NT - 30.05.1984, Blaðsíða 26

NT - 30.05.1984, Blaðsíða 26
íþróttir Nils Liedholm, hinn sænski þjálfari AS Roma um ieikinn í kvöld „Mun ekki v íkja frá mínu leiksk ipulagi“ næst besta liðið í Róm á eftir Lazio þar til á allra síðustu árum og á síðasta keppnis- tímabili vann liðið deildina í annað sinn. Árangurinn er þakkaður góðri stjórn Lied- holms svo og brasilísku stjörn- unum tveim, Falcao ogCerezo. En það eru fleiri góðir leik- menn hjá Roma en Brassarnir tveir og má nefna Bruno Conti, Sebastiano Nela, Francesco Graziani, allt landsliðsmenn, Roberto Pruzzoog fyrirliðann, Agostino Di Bartolomei sem er 29 ára og er aukaspyrnusér- fræðingur liðsins. Liedholm veit vel á móti hverslags liði Roma mun leika á miðvikudaginn, Liverpool hefur unnið alla leiki sína á útivelli í Evrópukeppninni í ár. „Að vissu leyti leika þeir knattspyrnu eins og við“ segir Liedholm „liðsfótbolta, ein- faldán en frábæran, líkari ■ Niels Liedholm þjálfari Liedholm. „Liverpool er lík- Bikarkeppnina fimm sinnum. þýskri eða ítalskri knattspyrnu Roma amlega sterkara en við og við Liðið hefur alltaf verið talið heldur en enskri". AS Roma hefur ekki tapað leik á þessu tímabili ■ Allir knattspyrnuunnendur í Róm og reyndar um alla Evrópu munu hafa augu og eyru sperrt þegar úrslitaleikur Evópukeppninnar í knatt- spyrnu fer fram í Róm í kvöld. Þaö verða heimamenn, ítal- íumeistarar Roma, sem mæta ensku meisturunum Liverpool á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Bein útsending í íslenska sjón- varpinu hefst kl. 18.00. Að sjálfsögðu er það hagur Roma að fá að spila á sínum eigin velli þar sem þeir hafa ekki tapað leik á þessu keppn- istímabili, hvorki í ítölsku deildinni né í Evrópukeppn- inni. Þá má og geta að félagið er moldríkt, með tvo af bestu mönnum brasilíska landsliðsins innanborðs og áhangendur sem láta hvorki lögreglukylfur né táragas koma í veg fyrir að þeir nái í miða á jafn mikilvægan leik og þann er framundan er. Þrátt fyrir þetta er hinn sænski þjálfari Roma, Nils Licdholm, ekki yfir sig bjartsýnn á sigur sinna manna, „við þurfum að vinna fyrstu 90 mín.“ segir verðum að komast hjá því að lenda í framlengingu“ bætir Liedholm við. Evrópumeistaratitill er svo sannarlega það sem Liedholm langar að ná í því talið er að hann muni hætta í lok þessa keppnistímabils. „Fólk er að tala um að við ættum að spila maður á mann“ skrifaði Lied- holm í vikuritið Panorama, „en ég mun ekki víkja frá minni taktík. Ég vil vinna leikinn með því að spila okkar venju- lega svæðabolta". Útherjinn Bruno Conti segir „þessi leikur er jafn mikilvægur og úrslitaleikurinn á HM á Spáni en þessi er verri vegna þess hve lengi við þurfum að bíða. Fyrir Roma þá er þetta einn mikilvægasti leikur í sögu fé- lagsins, sem var stofnað árið 1927. Roma vann ítölsku deild- ina árið 1941 -’42 og hafa unnið f--- Miðvikudagur 30. maí 1984 26 ■ Skærasta stjarna Roma-liðsins, Brasilíumaðurinn Paolo Ro- berto Falcao, veröur í sviðsljósinu í kvöld þegar Roma mætir Liverpool í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í íslenska sjónvarpinu kl. 18.00. Liverpool hefur á brattann að sækja í Rómaborg í kvöld: ■ Náum við þessum líka?, gæti Ian Rush verið að hugsa á þessari mynd, en Rush er bjartsýnn á leikinn, þegar byrjaður að fægja bikarinn. Fer meistarabikar- innlíka til Liverpool? ■ í ár hafa allar leiðir legið til Liverpool í ensku knattspyrn- unni. Liverpool FC vann enska meistaratitilinn, mjólkurkikar- inn og góðgerðaskjöldinn. Everton vann nýlega enska bikarinn, og þar með fyrsta titilinn í 14 ár. íbúar borgarinnar í Mersey- side geta verið stoltir. Liver- pool FC hefur lengi verið stór- veldi í enskri knattspyrnu, m.a. unnið meistaratitilinn þrjú ár í röð, og deildarbikarinn/mjólk- urbikarinn fjögur ár í röð. Þá vann liðið góðgerðaskjöldinn í leik við Manchester Utd í haust, bikarmeistarar og Eng- landsmeistarar keppa um hann árlega. í vetur léku í fyrsta sinn tvö lið frá Liverpool til úrslita um deildabikarinn. Liverpool vann Everton eftir að leika þurfti tvo leiki. Bæði liðin keppa því í Evr- ópukeppnum á næsta ári, í tveimur stærstu keppnunum. Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða, og Everton í Evr- ópukeppni bikarhafa. Rúsínan í pylsuendanum fyr- ir Liverpoolbúa er þó eftir. Liverpool leikur til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða 1984 í kvöld. Það verður erfið- ur róður, leikið gegn AS Roma á heimavelli. En sigur hjá Liverpool þar mundi setja punktinn yfir i-ið, bæði hjá aðstandendum Liverpool FC og íbúum borgarinnar. Ekki þarf að kynna lið Liver- pool fyrir íslenskum knatt- spyrnuunnendum. Þar er val- inn maður í hverju rúmi, og allir hafa leikið landsleiki fyrir þjóð sína. Aftast stendur þjóðsagnapersónan Bruce Grobbelaar, landsliðsmaður fæðingarlands síns, Zimbabwe. I vörninni eru Mark Lawren- son, Alan Hansen, Alan Kennedy og Phil Neal, á miðj- unni Graeme Souness fyrirliði, Sammy Lee, Ronnie Whelan og John Wark, og framlínu- menn markamaskínan Ian Rush og hinn frábæri Kenny Dalglish. Allt eru þetta enskir, skoskir eða írskir landsliðs- menn. NT óskar knattspyrnu- unnendum góðrar skemmtun- ar. Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík 10 ára: Nýtt íþróttahús- tímamót hjá ÍFR ■ í dag miðvikudag 30. maí er íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík 10 ára. Félagið stendur nú á tíma- mótum, því mikið átak í upp- byggingu hins nýja íþróttahúss félagsins stendur fyrir dyrum. Fyrsta skóflustungan að hinu nýja húsi var tekin í ágúst á síðasta ári og vonast forráða- menn félagsins til þess að húsið verði tilbúið í lok næsta árs. Húsið verður alls 1262 fermetr- ar, en aðalsalurinn verður 33x18 metrar. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikla þýðingu þetta nýja hús kemur til með að hafa fyrir alla starfsemi félagsins, en í dag fara æfingar ÍFR fram á þremur stöðum í borginni. Um 380 manns eru félagar í ÍFR og þjálfarar nú eru 10. Dagskrá afmælisins verður með þeim hætti að í kvöld hefst fyrri hluti aðalfundar félagins, í Ártúni Vagnhöfða 11, en eftir setningu fundarins hefst af- mælishóf félagsins. Á laugar- dag 2. júní kl. 14.00 hefst síðari hluti aðalfundar félagsins, einnig að Vagnhöfða 11. Um kvöldið verður afmælisdans- leikur félagsins að Hótel Esju annarri hæð og hefst hann kl. 21.30. Allir velunnarar félags- ins eru velkomnir á þessa hátíð- ardagskrá1 ÍFR. í stjórn ÍFR nú eru Arnór Pétursson formaður, Edda Bergmann Guðmundsdóttir, Elsa Stefánsdóttir, Vigfús Gunnarsson og Guðni Þór Arn- órsson. ■ Arnór Pétursson formaður ÍFR tekur fyrstu skóflustunguna að hinu nýja íþróttahúsi félagsins í Hátúni, í ágúst í fyrra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.