NT - 12.06.1984, Blaðsíða 25

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 25
MV?í- : IV 'J t ti S-Ameríkuferðin byrjar vel: Englendingar lögðu Brassana að velli ■ Englendingar hófu þriggja leikja keppnisferð um S-Ame- ríku með 2-0 sigri á Brasilíu- mönnum á hinum risastóra Maracanaleikvangi í Ríó de Janeiro. Þetta er í annað sinn í sögunni sem Englendingum tekst að sigra Brasilíumenn, fyrst var það árið 1956 á VVemb- leyleikvanginum í Lundúnum. Brasilíska liðið var án stjarn- anna Zico, Falcao og Socrates, og sýndi lítið af þeirri tækni og snilld sem það er þekkt fyrir. Framherjar liðsins voru alger- lega yfirbugaðir af sterkri enskri vörn á meðan framherjar Eng- lendinga, þeir John Barnes og Mark Chamberlain óðu upp kantana hvað eftir annað. Fyrsta mark Englendinga kom einni mínútu fyrir lcikhlé, þegar John Barnes fékk boltann utan vítateigs, lék snilldarlega í gegnum þvögu brasilískra varn- armanna og sendi síðan boltann snyrtilega framhjá markverðin- um Roberto Costa. Nítján mínútum eftir leikhlé var Barn- es aftur á ferðinni, sendi þá háan bolta fyrir og Mark Hatel- ey skallaði í netið frá fjærstöng- inni. Brasilíska liðið brotnaði al- veg við síðara mark Englend- inga, og var heppið að fá ekki á sig fleiri mörk. Þannig skaut Bryan Robson rétt framhjá einn gegn Costa markverði í síðari hálfleiknum. Eini leikmaður Brasilíu- manna sem sýndi mjög góða hluti í fyrri hálfleik, Renato, var algerlega yfirbugaður af Kenny Sansom í síðari hálf- leiknum. „Bryan Robson og Ray Wilk- ins léku frábærlega í þessum leik", sagði Bobby Robson landliðsþjálfari Englands eftir leikinn. „Þeir komu okkur í opna skjöldu", sagði fyrirliði Brasilíumanna, Zenon. Tæplega 57 þúsund manns fylgdust með leiknum, en þess má geta að Maracanaleikvang- urinn tekur um 120 þúsund manns. Englendingar munu leika við Uruguay í kvöld í Montevideo, og gegn Chile í Santiago á sunnudag. Liðin: England: Shilton, Duxbury, Sansom, VVilkins, Watson, Fenwick, Robson, Chamberlain, Hateley, Wood- cock (Allen á 76. mín.), Barnes, Brasilía: Roberto Costa, Leandro (Vladimir á 68. mín), Ricardo, Mozer, Junior, Pires, Renato, Zenon, Roberto Dina- mite (Reinaldo á 65. mtn.), Assis, Tato. ■ John Barnes sýndi Brasilíutakta í leiknum gegn Brasilíu, lék á hóp varnarmanna og skoraði, og lagði síðan annað mark upp. Þridjudagur 12. júní 1984 25 Notaðu ökuljósin -alltaf TOYOTA □ Rush fær gullskóinn Markaskorarinn mikli hjá Liverpool, Ian Rush, mun fá gullskóinn sem gefinn er af Adidas og veittur er markahæsta leikmanni í Evrópu ár hvert. Rush skoraði alls 32 mörk í deildarkeppninni í vetur en aðeins mörk skoruð í deildarkeppni eru talin í þessari keppni. Hann gerði þó alls 47 mörk fyrir Liverpool í vetur. Annars urðu markahæstu menn í Evrópu í ár Þessir: niörk leikir Rush, Liverpool (England) ........ 32 42 Van Basten, Ajax (Holland) ........ 28 34 Claesen, Seraing (Belgía) ........ 27 34 Krings, Beggen (Luxemburg) ........ 26 22 Scheitler, Jeunesse (Luxemburg) .. 26 22 Rummenigge, Bayern (V-Þýskal.) ... 26 34 Nylasi, Austria Wien (Austurríki) . 25 28 Campell, Shamrock Rovers (írland) . 24 26 Niederbacher, Waregem (Belgía)..... 24 34 Thorensen, Roda (Holland).......... 24 34 Kollhof, PSV Eindhoven (Holland)... 23 34 Eriksen, Roda (Holland) .......... 23 34 McClair, Celtic (Skotland) ........ 23 36 Þá eru liðum einnig gefin stig og urðu þar hæst: Liverpool ................................18 Juventus ................................ 18 Aberdeen .................................17 Stuttgart ................................16 Raducanu til Madrid? Frá Gísla Gunnlaugssyni frcttamanni NT í V-Fýskalandi: ■ Spánska liðið Real Madrid er nú á höttunum eftir rúmenska knatt- spyrnumanninum Raducanu sem leikur með Dortmund í v-þýsku Búndeslígunni. Talið var að Raducanu yrði áfram hjá Dortmund, en tyrkneski leikmað- urinn Keser yrði leigður til Tyrklands sökum þess að Dortmund hefur fest kaup á svissneska sóknarmanninum Egli frá Zúrich Grasshoppers. En nú hillir undir eitthvað annað, því auk Spánverjanna segir Raducanu að ítölsk lið séu í sambandi við sig. Stjórn Dortmund hefur sagt, að enn hafi ekkert lið formlega borið sig eftir Rúmenanum. Raducanu er flóttamaöur frá Rúm- eníu. Hann hefur átt við meiðsli að stríða hluta þessa keppnistímabils, en er ákaflega leikinn og lipur með knöttinn. Banni aflétt ■ Ensku liðin West Ham og Birmingham voru nýlega leyst úr tveggja ára banni frá þátttöku í bikarkeppninni sem enska knattspyrnusambandið dæmdi þau í vegna óláta áhorfenda á leik liðanna þann 18. febrúar. Leik sem Birmingham vann 3-0. „Bæði liðin hafa nú þegar gert fyrirbyggjandi ráðstafanir sam- kvæmt þeim reglum sem knatt- spyrnusambandið setti og því engin ástæða til að halda bann- inu til streitu," sagði einn fuíl- trúanna í dómstól enska knatt- spyrnusambandsins. ■ Ian Rush hefur skorað allra manna mest í Evrópu þetta árið. Hann átti líka góðu gengi að fagna með liði sínu, Liver- pool. VERKTAKAR VÖRUBIFREIÐAEIGENDUR BIFREIÐAEIGENDUR Hjólbarðatilboð okkar í júní er: 6 stk. 1000x20 - 14 pl. í pakka á kr. 52.000,- 4 stk. 1100x20 - 14 pl. í pakka á kr. 41.000,- 4 stk. 520x12 - í pakka á kr. 4.500,- 4 stk. 560x13 - í pakka á kr. 6.500,- 4 stk. 600x13 - í pakka á kr. 7.700.- 4 stk. 650x13 - í pakka á kr. 8.200,- Öll verðin miðast við staðgreiðslu. BEIN LÍNA HJÓLBARÐAR ER SÍMI 83490 BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 124 R6YKJAVÍK • SÍMI 687300 1

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.