NT - 30.05.1984, Blaðsíða 8

NT - 30.05.1984, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 30. ihaí 1984 8 Það er ekki við bændur að sakast ■ Bændasamtökin hófu bar- áttu fyrir því þegar 1968 að festar yrðu í lög Heimildir til að beita aðgerðum til að tempra eða draga úr framleiðslunni. Bændur sáu þá þegar að offramleiðsla á kjöti og mjölk gat leitt til tekjuskerðingar fyr- ir bændastéttina í heild ef svo illa tækist til að ekki tækist að selja fyrir viðunandi verð og lögákveðinn útflutningsbóta- réttur þeirra dygði ekki til að bæta vöntun sem yrði vegna halla á útflutningi. Þá þegar var rætt um tvær leiðir til að hafa stjórn á framleiðslunni fyrir utan það að takmarka nýframkvæmdir með sfjórn á lánsfjármagni. Það var að ieggja á fóður- bætisgjald, sem hefur tvíþætta verkun, það dregur úr fram- leiðslu einkum mjókurfram- leiðslu og það stuðíar að auk- inni hlutdeild heimaaflaðs fóð- urs í framleiðslunni og er lík- legt til að leiða til meiri og betri innlendrar fóðurfram- leiðslu. Hin leiðin var að taka upp kvótakerfi og mismunandi útborgun á framleiðsluna eftir því hvort farið var fram úr ákveðnu framleiðslumagni „búmarki“ eða dregið saman. Með breytingum sem gerðar voru á lögum um Stofnlána- deild landbúnaðarins 1973 voru fyrst teknar upp heimildir til að takmarka lán til nýfram- kvæmda við ákveðna bústærð. Síðan hafa þær reglur enn verið skerptar. Það tók hins vegar meira en tíu ár að fá ffam breytingar á lögum um Fram leiðsluráð landbúnaðarins og fá þau stjórntæki lögfest sem bændasamtökin höfðu sóst eftir. Það gerðist með breyt- ingum á Framleiðsluráðslög- unum er Steingrímur Her- mannsson var landbúnaðar- ráðherra 1979. Síðan hafa bændasamtökin beitt sér fyrir aðlögun fram- leiðslunnar eftir því sem þau hafa haft tök á. Sumir munu segja að þetta hafi verið of seint og of lítið og má til sanns vegar færa. Það sem þó er alvarlegast í þessu máli er að allt of lítið hefur miðað í allsherjarskipulagn- ingu framleiðslunnar og því að byggja upp nýbúgreinar, sem ekki miða að því að framleiða á yfirfullan markað, hér er einkum átt við loðdýrarækt og fiskeldi af ýmsu tagi. Árangurinn hefur hins vegar orðið verulegur hvað varðar mjólkurframleiðslu og sauð- fjárafurðir. Mjókurframleiðsl- an hefur dregist verulega sam- an og ekki valdið verulegum vandræðum síðustu árin. Þó stefnir þar í offramleiðslu á yfirstandandi ári ef ekki verður breyting næstu mánuðina. En kjötframleiðslan er hins vegar cnn verulega umfram innanlandsþarfir. Þó hefur sauðfé fækkað um meira en fimmtung eða um 21-22% og kindakjötsfram- leiðslan dregist saman um 2.400 lestir. Á móti kemur hins vegar að veruleg aukning hefur orðið á annarri kjötfram- leiðslu. Svínakjötsframleiðsla hefur síðustu fimm árin aukist um 500-600 lestir, eða um 60% og fuglakjötsframleiðslan hefur tvöfaldast og hafa þar um 700 lestir bæst við. Framboð af nauta- og hrossakjöti hefur einnig aukist og eru nú veru- legir söluerfiðleika. á öllum kjöttegundum nema e.t.v.' nautakjöti. Augljóst er að það er ekki þjóðhagslega séð skynsamlegt að auka hér neina grein kjöt- framleiðslu, á meðan ekki finnast nýjar leiðir eða nýir markaðir svo hægt sé að selja dilkakjöt rneð viðunandi ár- angri. Fjárfesting sem miðar að aukinni kjötframleiðslu á einu sviði getur ekki verið hagkvæm þegar draga þarf saman á öðrum og fjárfesting þar van- nýtist. í öðru lagi virðist það meira en lítið skjóta skökku við að leggja aukna áherslu á fram- leiðslu í þeim greinum sem ekki byggja á innlendri fróður- framleiðslu og ekki skapa telj- andi atvinnu og skila því hlut- fallslega litlu til þjóðarbúsins. Hin jákvæða leið út úr þess- um vanda er að byggja upp aðrar greinar, sem geta fyllt í skörðin eftir hinn sársauka- fulla samdrátt í sauðfjárrækt- inm. Þessar greínar þurfa að skapa atvinnu í þeim byggðar- lögum sem ekki þola frekari samdrátt með nokkru móti. Útflutningsbæturnar marg- umdeildu eru í raun ekki ann- að en tekjutrygging bænda - og má líta á þær að hluta sem atvinnuleysisbætur til bænda. Sjálfsagt er að draga úr þörf fyrir þær með skipulegri fram- leiðslubreytingu og verja þá jafnframt því fjármagni sem sparast til að stuðla að upp- byggingu nýrra greina en þar blasa við miklir möguleikar. Höldur. „...Húsið eldist eins og ég“ Guðrún Á. Símonar hringdi: ■ Ég vil bara koma ábend- ingu til konunnar sem skrif- aði um húsið sem ég neyð- ist til að búa í. Það má vel vera að það hafi verið yndislegt fyrir nokkrum árum en núna er það orðið algert hreysi. Það eldist jafnt og ég og hún. Skíturinn hérna innan dyra er ábyggilega margra ára, hér vantar rafmagn, það vantar hurðir fyrir skápa, það eru göt á veggjum og svona mætti lcngi telja. Konan spyr kannski hvers vegna ég bara kippi þessu ekki í lag. Mitt svar verður þá að ég hef alls ekki heilsu til að standa í slíkum stórræðum og sé því miður ekki fram á að fá hana á næstunni. Það er svo furðulegt að ef maður verður hálfgerður aum- ingi af áfengissýki þá virðast honum allar dyr opnar. Hann fær húsnæði og framfærslueyri. En kattasýki, sem ég óneitan- lega er haldin samkvæmt sumra skilningi, á ekki upp á pallborðið hjá fólki. Mér hafa verið boðnar íbúðir, sem ég hugsanlega myndi ráða við að borga leigu af, en alltaf gegn því að ég siátraði köttunum mínum. Enþað get ég allsekki hugsað mér. Látið blessaða konuna vita af því að ég myndi ekki bjóða mínum versta óvini að búa í þessu hreysi. Enda hef ég ekki ennþá tekið upp úr töskunum. Ætla að hafa allt tilbúið í þeim þegar ég flyt. Svavarersúp- erintelligent ■ Síðasti þáttur Þingsjár var með ágætum. Þar áttust við formenn tveggja flokka. Svavar Gestsson er súper- intelligent maður og fór á kostum þetta kvöld. Hann bókstaflega malaði alveg and- stæðing sinn. Þorsteinn Páls- son var eins og stór bómullar- hnoðri þó svo hann skorti ekki greindina. Manni datt ósjálf- rátt í hug að þarna væri kominn efnilegur maður sem hefði tek- ið að sér hlutverk sem hann vissi að hann gæti ekki leikið vel af því hlutverkið væri illa búið til. Þegar hann ræddi varnarmálin var eins og hann væri stokkinn út úr höfði Geirs Hallgrímssonar og færi með vasabókarklisjur frá honum. Það er sorglegt til þess að vita að með alla þá góðu vinstri menn sem til eru á íslandi að þeir skuli ekki getað samein- ast. Alþýðubandalagið, Al- þýðuflokkurinn, ' Bandalag Jafnaðarmanna, Kvennalist- inn, Kvennaframboðið, þó auðvitað sé ég ekki að stimpla þessa tvo síðast nefndu flokka neinni ákveðinni vinstri stefnu þá hafa þeir þó gengið í ber- högg í allmörgum málurn við aðalhægriöflin, Framsókn og Sjálfstæðið og tel ég þvf á vissan hátt hægt að setja framangreinda flokka undir sama hatt. Það er löngu vitað að ef þessi jafnáðaröfl gætu orðið sammála í nokkrum mál- um gæti komist á jafnaðar- mannastjórn á íslandi eins og hefur verið hjá nágranna- löndum okkar þar sem atvinnugróði og laun fólks hafa haldist í hendur. Þvíþað hefur alltaf verið þannig að jafnaðar- mannaflokkar berjast framar öðru fyrir lífsviðurværi fólks. Það sem var mergur málsins í þessum viðræðum síðustu Þingsjár var þetta tvennt: Skatturinn sem dreginn var af atvinnurekendum til að þeir hefðu það enn betra, þann skatt átti alls ekki að taka af atvinnurekendum heldur að láta atvinnurekendur borga í húsnæðismálasjóð launafólks og sjá þá hvort fari ekki að koma glufa í húsnæðismál hins venjulega launþega. Ef aðöllu því fólki sem kýs Sjálfstæðis- flokkinn gæti skilist að það er alls ekki eins gott að lifa á íslandi eins og þjóðartekju- skýrslur frá EFTA segja til um þar sem þjóðartekjur íslend- inga eru sýndar með þeim hæstu í heimi; þessar þjóðar- tekjur, þessi blómstrandi gróði atvinnufyrirtækja, hann er aldrei á íslandi hinum venju- lega vinnuþræl og launa- umslagsmanneskju til góða. Þarna skilur okkur á með ná- grannalöndum okkar þar sem þjóðartekjulínan hjá EFTA og ■ Húsið eldist eins og ég, segir Guðrún Á. og bendir á að þótt húsið í Blesugrófínni hafí verið yndislegt fyrir nokkrum árum sé það nú orðið algert hreysi. ■ Svavar malaði Þorstein í sjónvarpinu, að dómi 2194-9818. launalína fólksins fylgist stöð- ugt að, en hjá okkur er alltaf gapandi bil á milli þjóðar- teknahækkunar og launateknahækkana. Það er alltaf að verða meiri og meiri munur á milli fátækra og ríkra á íslandi. Við erum svo fá og landið er fullt af litlum kóngum.segja þeir sem ekki vilja breyta neinu. Það er ekki það. Það hefúr aldrei verið ríkisstjórn sem hefur haft nægilegt bolmagn til að breyta þessu. Oftast eru ríkisstjórnir sem alls ekki vilja breyta þessu og það er mergur málsins. Við þurfum styrkja jafnaðar- mannastjórn sem fengi að starfa a.m.k. fjögurárþvíþærstjórn- ir sem hafa viljað gera eitthvað í þessa átt hafa aldrei setið nógu lengi til að geta fram- kvæmt það sem þær ætluðu. Hitt sem mér fannst vera aðal- atriðið sem kom fram í viðræð- unum á skjánum var þessi eilífa tugga að síðasta ríkis- stjórn hafi skilið svo illa við þegar hún hrökklaðist frá. Málið er það að hver ríkis- stjórn er metin af sínum eigin verkum, sem hún framkvæmir hér og nú en ekki stöðugt vera að afsaka sig í skjóli síðustu ríkisstjórnar. Þorsteinn Páls- son kom einlæglega fram og það er auðheyrt að hann talar af heiðarleik. En hann veit sjálfur að verkefnið er ófram- kvæmanlegt ef horfast á beint í augu við konu eða mann með launaumslag. Alltof mörg mál voru svæfð í þinglok og hrákasmíðin á afgreiðslu mála undir lokin var hrottaleg. Nú er bara um eitt að ræða. Nota sumarið vel undir undir- búning afgreiðslu mála strax næsta haust en ekki þar næsta vor. 2194-9818.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.