NT - 30.05.1984, Blaðsíða 5

NT - 30.05.1984, Blaðsíða 5
Amóti fjölgun ■ Félag áhugamanna um jafn- an kosningarétt hefur sent frá sér athugasemd, þar sem lýst er vanþóknun félagsins á sam- þykkt Alþingis um stjórnar- skrárbreytingu og fjölgun al- þingismanna. Muni samþykktin verða til þess að tefja endanlega jöfnun atkvæðisréttar. Auk þess sé ámælisvert að fjölga þing- mönnum. ASÍ vill frelsi ■ Miðstjórn ASÍ hefur sam- þykkt stuðning við þá kröfu að innflutningur kartaflna verði gef- inn frjáls á þeim tímum sem innlend framleiðsla fullnægir ekki eftirspurn. Telur mið- stjórnin margendurtekin mistök einokunaraðila sýna og sanna að aðhalds sé þörf á þessu sviði verslunar, eigi neytendur að búa við eðlilega fjölbreytni og gæði. Hagvirki hreppti hnossið ■ Hagvirki hf. hefur verið fengin í hendur tvö verk hjá Landsvirkjun, 4. áfanga Kvísl- árveituframkvæmda og vinnu í stíflugrunnum við í>órisvatn. Alls bárust Landsvirkjun 5 tilboð í fyrrnefnda verkið og 6 í það síðarnefnda. Lægsta tilboð í bæð verkin var frá Hagvirki og hljóðaði samningsfjárhæðin uppá rúmar 130 milljónir króna. Samkvæmt samningum ber verkinu við Þórisvatn að ljúka í haust en Kvíslárveituáfangan- um haustið 1985. Litlir fiski- menn seldir ■ Listasmiðja Glits er nú að undirbúa útgáfu á nýjum flokki listaverka. Fyrsta verkið verður skúlptúr eftir Ragnar Kjartans- son myndhöggvara, sem nefnist 'Litli fiskimaðurinn. Aðeins verða gefin út 15 tölusett eintök af verkinu og er verð á hverju eintaki 14 þúsund krónur. Mótmæltu skattinum ■ Flugvirkjar eru á móti tekjuskatti af launatekjum. Fyrir þinglok afhentu forsvarsmenn Flúgvirkjafélags íslands alls- herjarnefnd Sameinaðs þings undirskriftarlista með yfir 300 nöfnun, þar sem lýst er yfir stuðningi við þá tillögu Gunnars G. Schram um afnám tekjuskatts af almennum launa-\ tekjum. Verðlaun ■ Það verða veitt 25 þúsund króna verðlaun fyrir bestu rit- gerðina í samkeppni Lands- sambands iðnaðarmanna. Þátt- takendum eru gefnar frjálsar hendur um efnisval. Skilafrestur er 1. desember. Tilgangur sam- keppninnar er að vekja ungt fólk til umhugsunar um gildi íslensks iðnaðar. • • BLAÐSOLU-OG • • BLAÐBURÐARBORN Happdrætti ársins: Ferð fyrir 6 þá heppnu til Stuttgart í ágúst þar sem Ásgeir Sigurvinsson tekurá móti hópnum. Þarmun hópunnn eiga góða stund með Asgeiri, síðan verður farið á völlinn og horft á Stuttgart leika við eitthinna kunnu þýsku stórliða. Fararstjóri: Ólafur Sigurvinsson. “ M . -"j 4 r- iil 111 KI i i *> 9 1*2 Reglur: Fyrir kvörtunarlaust hverfi í 1 mánuð fást 4 miðar, 3 efkvartað er og svo frv. Fyrir 100 blöð í lausasölu fæst 1 miði Fyrir 200 blöð 2 miðar og svo frv. Miðar afhentir á afgreiðslu NT og hjá umboðs- mönnum úti á landi. Nú er að standa sig, allir eiga möguleika. testu kveðjur og gangi yfcfcur vel

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.