NT - 12.06.1984, Blaðsíða 1
Strandaði bátn-
um og lagði sig
- óvæntur endir á næturævintýri sjóliðans
■ Hann hefur vaknað upp
við vondan draum, danski sjó-
liðinn, sem lögreglan kom að í
strönduðum sportbáti við Eng-
ey kl. rúmlega 4 í nótt. Næt-
urkennderíið hafði endað á
annan hátt en til var stofnað.
Pað var um kl. 01.30 í nótt
að lögreglunni var tilkynnt að
5 tonna plastbáturinn Mangi
úr Reykjavík væri horfinn frá
bryggju. Leit var hafin í sund-
unum, og kl. 04.05 barst til-
kynning frá Sandey 1 um að
hún hefði séð bátinn norðan
við Engey. Hafnsögubátur fór
með lögreglumenn út í bátinn,
þar sem Daninnvarsofandi og
ölvaður. Sjóliðinn er skipverji
af eftirlitsskipinu Beskytteren,
sem liggur í Reykjavíkurhöfn.
Hann er nú í vörslu lögregl-
unnar.
Báturinn Mangi er nokkuð
skemmdur eftir nætursigling-
una. Drif er brotið og talið að
vél sé úrbrædd. Einnig var
nokkurt vatn komið í hann.
■ ...en aðrír tóku lífinu með
stóiskrí ró og hreinsuðu nisl
upp í gríð og erg og skreyttu sig
með því. M-m> adir: Ari
■ Sumum hitnaði heldur betur í hamsi við drykkjuna...
maðog
kiðum
helgarinnar fóru fram með ró-
legra móti, þó auðvitað væri
djammað og djúsað óhóflega á'
köflum. NT kom við á tveimur
helstu stöðunum um helgina,
þ.e.-Dalalíf í Þjórsárdal og á
Laugarvatn, en þar var ekki
skipulögð útisamkoma eins og í
Þjórsárdal en svipaður fjöldi
fólks. Engin meiriháttar slys
urðu á mönnum og fáir voru
teknir úr umferð.
Sjá nánar bls. 6-7.
Helgidagalöggjöfin sýnir klærnar:
Urðu af víninu
með steikinni!
■ Óstundvísi getur stundum
kostað mann rauðvínið með
steikinni. Því fengu gestir nokk-
urra matsölustaða í Reykjavík
að fmna fyrír í fyrrakvöld. Það
er nefnilega bannað að bera
fram vín með mat eftirld.21 á
helgum dögum, eins og hvíta-
sunnu, páskadag og jóladag.
Þessa daga er reyndar aðeins
heimilt að bera fram létt vín
með mat í hádegi og milli kl. 19
og 21. Aftur á móti er með öllu
óheimilt að bera fram sterka
drykki.
Að sögn Signýjar Sen fulltrúa
hjá lögreglustjóraembættinu í
Reykjavík eru 4 starfsmenn á
vegum embættisins, sem halda
uppi virku eftirliti með vínveit-
íngastöðum borgarinnar. Þeir
voru á ferðinni í fyrrakvöld, eins'
og aðra daga, og stöðvuðu vín-
veitingar til gesta á nokkrum
'stöðum eftir kl. 21. Þannig fékk
stór hópur, sem kom á eitt
matsöluhúsið að afloknum tón-
leikum á Listahátíð, ekki deigan
víndropa og fóru þá margir við
svo búið af staðnum.
Þremur umferðum lokið í Norðurlandamótinu í bridge:
Konurnar í öðru sæti en
karlarnir í því þriðja
■ íslensku konurnar eru í
öðru sæti á Norðurlandamótinu
í bridge þegar spilaðar hafa
veríð 3 umferðir, með 38 stig.
Svíar eru efstir með 40 stig og
Norðmenn í 3ja sæti með 29.1
opna flokknum eru Norðmenn
efstir með 57 stig. Finnar næstir
með 37 stig, íslendingar í 3 sæti
með 29 stig, Danir fjórðu með
28 stig, Svíar með 27 stig og
Færeyingar reka lestina með
mínus 8 stig.
í fyrstu umferð í kvenna-
flokki unnu íslendingar Finna
18-2, náðu 40 impa forystu í
fyrri hálfleik og héldu henni.
Svíar unnu Norðmenn 18-2
Danir sátu yfir. í annarri umferð
unnu Svíar íslendinga 12-8, þær
íslensku voru 40 impum undir í
hálfleik, en náðu nær að jafna
leikinn, og Norðmenn unnu
Dani 18-2.1 þriðju umferð sátu
íslensku stúlkurnar yfir, en
Finnar unnu Norðmenn 11-9 og
Svíar og Danir gerðu jafntefli
10-10.
í fyrstu umferð í opna flokkn- •
um unnu íslendingar Færey-
inga 20-3 (Unnu síðari hálfleik
76-4 og leikinn 112-28). Finnar
unnu Svía 14-6, og Norðmenn
unnu Dani 20-0. Állir íslend-
ingarnir spiluðu leikinn, en hinn
glæsilega síðari háltleik spiluðú
Sigurður-Valur/Jón Sævar. í
annarri umferð steinlágu íslend-
ingar fyrir Finnum 0-20. Norð-
menn rúlluðu Færeyingum upp
20-3 og Svíar unnu Dani 10-8
(annaðhvort eða bæði liðin hafa
fengið refsistig) Fyrri hálfleikur-
inn á móti Finnum tapaðist með
46 impa mun 74-28, en síðari
hálfleikur fór 50-33. í þriðju
umferð unnu Svíar nauman
sigur yfir íslendingum 11-9 fs-
lendingar töpuðu fyrri hálfleik
27-13, en unnu þann síðari 35-
24). Norðmenn unnu Finna 17-3
og Danir unnu Færeyinga 20-2.
í dag spila bæði liðin við
Noreg og Danmörku, en spiluð
er tvöföld umferð og lýkur mót-
inu á föstudag. Spiluð eru sömu
spil á öllum borðum.
Norðmenn hafa unnið opna
flokkinn 4 sinnum í röð, en
Danir hafa verið sigursælir í
kvennaflokknum undanfarin ár.
■ Þó Þórhallur Skúlason „færí á hausinn“ náði hann að sigra í
yngrí flokki break-danskeppninnar sem NT, Coce og Trafffc
stóðu að og fram fór í gærkvöldi. Eins og sést á myndinni var
mikið á sig lagt, enda til mikils að vinna. Þórhallur fékk 15
kókkassa og 10 þúsund krónur fyrir vikið M-mynd: Ármi Bj«m»
Ymist
á herda-
blöðunum
eðaá
hausnum
- Frábreak-
danskeppni
NT, Coke
f Traffic
■ Þeir félagar Stefán Baxter
og Rúrik Vatnarsson áttu
marga góða spretti sem nægðu
þeim til sigurs í eldri flokki
break-danskeppninnar. I
þeirra hlut komu 15 kókkassar,
15 þúsund krónur auk verð-
launapeninga og bikars. NT
óskar ykkur til hamingju
Strákar. -NT-mynd: Ámi Bjama
Á Siglufirði
var dansað
alla nóttina
■ Siglfirðingar iétu helgi
hvítasunnunar ekki á sig fá
heldur efndu til dansleiks ki 12
á miðnætti að kvöldi
hvítasunnudags og dönsuðu síð-
an til Id 4 um nóttina. Kom fólk
víða að á dansleikinn, m.a.
bæði frá Ólafsfirði og Sauðár-
króki.
Að sögn lögreglunnar á Siglu-
firði hélt síðan nokkur gleð-
skapur áfram á götum úti en allt
fór hið besta fram. Þrátt fyrir
fjölda akandi aðkomumanna
var enginn tekinn fyrir ölvun
við akstur, enda leitast Siglu-
fjarðarlögreglan að sögn fremur
við að tala menn til áður en þeir
setjast undir stýri, heldur en
grípa þá glóðvolga þegar þeir
eru komnir af stað. Mun þessi,
aðferð hafa mælst vel fyrir með-
al ökumanna.
4 langreyðar
veiddar
■ Hvalvertiðin hófst í fyrra-
kvöld og í morgun höfðu veiðst
fjórar langreyðar. Veiðarnar
eru stundaðar af þremur bátum
og voru tveir þeirra komnir í
land úr fyrsta túmum í morgun.
Sá þríðji er væntanlegur um
hádegið.
í ár má veiða 167 langreyðar
og 100 sandreyðar. Kjötið er
unnið fyrir Japansmarkað. Um
200 manns hafa atvinnu af hval-
í veiðum og vinnslu í sumar.