NT - 12.06.1984, Blaðsíða 2

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 2
Austfirðingar skipu- leggja franska innrás ■ Ferðamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum er nú að hefja skipulagða innrás franskra ferðamanna til íslands. Fyrsti hópurinn kemur með leiguvél frá franska flugfélag- inu Point Air þann 30. júní og hafa þegar selst um 150 sæti. En alls mun Ferðamiðstöðin taka á móti 650 Frökkum í ár, í fjórum skipulögðum ferðum. París í vetur. Hann hefur haldið reglulegar íslandskynningar víðsvegar um Frakkland og virðist starfið hafa borið nokk- urn árangur. Einnig hafa frönsku ferðalangarnir haldið hópinn eftir íslandsferðirnar og m.a. efnt til myndasýninga. Frakkarnir, sem hingað koma eru ungt fólk, á aldrinum 25-35 ára, og eru flestir úr kennara- stétt. Banaslys í Hvítá ■ Rúmlega tvítugur maður, Hermann Þórisson, til heimilis að Lækjafít 3 í Garðabæ, drukknaði í Hvítá í Borgarfirði aðfaranótt hvítasunnudags. Slysið varð um fjögurleytið um nóttina og bar að með þeim hætti að Hermann var ásamt fleira fólki í skoðunarferð við Barnafoss og mun honum hafa skrikað fótur á klöpp og fallið í ána. Leit var þegar hafin og tóku þátt í henni þrjár björgunar- sveitir auk lögreglu og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Leitin bar þó ekki árangur fyrr en um hádegisbilið á hvíta- sunnudag að menn í þyrlu land- helgisgæslunnar komu auga á lík Hermanns í bröngu gljúfri rétt innan við Asgil, skammt frá þeim stað þar sem hann féll í ána. Anton Antonsson forstöðu- maður Ferðamiðstöðvar Aust- urlands sagði í samtali við NT, að frönsku ferðalangarnir dveldu hér í a.m.k. tvær vikur og þeim stæðu til boða marg- háttaðar ferðir um íslands. Vinsælastar sagði hann vera há- lendisferðir og ferðir um Sprengisand til Oskju og austur um. Þá er þeim einnig boðið upp á gönguferðir og hafa þær notið meiri vinsælda í ár en undanfarið. Ferðamiðstöð Austurlands hefur samvinnu við frönsku ferðaskrifstofuna Le Point um skipulagningu ferða Frakkanna og hefur sú samvinna staðið í sex ár. Vinsældir íslandsferð- anna hafa aukist mjög frá því þær byrjuðu, t.d. komu ekki nema 45 manns fyrsta árið. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu segir Anton tvímæla- laust vera opinbera heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur for- seta íslands til Frakklands vorið 1983. Einn leiðsögumanna Ferða- miðstöðvarinnar hefur dvalist í Víðidalsá leigð fyrir 6.3 milljónir kr. - Leigan hækkar um 11/2 milljón ■ Yíðidalsá hefur verið leigð þeim Lýði Björns- syni og Sverri Sigfússyni árin 1985-’86. Leiguupp- hæðin er 6.3 milljónir og er hún verðtryggð. Hækkun frá núverandi leigu er um 11/2 milljón. Þeir Lýður og Sverrir hafa haft Víðidalsá á leigu mörg undanfarin ár. Þá hafa þeir einnig haft Vatnsdalsá á leigu, og þeir verða væntan- lega meðal þeirra, sem munu senda inn tilboð fyrir veiði- rétt f þeirri á. Veiði hefst í Víðidalsá á föstudaginn og hefur sést mikill lax í ánni. Teppi í hólf oggólf ■ Það er ekki á hverjum degi að meitn teppaleggja hjá sér. Enn sjaldgæfara er að einhver annar komi og seti nýtt teppi á íbúðina hjá manni óumbeðið. Þetta átti sér þó stað í höfuðborginni núna einn vordaginn. Þegar íbúinn kom vinnulúinn og þreyttur úr vinnunni og gekk inn á sitt eigið gólf þá stóð hann á splunkunýju teppi frá einni stærstu teppaversl- un borgarinnar. Það fylgir svo sögunni að sama kvöld hringdi óánægð- ur viðskiptavinur í sömu blokk í téða verslun og vildi fá sitt teppi eins og honum hefði verið lofað. Nema hvað, hann hafði jú látið verslunina fá lykil að íbúð- inni og gefið upp hæð og stað í blokkinni. En teppalagn- ingarmennirnir villtust á hæð og lykillinn passaði. NT ósk- ar svo bara íbúum „vitlausu“ íbúðarinnar til hamingju með ódýrt og gott gólfteppi. Arnþrúður fer til Noregs ■ Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsmaður og pólitíkus er nú á förum til Noregs til að setjast á skólabekk. Þetta er ljóst eftir að Blaðamanna- skólinn í Osló afgreiddi ný- verið umsóknir um skólavist næsta vetur. Arnþrúður fékk inni og mun því ef að líkum lætur verða þar við nám næstu tvö árin. Annar heitur keppinautur um skólaplássið var Kristján nokkur Guð- laugsson fyrrum fréttaritari útvarpsins í Peking. Talandi um fréttaritara, hefur það spurst að Atli Rúnar Hall- dórsson fréttaritari útvarps- ins sé senn á förum heim og því mun staða hans trúlega losna fljótt. Hvort Arn- þrúður hefur sóst eftir frétta- ritarastarfinu er dropateljara ekki kunnugt um, en það skýrist væntanlega áður en langt um líður. Alþýðubanda- lagsmenn í hár saman vegna Magnúsar ■ Uppsögn Magnúsar Skarphéðinssonar strætis- vagnastjóra hjá SVR virðist nú ætla að draga stærri slóða á eftir sér en nokkurn hafði órað fyrir. Einkum hefur hún valdið hatrömmum deilum innan Alþýðubandalagsins og er ekki enn séð fyrir endann á þeim. Málið var rætt á lokuðum fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag og öllum til undr- unar var fundi lokað þegar það kom á dagskrá og öllum blaðamönnum vísað af pöll- unum og borgarfulltrúarnir bundnir trúnaðarskyldu um það sem fram fór. Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins sæta nú þung- um ásökunum innan flokks- ins fyrir að hafa brugðist í málinu. Ríkir mikil og almenn óánægja meðal óbreyttra flokksmanna með frammistöðu þeirra, og bein- ist hún einkum að Guðrúnu Ágústsdóttur, sem. á sæti í stjórn SVR fyrir flokkinn. Það bætir ekki úr skák að fleiri en einn borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins munu hafa látið þau orð falla í einkaviðræðum að Magnús eigi enga hönk upp í bakið á þeim, hann hafi barist með ráðum og dáð gegn íkarus- áætlunum gamla meirihlut- ans, en þá varhann fulltrúi starfsmanna í stjórn SVR. „Eins gottað þetta f rétt- ist ekki...(< ■ Það hefur um skeið verið grunnt á því góða milli Skóla- hljómsveitar Kópavogs og Tónlistarskóla kaupstaðar- ins. í vetur sem leið lá við að upp úr syði þegar skólastjóri Tónlistarskólans gerði tilkall til boðsferðar sem Skóla- hljómsveitin fékk á mikla tónlistarhátíð í Norrköping í Svíþjóð, sem haldin var nú í lok maí. Lyktir urðu þó þær að Skólahljómsveitin fór enda hafði Tónlistarskólinn horfið frá kröfu sinni um ferðina. í Norrköping var Skóla- hljómsveitinni tekið með kostum og kynjum. Meðal þeirra sem hrifust af leik hennar voru aðstandendur tónlistarhátíðar sem haldin verður í Oðinsvéum að ári og buðu þeir Skólahljóm- sveitinni þangað. Björn Guðjónsson, stjórnandi hljómsveitarinnar, þáði boð- ið með þökkum en sagði upphátt við sjálfan sig: „Það er eins gott að hann Fjölnir frétti ekki af þessu," og átti þá auðvitað við Fjölni Steíánsson skólastjóra Tón- listarskólans. :udagur 12. júní 1984 ■ Úlfar Þormóðsson áritar hér eitt eintak af „bókinni sem hlýtur að verða bönnuð“. Þegar hér var komið sögu hafði hann staðið þarna í hálftíma og 38 eintök höfðu selst. NT-mynd: Róbert Enn um „samvisku þjóðarinnar“: Bréf til Þórðar frænda ■ Úlfar Þormóðsson hefur tekið sér stöðu á Lækjartorgi og selur bók. Hún heitir „Bréf til Þórðar frænda" og ber undir- titilinn „með vinsamlegum ábendingum til saksóknarans". Það er að sjálfsögðu Spegilsmál- ið sem hér er fjallað um, en eins og fólk mun reka minni til, lét Þórður „frændi“ Úlfars gera upptæka „samvisku þjóðarinn- ar“ fyrir ári síðan og dæma Úlfar sjálfan fyrir „guðlast og klám“. Við spurðum Úlfar hvort Þórður „frændi“ sjálfur hefði mætt á staðinn og tryggt sér eintak af bókinni? „Nei, ekki enn,“ svaraði Úlfar, „en ég á fastlega von á honum í hádeginu. Hann þarf að lesa þessa bók - og hann les hægt.“ Samið við Norðmenn ■ Samningur milli íslands og Noregs um aðgang íslenskra veiðiskipa að norskri fiskveiði- lögsögu var undirritaður í Reykjavík í gær. Jafnframt var dregin til baka uppsögn íslands á fiskveiðisamningi milli land- anna frá 10. mars 1976. Afli veiðiskipa hvors lands verður ákveðinn á ári hverju af hlutaðeigandi stjórnvöldum. Samningur þessi hefur ekki áhrif á fyrirkomulag veiða á Jan Mayen svæðinu, sem samið var um 1980. Það voru Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra og Anne- Marie Lorentzen sendiherra Noregs, sem undirrituðu samn- inginn. Könnun á hög- um aldraðra í Borgarnesi Frá Jóni Agnari Eggertssyni Borgarncsi. ■ Þessa dagana stendur yfir í Borgarnesi umfangsmikil könnun á högum aldraðra. Könnunin nær til tæplega 200 manns 65 ára og eldri. Haft er persónulegt samband við þátt- takendur. Könnun þessi er liður í undirbúningi bygginga íbúða fyrir eldra fólk, en stefnt er að því að slíkar íbúðir rísi í Borg- arnesi og hefur nefnd starfað að undirbúningi málsins um nokk- urn tíma. Þá er einnig ætlunin að fá sem gleggstar upplýsingar um aðra þætti öldrunarmála. Könnunin er á vegum Borg- arneshrepps og umsjón með henni hefur Anna S. Jónsdóttir félagsráðgjafi. Láti Eyjaskeggjar ekki deigan síga og haldi áfram að kneifa sína 2.000 lítra á helgi hverri reiknast Dropateljara til að ársskammturinn kosti um 24 milljónir króna, og slaga þá vel upp í aflaverð- mæti togara, sem ekki hefur verið þeim mun heppnari með kvóta. Vestmannaey- jngar ölkóngar íslands ■ Vestmannaeyingar standa fastalandsmönnum í flestu framar - eins og þeir sjálfir a.m.k. hafa lengi vitað. Auk þess að eiga afla- kóng vetrarvertíðarinnar þykir Dropum sterkar líkur benda til að þeir hafi nú einnig eignast óskoraða „öl- kónga" Islands. Samkvæmt góðum heim- ildum úr Eyjum hafa vin- sældir hinnar nýju ölkrár þeirra - Mylluhóls orðið því- Ííkar á þeim fáu vikum sem liðnar eru síðan opnað var að Eyjaskeggjar eru nú sagð- ir kneifa þar um 2.000 lítra af „Ásmundaröli'" um hverja helgi. Samkvæmt höfðatölu- reglunni góðu jafngildir það „pæntara" (hálfum lítra) á hvern einasta bæjarbúa ef við gerum ráð fyrir að börn undir skólaaldri verði að láta sér nægja kók. Til að slá Vestmannaeyingum við þyrftu því höfuðborgarbúar að renna niður um 37 tonn- um af öli á kránum sínum um hverja helgi. Eyjafari fræddi Dropa á því að „pæntarinn" kosti 120 krónur á Mylluhól. Jafnræðiíjafn- réttismálum ■ Karlmaóur kærði í fyrra til Jafnréttisráðs út af sjón- varpsauglýsingu um Ajax- þvottalög, sem hann taldi vera niðurlægjandi fyrir kynbræður sína og þar með væri um brot á jafnréttis- lögum að ræða. Hefur hann líklega talið sig kunna til verka með Ajaxið. Kernur þetta fram í skýrslu Jafnrétt- isráðs um kærumál er því bárust á síðasta ári og er ljóst af þeim að karlar hafa þar yfir ýmsu að kvarta ekki síður en konur. f þessu tilfelli taldi ráðið þó ekki vera um brot á lögunum að ræða fremur en þegar dansleikur var auglýst- ur undir slagorðunum „Vanti þig kvenmann - aðeins 200 krónur", sem einnig var kærð til ráðsins. Einnig fór sá karl bón- leiður til búðar sem kærði ráðningu á konu í ræstinga- starf sem hann hafði áður gegnt. Jafnréttisráð taldi liins vegar ástæðu til aðgerða í máli þar sem Hagstofan gaf sig ekki með það að lýstur faðir barns skyldi skráður faðir sonar sins í stað þess að sonurinn skyldi kenndur afa sínum (föður móðurinnar) eins og móðir barnungans barðist fyrir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.