NT - 30.05.1984, Blaðsíða 2
Nú eiga íslendingar
að borða BÚR-karfa
■ Nú ætlar Bæjarútgerð
Rcykjavíkur að fara að selja
Islendingum karfa. Kartinn,
sem hingað til hefur aðallega
verið seldur til Ameríku og
Þýskalands, er stór hluti af afla
togara Bæjarútgerðarinnar og
er reyndar hinn besti matur.
Það fengu blaðamenn að sann-
reyna í gær, þegar BÚR bauð
upp á nokkra karfarétti á veit-
ingastaðnum Arnarhól.
Karfaflökin sem BÚR hyggst
nú setja á íslenskan markað,
eru roðflett og beinlaus og hafa
ekki verið fryst, þannig að þarna
er um ferska vöru að ræða.
Karfi hefur aldrei notið mik-
illa vinsælda á íslenskum mark-
aði og var honum gjarna hent ef
menn voru svo „óheppnir“ að
fá hann í veiðarfæri. Þessu
kváðust Bæjarútgerðarmenn
nú vera staðráðnir í að breyta,
enda væri karfi herramanns-
matur. Þeir höfðu að vísu fengið
tvo valinkunna matreiðslumenn
til að matreiða karfann fyrir sig,
þá Úlfar Eysteinsson og Skúla
Hansen, og verður ekki annað
sagt en að þeim hafi tekist
ágætlega. Á hinn bóginn skal
hér engu spáð um það hvernig
til tekst þegar hinn íslenski
almenni neytandi fer að mat-
reiða karfaflökin í heimahús-
■ Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri BÚR ásamt mat-
reiðslumeisturunum tveimur, Skúla og Úlfari. Karfinn sem er með
þeim á myndinni, mun vera þeirra elstur. Að sógn kunnugra mun
karfinn hafa verið kominn um sextugt, er hann lést voveiflega.
NT-mynd: Róbert
Miðvikudagi
■ Frá aðalfundi NRON á Hótel Esju á mánudagskvöldið. Sigurður Sigurðarson, nýkjörinn formaður
í ræðuStÓI. Nl-mynd: Ari
Neytendur:
Vilja versla
á laugardögum
■ „Þótt ekki verði um frekari
skerðingu að ræða en laugar-
dagslokun, er það samt óviðun-
andi, sérstaklega ef tekið er
tillit til þeirrar reynslu, sem
fengist hefur af verslun á laugar-
dögum, en hún hefur verið mjög
mikil.“
Þetta er úr ályktun aðalfund-
ar Neytendafélags Reykjavíkur
og nágrennis um afgreiðslutíma
sölubúða. í ályktuninni segir
ennfremur að NRON geti ekki
séð „mikla örðugleika á áfram-
haldandi laugardagsopnun
verslana og bendir á, að verslun-
arfólk hlýtur að geta gegnt störf-
um samkvæmt vaktafyrirkomu-
lagi eða sem hlutastarfi,eins og
fjölmargar aðrar starfsstéttir."
Á aðalfundinum voru einnig
samþykktar ályktanir um sölu
kartaflna, grænmetis og garð-
ávaxta og um vörumerkingar.
Jóhannes Gunnarsson, sem
verið hefur formaður félagsins
frá stofnun þess, gaf ekki kost á
sér til endurkjörs og var Sigurð-
ur Sigurðarson kjörinn í hans
stað.
Umræður urðu á fundinum
um sölu kartaflna og grænmetis
svo og um vörumerkingar. Þá
voru og kynntar niðurstöður
könnunar félagsins á gerlainni-
haldi í kjötfarsi, fiskfarsi og
fiskhakki. Eru niðurstöður
þeirrar könnunar birtar í heild
annars staðar í blaðinu t' dag.
Sigurð Sigurðarson,
formann NRON:
Borðar
þú fars
þessa
dagana?
■ Spurningin keinur nýkjörn-
um formanni Neytendafélagsins
auðheyrilega skemmtilega á
óvart, því hann skellir upp úr
áður en hann svarar:
„Nei
Ég hef ekki gert það síðan
Neytendafélagið gerði einhvern
tíma á síðasta ári könnun á
kjöthakki og ýmsum skyldum
kjötvörum. Ég hef ekki treyst
mér tii að borða kjötfars síðan
niðurstöðurnar komu úr þeirri
könnun.“
Hvaða matvörur eru það þá
helsf sem formaður Neytenda-
félagsins leggur sér til munns
um þessar mundir?
„Ég borða nýjan fisk,jott og
vandað kjöt, saltað kjöt, soðið
kjöt. Það er nú reyndar ekki
þannig að ég sé neitt sérstaklega
„skeptískur“ út í kaupmenn,
heldur hefur þetta svona verið
venjan í mínu heimili, frá því ég
var drengur."
ÓlafurJóhannesson
jarðsunginn í gær
■ í gærvarÓlafur Jóhannes-
son, fyrrverandi forsætisráð-
herra, til moldar borinn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Útförin var gerð á vegum ríkis-
stjórnarinnar og voru þar sam-
an komnir forseti íslands og
aðrir helstu ráðamenn þjóðar-
innar. Lögreglan stóð heiðurs-
vörð við kirkjuna á meðan á
athöfninni stóð. Kistuna báru
Steingrímur Hermannsson,
Albert Guðmundsson,
Magnús Torfason, Ármann
Snævarr, Eiríkur Pálsson,
Kjartan Guðjónsson, Halldór
E. Sigurðsson, og Jón Aðal-
steinn Jónasson.
Þórir Stephensen, dóm-
kirkjuprestur jarðsöng. í ræðu
sinni yfir hinum látna, sagði
hann m.a.:
„Þar er foringi fallinn /.../
Sá maður sem flestum eða
öllum öðrum fremur meitlaði
svip og mótaði stefnu þjóðlífs
íslendinga um visst árabil, en
hafði áður verið einn af
fremstu leiðtogum æðri
menntunar þjóðarinnar, og
þar lagt sterka steina í undir-
stöður íslenskrarstjórnskipun-
ar sem það eiga að vernda, að
hér skuli menn ætíð með
lögum land byggja.“ I ræðu
Þóris Stephensen kom einnig
fram að Ólafur hafi borið þann
hug í brjósti sem lætur framtíð-
arhag heildarinnar ráða, en
ekki stundarhag einstaklings-
ins. Síðast en ekki síst hafi
Ólafur Jóhannesson borið
stóra persónu sem lét ekki
„læpuskaps ódyggðir lítil-
mennskunnar á sér hrína, jafn-
vel þótt þær reiði hátt til höggs/
.../ Ólafur fann hinn sterka
undirstraum sem einkenndi
aldamótakynslóðina; að vilja
verða að liði, vinna þau störf
er yrðu til góðs og stefndu að
því að vinna íslandi allt.“
■ Kista Ólafs Jóhannessonar borin út úr dómkirkjunni, við heiðursvörð lögreglunnar.
■ Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur jarðsöng