NT - 30.05.1984, Blaðsíða 25

NT - 30.05.1984, Blaðsíða 25
H iirrít*'Mv ' i v M T-> ► » .1 Miðvikudagur 30. maí 1084 25 Aðalmálin á utanríkisráðherrafundi NATO: Kólnandi sambúð, uppsetning eldflauga og Persaflóastríðið Washington-Reuter ■ Utanríkisráðherrar Atlants- hafsbandalagsríkjanna hófu í gær þriggja daga fund í Was- hington. Búist er við að ráðherr- arnir muni aðallega ræða versn- andi sambúð Vesturveldanna og kommúnistaríkjanna og hætt- una á útþenslu stríðsins við Persaflóa. Á blaðamannafundi sem Jos- eph Luns, framkvæmdastjóri bandalagsins hélt fyrir utanrík- isráðherrafundinn, sagði hann að mörg úrlausnarefni lægju fyrir fundinum. Hann nefndi að sú tregða, sem sumar af ríkis- stjórnum aðildarþjóðanna sýndu gagnvart uppsetningu meðaldrægra eldflauga í löndum sínum, væri erfitt mál. Hann kvað hollensku stjórnina klofna í málinu og ef Hollend- ingar neituðu, væri erfitt fyrir Belga að samþykkja uppsetn- ingu eldflauga í sínu landi og það mundi einnig skapa erfið- leika gagnvart þeim ríkjum At- lantshafsbandalagsins, þar sem uppsetning flauganna er þegar hafin. Framkvæmdastjórinn sagði að Nato ríkin væru reiðubúin að hefja samningaviðræður við Sovétríkin hvenær sem er, en minnti á að það væru Sovét- menn sem vikið hafi frá samn- ingaborðinu og væru þeir nú herskáir og illir viðureignar. Þá taldi hann að Vestur-Evr- ópa ætti að búa sig undir að hætta olíukaupum frá Mið- Austurlöndum, en auka vinnsl- una í Norðursjó og leita við- skipta annars staðar þar sem lítið öryggi væri í viðskiptum við ríkin við Persaflóa eins og nú horfir. Hann hældi Banda- ríkjamönnum fyrir að auka að- stoðina við Saudi-Arabíu og að hafa tiltækan herafla við Persa- flóa, en minnti á að það drægi úr varnarmætti í Evrópu og ættu Evrópumenn sjálfir því að auka varnir sínar. Bush varaforseti Bandaríkj- anna ávarpaði fundinn og réðst harkalega á Sovétríkin fyrir uppbyggingu herafla langt fram- yfir skynsamlegan varnarmátt, mannréttindabrot og útþenslu- stefnu í þriðja heiminum. Claude Cheysson, utanríkisráð- herra Frakka tók mjög í sama streng og sagði hegðun Sovét- ríkjanna sýna, að þau litu allt öðrum augum á slökunarstefnu en ríki Atlantshafsbandalags- ins. Bush kvað ævintýramennsku Sovétríkjanna í Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku ógna sjálfstæði ríkja í þessum heimshlutum. ■ JosephLunsseturfundutan- ríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsins í Washington. Þetta er síðasti ráðherrafundur Nato, sem hann situr því hann mun brátt láta af störfum, en hann hefur verið framkvæmda- stjóri bandalagsins í 13 ár. Við tekur Carrington lávarður, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bretlands. Sinumynd POLFOTO Saudi-Arabar birgðir upp af vopnum: Ottast Joft- árásir írana ■ Samningaviðræður málm- iðnaðarmanna, sem er stærsta verkalýðssambandið í Vestur- Þýskalandi og atvinnurekenda fór út um þúfur í gær. Fulltrúar verkamanna halda fast við kröfuna um 35 stunda vinnu- viku. Málamiðlun um að vinnutími vaktavinnumanna yrði styttur niður í 38 stundir á viku í áföngum, var felld. Verkföll og verkbönn munu því halda áfram ef að líkum lætur. Myndin er tekin í gær af verkfallsmönnum í Daimler verksmiðjunum í Sindelfingen í gær. Símamvnd Polfoto Iranir bjóða verðlækkun ■ í London eru sögusagnir á kreiki um að Iranir bjóðist til að lækka verð á olíu um 2 dollara á tunnu. eða úr 28 dollurum í 26 dollara, til að vega upp á móti hækkun iðgjalda af skipum, sem sigla til Persaflóa. Á einni viku- hafa iðgjöldin verið hækkuð úr 3 í 7.5% vegna þess hve hættan hefur aukist mikið á siglingaleiðunum inn í botn Persaflóa. Þetta þýðir að skip sem tryggt er fyrir 10 millj. doll- ara verður að greiða 750 þús. dollara í iðgjald í stað 300 þús. dollara fyrir viku. í apríl voru iðgjöldin aðeins 0,75%. Ef siglingar um flóann stöðvast munu olíuflutning- ar minnka um 4 millj. tunna á dag. Talið er af sérfræð- ingum að það muni ekki hafa teljandi áhrif á heims- markaðsmálin. Óttast um afdrif Sakharovhjónanna Washington-Reuter ■ Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að Saudi-Aröbum hafi verið afhent 400 flugskeyti af Stingargerð, sem notuð eru til að granda flugvélum. Vopnin eru afhent til að Saudi-Arabar geti varist árásum írana. bæði á skip og skotmörk á landi. Flug- skeytin eru þegar komin til Saudi-Arabíu. Reagan forseti ákvað að afhenda vopnin í skjóli heimildar um neyðarráð- Angóla: Sigursælir skæruliðar I.issabon-Reuter ■ Skæruliðar Unita, sem berj- ast gegn stjórninni í Angóla segjast hafa fellt 184 stjórnar- hermenn og 22 kúbanska her- menn í síðustu viku. Þeir gerðu víða árásir á herflokka og her- stöðvar og ollu miklu tjóni. 23. maí s.l., skutu skæruliðar niður flugvél af Antonov 12 gerð. Áhöfnin var rússnesk og var flugvélin að flytja kúbanska hermenn frá Huambo til Luanda. stafanir vegna árásarhættu og þarf hann því ekki að sækja til þingsins um samþykki. Talsmaður stjórnarinnar sagði að salan á vopnunum væri gerð vegna öryggishagsmuna Bandaríkjanna, ráðist væri á skip á alþjóðlegum siglinga- leiðum og hætta væri á árásum á vinveitt ríki. Einnig hafa verið sendar til Saudi-Arabíu olíubirgðaflug- vélar, sem birgt geta aðrar flug- vélar á flugi. Er sú ráðstöfun gerð vegna AVACS vélanna sem Bandaríkjamenn hafa haft til taks á Arabíuskaganum frá 1980. Fylgjast þær með öllum skipaferðuni og flugi á stóru landsvæði. Að auki hafa Saudi-Aröbum verið send vopn og varahlutir af ýmsu tagi. Bandaríkjastjórn hefur áður farið fram á að fá að selja Saudi-Aröbum 1200 Stinger- eldflaugar, en Fulltrúadeild þingsins veitti ekki samþykki sitt. Einnig vildi forsetinn selja Jórdönum 1913 slíkar flaugar en þingið neitaði og ísraelar mótmæltu harðlega að slíkt hafi komið til greina. Vopnasalan bendir til að í Washington óttist menn mjög að styrjöldin milli írana og íraka muni breiðast út og að Saudi- Arabar og önnur ríki á Arabíu- skaga muni blandast inn í átök- in. Moskva-Rcuter ■ Svo virðist sem Yelena Bonner, kona Sak- harovs hafí verið flutt brott frá heimili þeirra hjóna í Gorky. Vinir þeirra hjóna hafa reynt að ná sambandi við Bonner, en íbúðin virðist tóm og Ijós eru ekki kveikt þar. Engum hefur verið leyft ;ið heimsækja hjónin síðan 2. maí sl. en þá var Sakharovs kominn í hungurverkfall til að mótmæla því að kona hans fékk ekki að fara til Ítalíu til að leita sér lækninga. Svo virðist sem friðar- verðlaunahafinn hafi verið flut- tur á sjúkrahús til að gefa hon- um næringu þar á móti vilja hans. Hjónin eru bæði hjartveik og auk þess þjáist Bonner að augn- sjúkdómi. Vinir þeirra eru áhyggjufullir vegna afdrifa hjónanna, en fá engar upplýs- ingar um hvar þau eru niður komin né um heilsufarsástæður þeirra. Fjölskyldur þeirra fá heldur ekkert að vita um afdrif þeirra. Borgin Gorky, sem er austur af Moskvu er algjörlega lokuð öllum útlendingum. Tékkar kaupa olíu frá íran: Olían frá Sovét er dýr og af skornum skammti Vín-Reuter ■ írönsk fréttastofa í Vín hef- ur tílkynnt að Tékkóslóvakía hafi samið um kaup á 900 þús- und tonnum af olíu frá íran á þessu ári. Þessi samningur er gerður á sama tíma og Sovétrík- in hafa tilkynnt Austur-Evrópu- ríkjunum sem fylgja þeim að málum, að olíuframleiðslan verði ekki aukin. Áður fengu ríkin í Comecon olíu frá Sovétríkjunum á hag- stæðu verði, sem var mun lægra en olía var seld á til annarra landa frá Sovétríkjunum. En nú verða þau að greiða heims- markaðsverðfyrir sovéska olíu. Önnur ástæða fyrir olíukaup- um Tékka frá íran er að unnið er að víðtækari viðskiptum landanna og munu Tékkar efla útflutning til írans og munu veita tækniaðstoð við olíuleit, bygg- ingu olíuhreinsunarstöðva og aðstoða við kolanám í landinu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.