ar leggja nú mikla áherslu á að marka skýra og sjálfstæða utan- ríkisstefnu jafnframt því sem samskipti þeirra við aðrar þjóðir aukast. Þeim er líka mikið í mun að auka viðskipti sín við Frakka og aðrar þróaðar iðnað- arþjóðir. Meðal þeirra mála sem Kínverjar hafa rætt við Frakka að undanförnu má nefna fyrirhuguð kaup á kjarnorku- verum sem Kínverjar ætla að nota til að framleiða rafmagn. Þeir hafa éinnig falast eftir sam- starfi við Frakka og ítali um framleiðslu á Airbus-flugvélini A320 sem er 150 sæta farþega- flugvél fyrir farþegaflutninga á stuttum vegalengdum. Kínverj- ar vilja gjarnan framleiða huti í þessa flugvél í Kína. Eftir heimsókn sína til Frakk- lands hcldur Zhao Ziyang til Belgíu, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Ítalíu auk þess sem hann mun heimsækja höfuð- stöðvar Efnahagsbandalagsins í Brussel. Svipuð verðbólga á íslandi og í sumum öðrum Evrópulóndum ■ Zhao Ziyang, forsætisráð- herra Kína. Hann er nú í heim- sókn í Frakklandi. ■ Þótt flest ríki líti á verð- bólgu sem einn versta fjanda heilbrigðs efnahagslífs gengur þeim misvel í báráttu sinni við að kveða hana niður. Af þeim tíu ríkjum sem eru aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu, hefur þremur ekki takist að ná verðbólgunni niður fyrir 10% á ári. Einna mest er verðbólgan á Grikklandi, en þar er hún um 17,1 prósent á ári ef miðað er við apríl síðastliðinn. Verðbólg- an hér á íslandi er þannig orðin svipuð og í mörgum öðrum Evrópulöndum. 20 kassar með eins atkvæðum Egypska stjórnin vinnur stórsigur Kairo-Kcuter. ■ Stjórnarflokkurinn á Egyptalandi, Þjóðlegi lýðræðis- flokkurinn, vann stórsigur í kosningunum, sem haldnar voru síðastliðinn sunnudag. Þegar atkvæðatalningu lauk síödegis í gær kom í Ijós að stjórnarflokkurinn hafði fengið 391 þingsæti af 448 mögulegum í þjóðþinginu. Aðalstjórnar- andstöðuflokkurinn, WAFD, fékk aðeins 57 sæti en aðrir flokkar fengu engin. Þessi mikli sigur stjórnarflokksins var jafn- vel meiri en búist var við. Stjórnarandstæðingar halda því fram að kosningarnar hafi ekki farið heiðarlega fram og svik hafi verið höfð í frammi við talningu atkvæða. í Ghar- bia-héraði fyrir norðan Kairo kom t.d. í ljós við talningu að í tuttugu kjörkössum voru aðeins atkvæði sem studdu stórnar- flokkinn. Árleg verðbólga í EBE við verðbólguhraða í aprfl: Vestur-Þýskaland Holland Bretland Danmörk Belgía Luxembourg Frakkland írland Italía Grikkland miðað 3,2% 3,5% 5,2% 6,6% 7,5% 7,8% 7,8% 10,2% 11,5% 17,1% Krafa um 35 stunda vinnuviku í Vestur-Evrópu: Félagsleg uppbygging iðnaðarþjóðfélaga að hrynja verði ekki ráðin bót á atvinnuleysinu ■ Málmiðnaðarmenn í Þýskalandi Ihafa staðið í skyndi- verkföllum undangcngnar vikur og er aðalkrafa þeirra að vinnuvikan verði stytt úr 40 stundum í 35 klukkustundir. Atvinurckendur hafa boðið 3.5% launahækkun en harð- neita að ganga til samningsvið- ræðna um styttingu vinnu- vikunnar. Málmiðnaðarmenn standa fast á kröfum sínum um að vinnuvikan verði stytt um fímm klukkustundir og að stefnt verði að því að sömu laun verði greidd og fyrir 40 stunda vinnu. Þctta er ekkert einsdæmi. Önnur launþegafélög í Þýska- landi hafa sett fram sömu kröfur, þótt ekki hafi komið til verkfalla. í Frakklandi eru væringar milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda og stáliðn- aðarmenn þar og þeir senr vinna við bílaiðnað hafa staðið fyrir verkföllum. Aðalbaráttumálið Krafan um 35 stunda vinnu- viku hefur verið tekin upp af launþegahreyfingum um mest- alla Vestur-Evrópu. í Dan- mörku var hún aðalkrafa 1. maí s.l. og vafalítið munu fleiri af Norðurlöndunum brátt bæt- ast í hópinn. Höfuðröksemdin fyrir stytt- ingu vinnuvikunnar er að minnka eða útiloka alveg hið geigvænlega atvinnuleys'i sem ríkir í flestum Vestur-Evrópu- löndum. Verkalýðssamtökin halda því fram að meö því að stytta vinnuvikunna muni at- vinnuleysi hverfa þar sem mun fleiri fengju þá vinnu. Einnig krefjast launþegasamtökin þess að meiri hagræðingar verði gætt í stjórnun fyrirtækja og að fleiri atvinnutækifæri verði sköpuð með því að taka upp fleiri iðngreinar og fjöl- breyttari framleiðslu. Atvinnuleysi í Vestur- Þýskalandi er nú um 9%. For- ystumenn launþegasamtak- anna halda því blákalt fram að það muni hverfa eins og dögg fyrir sólu ef vinnuvikan verður stytt um fimm stundir þannig að fleiri kæmust að á vinnu- stöðum. Atvinnurekendur halda því fram að ef fara þarf að þjálfa fjölmennt, nýtt vinnuafl og breyta vöktum og fleiru mundi það hækka framleiðslukostnað um 20% og þýskur iðnaður yrði ekki samkeppnisfær. Þeir eru því ekki til viðræðu um kröfur launþegasamtakanna, og taka ekki undir slagorð þeirra „vinna fyrir alla“. Atvinnurekendur á móti Á ráðstefnu um atvinnumál sem haldin var í Strasburg fyrr á þessu ári, var mikið rætt um atvinnuleysi og styttingu vinnuvikunnar. Þar voru samankomnir fulltrúar laun- þegasamtaka, ríkisstjórna og atvinnurekenda. Mál þessi voru rædd vítt og breytt án þess að niðurstaða fengist. AIl- ir aðilar voru sammála um að útrýma bæri atvinnuleysi og meðal annars var 35 stunda vinnuvikan rædd af einurð. Fulltrúar verkalýðsfélaganna standa fast á þeirri kröfu sinni að laun verði ekki lækkuð, þannig að sama kaup verði grcitt fyrir vinnuvikuna þótt hún verði stytt um fimm tíma. Það er ekki síst fyrir þá kröfu sem atvinnurekendur segja að ekki komi til mála að verða við kröfunni. í Þýskalandi og víðar hafa fulltrúar vinnuveitenda boðið frjálsari vinnutíma en nú við- gengst og lofað að bæta kjör launþega á ýmsan hátt. En 35 stunda vinnuvika er krafa dagsins sem verkalýðssam- böndin standa á eins og hundar á roði. Af þessum sökum eru víða blikur á lofti í atvinumálum. I Þýskalandi skiptast á verkföll ■ Verkföll og verkbönn hafa verið tíð í Þýskalandi. Það eru aðallega málmiðnaðarmenn sem standa í vinnudeilum og er aðalkrafa þeirra 35 stunda vinnuvika. Myndin er tekin í Bonn S.I.*. mánudag er verkamenn fóru þangað í kröfugöngu sínar. Símamynd Polfoto. ■ í Danmörku var aðalkrafa verkalýðsfélaganna 1. maí að vinnuvika yrði stytt. Það er í samræmi við kröfur verkalýðssam- taka uin aila Vestur-Evrópu. og verkbönn og æsist leikurin með hverri viku sem líður. Stefnir í allsherjarátök í Danmörku eru verkalýðs- samtökin og atvinnurekendur að undirbúa samningavið- ræður og ljóst er að 35 stunda vinnuvika verður aðalágrein- ingsefnið. Formaður Vinnu- veitendasambandsins segir í nýlegu blaðaviðtali að ekki komi til mála að verða við þessari kröfu og spáir allsherjar átökum milli atvinnurekenda og þeirra 600 þúsund launþega sem starfa hjá þéim. Fulltrúar launþega segja að hvergi verði hvikað frá kröfunni um stytt- ingu vinnutímans og segjast vera tilbúnir í allsherjarátök verði ekki orðið við þeim. í nýlegu viðtlai við Knud Christiansen, formann danska Alþýðusambandsins, sem birt- ist í málgagni samtakanna, seg- ir hann að stytting vinnuvik- unnar sé eindregin krafa Alþýðusambandsins og frá henni verði ekki hvikað. Hann skírskotar til ráðstefnunnar í Strasburg og sagði að evrópsk verkalýðshreyfing muni leggja fram alla sína krafta í barátt- unni fyrir styttum vinnutíma. Hann kveður þetta engan barnaleik heldur sé full alvara á ferðinni. Atvinnuleysið sé komið á það stig að félagsleg uppbygging iðnaðarþjóðfélaga Evrópu muni hrynja verði ekk- ert að gert og telur að stytting vinnutímans sé eina aðferðin sem til greina kemur til að koma í veg fyrir böl atvinnu- leysis. O.Ó.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.