NT - 30.05.1984, Blaðsíða 14

NT - 30.05.1984, Blaðsíða 14
Konumar tóku með skyndiáhlaup Miðvikudagur 30. maí 1984 14 síður er nú svo komið að fleiri konur Ijúka prófum frá háskólum á Islandi en karlar. Þær virðast líka stunda háskólanám af meiri samviskusemi og dugnaði en karlmennimir, því enn sem komið er innritast fleiri karlar en konur í háskólana. Línuritin héri opnunni sýnaþró- unina í þessum efnum allt frá striðslokum. í öllum tilvikum er þróunin í sómu átt. Lengi framan af voru karlmenn þeim mun meira áberandi sem ofar dró í mennta■ kerfinu. Það var t.d. tiltölulega fátítt allt fram á 7. áratuginn að konur lykju háskólaprófum, þótt vissulega megi sjá að allnokkrar hafi stundað háskólanám að ein• hverjuleyti. Á síðari hluta 7. áratugarins fer fjölgun kvenna að verða áber■ andi, bæði í menntaskólum og háskólum en 1970 verðurnánast sprenging í þessum efnum. Þá tekur kvenfólkið menntaskólana 'S-W- Breytingarí þjóðfélaginu Sólrún Jensdóttir, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, kvaðst álíta, að aðalástæðan fyrir þessari miklu fjölgun kvenna í stúdentsprófi og há- skólum, væri sú að þjóðfélagið væri að breytast og ekki síður væri staða kounnar í þjóðfélag- inu að breytast. „Fólki er að verða það betur Ijóst, aö allt stefnir að því að fleiri afli sér meiri menntunar, konur virðast hafa tekið við sér að þessu leyti alveg jafnt og karlmenn og jat'nvel enn frekar. Ég held nú reyndar að það sé vegna þess, að konur eru að vinna upp ansi mikinn slaka. Karlar voru svo lengi miklu fjölmennari í öllu framhalds- námi. Margar konur hafa beðið með að fara í nám og þá á ég t.d. við öldungadeildirnar, en margar konur fara líka seinna í háskóla heldur en karlar.“ Sólrún sagði þetta líka benda til þess að jafnrétti í skólum og jafnréttisumræðan í þjóðfélaginu hafi orðið til þess að beina konum inn í framhalds- nám, vegna þess að þeim hafi orðið Ijóst, alveg eins og körlum, að það er nauðsyn í nútíma þjóðfélagi að hafa starfsmenntun. Húnsagðisthins vegar álíta að fjölgun kvenna umfram karla stafaði af því að konur sem orðnar væru eldri, væru nú að drífa sig í nám. 80%konurí Kennara- háskólanum „Samfélagsgerðin er að breytast þannig að hún byggist miklu meira á þjónustu- við- skipta- og samskiptaþáttum og jafnvel tækniþáttum, þar sem konur njóta sín einmitt vel“, sagði Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskólans. Hann kvaðst þó ekki vilja gera lítið úr árangri kvennabaráttunnar. Kvennahreyfingin hefði alla tíð lagt áherslu á menntun kvenna sem leið til sjálfstæðis. Jónas sagði að á fyrstu árum Kennaraháskólans hefði hlut- fallið milli kynjanna verið nokk- uð jafnt, en nú væri svo komið, að um 80% nemenda væru konur. Hann kvaðst álíta að ■ Sólrún Jensdóttir. launakjör kennarastéttarinnar ættu hér stóran hlut að máli. „Þetta speglar félagslega og efnahagslega stöðu kennara- menntunarinnar og kvenna í samfélaginu á okkar tíð. Kenn- arar eru svo lágt launaðir, að karlmenn sækjast ekki eftir því starfi -en konur eru enn í þeirri stöðu, að þær verða að sætta sig við þetta. Konurnar virðast telja þetta passa inn í þá stöðu sem þær hafa sem mæður og hús- mæður. Kennaranámið er enn sem fyrr það almenna, en þó starfsréttindanám, sem margar konur virðast telja henta.“ Jónas kvaðst ekki treysta sér til að spá neinu um það, hvaða áhrif lækkandi námslán myndu hafa á háskólanám kvenna, en sagðist þó alls ekki telja útilok- að að t.d. í þeim tilvikum þar sem hjón eru bæði í námi, kynni það að lenda frekar á konunni að hætta námi og fara út á vinnumarkaðinn. „Það er hætt við því, samkvæmt þeim þanka- gangi sem enn er við lýði“, sagði Jónas. Kvennabaráttan skilar ár angrí Við spurðum Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, alþingis- mann, hvort jafnréttisbarátta kvenna væri þarna að skila ár- angri. „Alveg örugglega“, sagði Sig- ríður Dúna, „sú kvennabarátta sem hefur verið háð hér á undanförnum 15 árum, eftir að Konumar hafa tekið hinar æðri menntastofnanir þjóðfélagsins með skyndiáhlaupi.Á aðeins ein■ um áratug hafa hlutföllin milli kynjanna snúist við, og jafnvel gottbeturá vissum sviðum. Vorið 1983 útskrifuðust 1.484 stúdent■ ar, þar af voru 880 konur en aðeins 604 karlar. í háskólum hefur þróunin ekki verið alveg svona ör. Engu að með áhlaupi. Um 1975 eruþessir stóru árgangar kvenna komnir upp í háskóla eins og sjá má af linuritunum. Hverjar skyldu vera helstu or- sakirnar fyrir þessari gerbreyt■ ingu á hlutfóllum kynjanna í menntakerfinu ? Er það jafnréttis- baráttan sem farin er að skila árangri, eða erþað kannski fyrst og fremst aukin velmegun i þjóð- félaginusemsegirtilsínáþennan hátt ? Nú ber þess að geta að menntun a.m.k. einnarhefðbund■ innar kvennastéttar, hjúkrunar- kvennanna, hefur verið færð upp á háskólastig jafnframt þvi sem stéttin skipti um nafn og heitir nú „hjúkrunarfræðingar“. Kennara• próf sem áður jafngilti nokkum veginn stúdentspróti, er nú há- skólapróf, auk þess sem konur gerast æ fjölmennari í kennara• stétt. Þá má og geta þess að þótt stúdentsprófs sé ekki krafist til inngóngu í Fósturskólann, munu stúdentar ganga þar fyrir. NT snéri sér til nokkurra aðila og spurði þá um þettá mál. ■ Jónas Pálsson. t.d. Rauðsokkahreyfingin fór af staö, er farin að bera árangur. Ég er ekki í nokkrum vafa um það.“ Sigríður Dúna sagði kvenna- baráttuna hafa haft í för með sér vitundarvakningu meðal kvenna. Konur hefðu farið að skilja að þær gætu menntað sig engu síður en strákarnir og vaknað til meðvitundar um rétt sinn til menntunar. „Það er búið að tala svo mikið um það í kvennabaráttunni og allri þjóðmálaumræðu í tengslum við hana, hvað menntun sé nauðsynleg fyrir stúlkur til að standa jafnfætis körlum, að það er ekki nema eðlilegt að þess sjáist einhver merki.“ Sigríður Dúna sagðist enn- frenrur álíta að auk þeirra áhrifa, sem kvennabaráttan hefði haft á stúlkurnar sjálfar, væru fjölskyldur þeirra orðnar mun jákvæðari þegar fram- haldsnám væri annars vegar. Það þætti nú mun sjálfsagðara en áður var. að konur menntuðu sig. Þetta atriði kvað hún skipta mjög miklu máli. Hún var einnig þeirrar skoðunar að námslánakerfið hefði haft geysimikið að segja. „Stúlkurnar eru ekki lengur upp á pabba og mömmu komnar. Þær geta sjálfar farið af stað út í heim eða hérna inn í háskóla og menntað sig að eigin vild. Námslánakerfið er einhver allra dýrmætasta leið kvenna til sjálf- stæðis." Við spurðum Sigríði Dúnu í ■ Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir. framhaldi af þessu hvort hún héldi að sú skerðing námslána sem nú stendur fyrir dyrum, muni koma harðar niður á konum en körlum. „Ég er hrædd um það“, sagði hún. „Nú er fjárhagur heimil- anna yfirleitt þrengri en áður og á ansi mörgum heimilum gæti t.d. orðið nauðsynlegt að velja um það hvort heldur eigi að styrkja dóttur eða son til náms. Sigríður Dúna sagðist að vísu ekki treysta sér til að setja fram neinar ákveðnar spár í þessu sambandi, „en ég ber ugg í brjósti", sagði hún að lokum. Háskóla- menntuðlág» launastétt Við hringdum í Tryggva Gíslason skólameistara Mennta- skólans á Akureyri og spurðum hann um ástæður fyrir þcssari miklu ijölgun kvenstúdenta. Tryggvi sagðist álíta að í fyrsta lagi væru konur að sækja fram og auka menntun sína enda væri það liður í jafnréttis- baráttunni að afla sér meiri menntunar. Þar að auki kæmi það til, sagði Tryggvi, að konur færu ekki í margt það nám sem ekki leiddi til stúdentsprófs, svo sem ýmis konar verk- og iðnnám. Sem dæmi um þetta nefndi Tryggvi að í Iðnskólanum á Akureyri væru kringum 300 ■ Tryggvi Gíslason. nemendur og þar af ekki nema um eða innan við 10% konur. „Það er líka ljóst mál að launakjör margra háskóla- menntaðra manna eru þannig að karlar sækja síður í þau störf en konur. Laun iðnaðarmanna eru t.d. mun hærri en laun meginþorra háskólamenntaðra manna. Og það er þá gamla sagan, að konur skulu hafa lægri laun jafnvel þó að það kosti það að þær þurfi að fara í háskóla til þess. Ég held að þetta þrennt; jafn- réttisbaráttan, starfsskipting kynjanna og launamisréttið í samfélaginu, séu höfuðástæð- urnar fyrir þessari fjölgun kven- stúdentanna.“ Við spurðum Tryggva einnig hvort einhver munur væri sjáan- legur á brottfalli úr skóla eftir kynjum, eða hvort konur stæðu sig betur eða verr á stúdents- prófi svo merkjanlegt væri. „Þetta er að visu svolítið breytilegt frá ári til árs, en ég held þó að ég geti fullyrt að það séu fleiri stúikur sem ljúka námi, hlutfallslega fleiri konur halda út nám sitt hér. Þar veldur sennilega ekki síst uppeldi stúlkna sem virðist hafa miðað meira að samviskusemi og ástund- un, sem er náttúrlega undir- staða að öllu námi.“ Tryggvi sagði líka að stúlk- urnar stæðu piltunum fyllilega á sporði hvað varðaði einkunnir á stúdentsprófi, ef einhver mun- ur væri þar á, væri hann kven- fólkinu í hag.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.