NT - 12.06.1984, Blaðsíða 24

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 12. júní 1984 24 ■ Jurgen Hingsen, tug- þrautarmaðurinn sterki frá V-Þýskalandi setti um helgina nýtt heimsmet í tugþraut á frjálsíþrótta- móti í Mannheim í V- Þýskalandi Hingsen hlaut 8798 stig á mótinu, sem var úrtökumót fyrir Olympíu- leikana í Los Angeles. Fyrsta hugsun Þjóðverj- ans eftir að metið var slegið, var til aðalkeppi- nautarins í greininni, Dal- ey Thompson frá Bret- landi. „Nú getur hann ekki náð mér lengur“, sagði Hingsen. „Ég hef aldrei verið eins sterkur". Oft hefur verið grunnt á því góða milli þessara tveggja frábæru íþrótta- Souness til Ítalíu ■ Graeme Souness, fyrirliði Liverpool, sagði í gær að hann væri tilbúinn til að skrifa undir samning við ítal- ska 1. dcildar félagið Sampdoria. Sounesssem leiddi lið sitt til sigurs í Evrópu- keppni meistaraliða með sigri yfir Roma sagði „ef þeirgeta kom- ið til móts við mínar persónulegu óskir þá er ég reiöubúinn til að skrifa undir samning við félagið“. Liverpool hefur þeg- ar samþykkt að selja kappann á um 980.000 dollara en félagið fékk Souness frá Middles- brough fyrir sjö árum. „Þetta verður mjög erfitt að fara frá Liver- pool og þeir hafa verið mér góðir í gegn um tíðina“ sagði Souness við blaðamenn. ■ Valþór Sigþórsson átti stór- leik með Keflavík gegn Fram. btórgóiúrT opinn og skemmtilegur leikur. Mörkin heföu getað orðið enn fleiri. Urslitin sanngjörn. Mikil bleyta var og rigning, en all- margir áhorfendur þrátt fyrir það. Mörk ÍBK Helgl Bents- son og Ragnar Margeirsson, en Kristinn Jónsson skoraði fyrir Fram úr víti. Gul spjöld: Gísli Eyjólfsson ÍBK._____, Keflvíkingar á toppnum eftir 6. umferð fKefla9*'l Frá Frá Eiríki Hermannsyni fréttamanni NT á Suðurnesjum: ■ Keflvíkingar sigruðu Fram- ara í fjörugum leik í Keflavík í gær, og hafa nú tryggt sér forystuna í 1. deild eftir 6. umferð. Framherjar Keflvík- inga, Ragnar Margeirsson og Helgi Bentsson, sem illa hefur gengið að hitta rammann undanfarið, hristu nú af sér slenið og tryggðu Keflvíkingum sigur með tveimur góðum mörkum. Keflavík var sterkari aðilinn í þessum opna og skemmtilega leik, en engu að síður fengu Framarar sín tækifæri. Besta tækifæri fyrri hálfleiks féll þeim í skaut, þegar Guðmundur Tor- fason fékk góða sendingu óvaldaður á vítateignum eftir leiftursókn Fram en fast skot hans hafnaði í stöng og framhjá. Keflvíkingar léku oft laglega úti á vellinum, en gekk illa að reka endahnútinn á sóknina. Hins vegar nýtti liðið breidd vallarins betur en oft áður, tengiliðir voru vel hreyf- anlegir og dreifðu spilinu vel. En mörkin komu ekki í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik færðist enn meira fjör í leikinn, Ragnar Margeirsson komst í dauðafæri strax á þriðju mínútu er hann lék á Guðmund markvörð en renndi knettinum síðan framhjá. Skömmu seinna varði Þorsteinn mjög vel gott skot Guðmundar Steinssonar og á sömu mínútu skaut Helgi Bentsson framhjá eftir góðan undirbúning Ragnars. Gífur- legur hraði og fjör. Liðin skiptust á að sækja, og Keflvíkingar komu knettinum í netið, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 29. mínútu léku Keflvíkingar vörn Fram- ara í ræmur og Helgi lék á varnarmann og skaut þrumu- skoti í varnarmann og inn, 1-0. Skömmu síðar fengu Framarar dauðafæri er Bragi Björnsson slapp naumlega undan rang- stöðugildru ÍBK, lyfti yfir Þor- stein, en einnig yfir markið, þar skall hurð nærri hælum. Á 87. mínútu skoraði svo Ragnar Margeirsson eftir auka-. spyrnu Einars, glæsilegt skalla- mark, 2-0. En fagnaðarlætin \Fram 1 [íA] voru varla þögnuð þegar Fram hafði fengið vítaspyrnu. Guðmundur og Valþór voru að kljást um boltann,og boltinn virtist farinn þegar Guðmundur féll og víti var dæmt. Kristinn Jónsson skoraði af öryggi. Maður dagsins var Valþór Sig- þórsson, en Helgi og Ragnar voru einnig stórgóðir í þessum besta leik sem sést hefur í Keflavík í sumar. Hjá Fram skaraði enginn framúr, liðið jafnt, en Ómar óvenju daufur. Einkunna- gjöf NT: Þór Þorsteinn Ólafsson 4 Árni Stefánsson 3 Óskar Gunnarsson 3 Sigurbjörn Viðarsson ... 4 Guðjón Guðmundsson . 3 Nói Björnsson 2 Jónas Róbertsson 2 Halldór Áskelsson 3 Bjarni Sveinbjörnsson .. 3 Óli Þór Magnusson 2 Kristján Kristjánsson ... 1 KR Stefán Jóhannsson .... 4 Stefán Pétursson 5 Jakob Pétursson 5 Gunnar Gíslason 5 Ágúst Már Jónsson .... 5 Óskar Ingimundarson .. 6 Willum Þórsson 6 Jósteinn Einarsson .... 6 Ottó Guðmundsson .... 6 Elías Guðmundsson ... 6 Jón G Bjarnason 5 Erling Aðalsteinsson ... 6 Jón kom inn á fyrir Harald Haraldsson á 28. mín og Er- ling kom inn fyrir Willum á 56. mín. KEFLAVÍK: Þorsteinn Bjarnason ... 3 Guðjón Guðjónsson .... 4 Óskar Færseth 3 Valþór Sigþórsson 2 Gisli Eyjólfsson 4 Sigurður Björgvinsson . 3 Einar Ásbjörn Ólafsson . 3 Kristinn Jóhannsson ... 3 Ragnar Margeirsson .... 2 Helgi Bentsson 2 Ingvar Guðmundsson .. 5 Skiptingar: Rúnar Georgs- son fyrir Kristin sem meidd- ist seint i síðari hálfleik. FRAM: Guðmundur Baldursson . 3 Þorsteinn Þorsteinsson .. 3 Trausti Haraldsson 4 Ómar Jóhannson 5 Sverrir Einarsson 3 Kristinn Jonsson 4 Viðar Þorkelsson 3 Guðmundur Steinsson ... 4 Þorsteinn Vilhjálmsson .. 4 Guðmundur Torfason ... 3 Steinn Guðjónsson 3 Bragi Björnsson 3 Skiptingar: Bragi Björnsson kom inná fyrir Omar, og Haf- þór Sveinjónsson kom inn fvrir Þorstein Vilhjálmsson. Hingsen meðnýtt heimsmet í tugþraut manna, og er enn , þrátt fyrir að þeir liafi ákveðið að grafa stríðsöxina fyrr á þessu ári. En þeir eru mestu tugþrautargarpar sem uppi hafa verið. Hingsen fékk alls 8798 stig en fyrra met hans var 8779 stig. Árangur Hing- sens í greinunum tíu varð eftirfarandi: 100 m: . . . . langstökk: . kúluvarp: . . hástökk . . . 400 m . . .. 110 m grind: kringiukast: stangarstökk: 10,70 sek . 7,76 m . . . 16,42 . . . 2,07 48,05 sek 14,07 sek . 49,36 m 4,90 m spjótkast:........ 59,86 m 1500 m: . . 4:19, 75 sek ■ Jósteinn Einarsson og Halldór Áskelsson dansa „markadans“ í leiknum í gær en Nói Björnsson telur tilþrifín ekki til fyrirmyndar. NT-mynd Róben Markahátíð í Laugardal ■ Það var gaman að vera á vellinum í gær þegar KR og Þór áttust við á aðalvellinum í Laugardal. Sérlega var gaman | að fylgjast með Þórsliðinu sem fór hreinlega á kostum gegn döprum KR-ingum og vann stórsigur 5-2. Þorsteinn Ólafsson, þjálfari Þórs hafði gert breytingu á liði sínu frá síðasta leik og setti Árna Stefánsson í vörnina og færði Jónas Róbertsson framar og áttu báðir þessir menn góð- an leik sem og allt Þórsliðið. Enginn var þó eins duglegur og góður og Kristján Kristjánsson sem fór á kostum og gerði mikinn usla í vörn KR-inga. KR-ingar voru hreinlega yfirspilaðir og áttu ekkert svar við leik norðanmanna, vörnin var mjög óörugg og komust Þórsarar alloft inn í sendingar í vörninni enda hefði leikurinn allt eins getað endað 7-8 mörk geng tveim ef Þórsarar hefðu nýtt sín færi. Snúum okkur þá að leiknum. Blaðamaður NT hafði varla tyllt sér niður þegar Bjarni Sveinbjörnsson hafði skorað eftir góðan undirbúning Óla Þórs og Halldórs Áskelssonar. Við þetta mark var eins og KR liðið næði sér aldrei í gang og var lejkurinn eign Þórsara til loka. A 25 mín komast Þórsarar í 2-0 og var besti maður þeirra, Kristján Kristjánsson þar að verki. Boltinn barst til hans frá Jósteini KR-ing og lék hann aðeins inn í vítateiginn en skaut síðan þrumufleyg er söng í netinu. Nokkrum mínútum seinna kemst Óskar Ingimund- arson í gott færi við mark Þórsara en skaut framhjá. í síðari hálfleik héldu Þórsar- ar uppteknum hætti og sóttu af krafti enda var síðari hálfleikur ekki nema 5 mín gamall þegar Nói Björnsson skoraði eitt fal- legasta mark leiksins með þrumuskoti af um 20 m færi. Sannkallað draumamark. Rúmlega 10 mín síðar minnkar Gunnar Gíslason muninn fyrir KR-inga er hann skoraði með skoti af stuttu færi eftir horn- spyrnu. Þórsarar létu þetta mark ekki á sig fá og áttu urmul af góðum færum þar til Halldór Askels- son skoraði með fallegum skalla eftir aukaspyrnu Nóa. I HNOT- SKURN ■ Mjög opinn og skemmti- legur leikur. Sérlega voru Þórsarar góðir. Mörg mörk er glöddu viðstadda (jafnvel harða KR-inga). Mörk Þórs gerðu Bjarni Sveinbjörnsson á 6,mín, Kristján Kristjáns- son á 25. mín, Nói Björnsson á 50,mín, Halldór Áskelsson á 76,mín. og Óli Þór Magnús- son á 79. mín. Fyrir KR skoruðu Gunnar Gíslason á 68.mín. og Erling Aðalsteins- son á 89,mín. Áhorfendur voru ekki margireða um 350. Aðeins þrem mín seinna kom- ast Þórsarar í 5-1 eftir að Krist- ján hafði rænt boltanum af varnarmanni KR og gefið fasta lága sendingu fyrir markið þar sem Óli Þór kom að vífandi og þrykkti í netið. Fallegt mark. KR náði svo aðeins að minnka muninn þegar Erling Aðal- steinsson skoraði eftir að Þor- steinn hafði misst frá sér boltann. Þósliðið var mjög gott í þessum leik og spilaði góðan bolta en KR-ingar voru ákaf- lega daprir. Bestur á vellinum var þó Kristján Kristjánsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.