NT - 12.06.1984, Blaðsíða 22

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 22
 Þriðjudagur 12. júní 1984 22 Beirút: Mestu bardagar síðan í febrúar Beirut-Keuter ■ Yfír 30 féllu og fjölmargir særöust í verstu átökum í Beirut síöan í febrúar. Svæðið sem varð harðast úti nær allt frá suðvestur hluta borgarinnar til Bretland í UNESCO að sinni London-Keuter ■ Bretland ætlar að vera áfram í UNESCO, þrátt fyrir að Bretar hafi ýmsar efasemdir um starfsemi samtakanna. Bandaríkjamenn lýstu því yfir fyrir nokkru að þeir myndu ganga úr UN- ESCO en Timothy Ray- son, ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytis Breta, sagði í gær að Bretar hefðu slíkt ekki t hyggju í náinni framtíð, heldur myndu starfa áfram í samtökun- um til að reyna að byggja þau upp innan frá. Bretar hafa gagnrýnt samtökin, vegna mikillar yfirbyggingar og slælegs mats á verkefnum þeim sem samtökin vinna að. Rayson sagði að Bretar myndu endurskoða af- stöðu sína í árslok en viðurkenndi að breytingar gætu tekið lengri tíma. svæöis kristinna manna í fjöll- unum 10 km fyrir norðaustan borgina. Samkvæmt útvarpsfréttum frá Beirut var um 1500 sprengj- um skotið meðan á bardögunum stóð. Eldar brutust út og götur voru auðar nema sjúkrabílar og herbílar óku um. Bardagarnir byrjuðu um hálfþrjú í gær, eftir að spenna hafi aukist mjög í borginni við skothríð um morguninn. Aðilar saka hverjir aðra um að hafa átt upptökin. ■ „Allah er góður" hrópaði þessi muslimur eftir að hand- sprengja sem lenti á bílastæði, sprakk og drap 12. Persaflói: Svíar bjóðast til friðargæslu Rcuter-Stokkhólmur ■ Svíar og Japanir hafa boðist til að taka að sér friðargæslu í Persaflóa. Iranir og Irakar lýstu því yfir í fyrradag, að þessar þjóðir myndu hætta árásum á vopnlaus skip á Persaflóa, eftir að aðalritari Sameinuðu þjóð- anna Perez de Cuellar hafði farið fram á slíka yfirlýsingu. Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var skipaður sáttasemjari í deilum þjóðanna af Cuellar, hefur farið margar ferðir til ríkjanna, en án árang- urs. Cuellar er nú í Amman.Hann sagði að kanna þyrfti viðbrögð Irans og íraka áður en boð Svía og Japana væru þegin. 1984: Ítalía: Valdabarátta við lát Berlinguer Ný kvikmynd í burðarliðnum Róm-Beirut ■ Valdabaráttan er hafin í ítalska kommúnistaflokknum eftir lát Enrico Berlinguer leið- toga flokksins. Berlinguer lést í gær eftir að hafa legið meðvit- undarlaus síðan á fimmtudag. Berlinguer er einn aðalhöf- undur Evrópukommúnismans svokallaða. Hann var leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins þegar hann rauf tengsl við sov- éska móðurflokkinn. Fleiri evr- ópskir kommúnistaflokkar fet- uðu í fótsporið. Leiðtoginn var 62 ára gamall og fjögurra barna faðir. Fjöl- skylda hans hefur fengið samúð- arskeyti frá mörgum þjóðarleið- togum, þar á meðal Konstantin Chernenko og Páli páfa. ■ Enrico Berlinguer, leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins síðan 1972 lést í gær. London - Reuter ■ Einhverjum þykir það ef- laust að bera í bakkafullan læk- inn að bjóða nú upp á nýja kvikmyndagerð skáldsögu Ge- orge Orwells, 1984, þar sem bókinni hafa verið gerð ítarleg skil á þessu merkilega ári. En nú er í burðarliðnum í Bretlandi kvikmyndagerð eftir sögunni og vonast aðstandendur hennar eftir að þar sé á ferðinni „endan- leg“ kvikmyndaútgáfa sögunn- ar. Fyrri kvikmyndagerðir vöktu 0 QJU ) URums Hönnun ABRU STARMASTER STIGAR 2,5 -7,6 METRA ABRU ALUVAL TRÖPPUR 3 - 7 PREPA ABRU ALUVAL HEIMILISTRAPPA 10ÁRA ÁBYRGÐ Sölustaður: Sambandið Byggingavörudeild Suðurlandsbraut 32 Umboð: Innflutningsdeild Sambandsins Búsáhöld - Holtagörðum - Sími 812 66 Óbugaður af Suður-Afríku stjórninni Suður-Afríka-Reuter ■ Saga svarta suður-afríska kven- læknisins Namphelu Ramphele sýnir glögglega baráttuvilja blökkumanna í Suður-Afríku gegn aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar. Hún var handtekin af öryggislög- reglunni árið 1977 í heilsugæslustöð sem hún stjórnaði nálægt Höfðaborg, og flutt 1200 kílómetra norður í landið á stað sem heitir Lenyente. þar var hún í einskonar pólitískri útlegð: mátti ekki hafa samband við umheim- inn né vera í nálægð nema eins manns í einu. Ástæðan var sú að hún var þá ófrísk eftir blökkumannaleiðtogann Steve Biko sem nokkrum mánuðum seinna lést í höndum öryggislögreglunnar, en dauði hans vakti upp gífurlega andúð- aröldu gegn Suður-Afríku. Ramphele gekk í gegnum erfitt tímabil, eftir að hún var flutt til Lenyente, og ekki síst þegar hún frétti lát Bikos, fimm mánuðum seinna. En eftir að hún ól son þeirra ákvað hún að taka til handanna og nýta læknismenntun sína. Lenyente er samfélag um 4000 blökkumanna og fyrst í stað voru íbúarnir ófúsir að leita til hennar þar sem þeir óttuðustu að vekja athygli öryggislögreglunnar. En smátt og smátt komust þeir yfir ótta sinn. „Pað voru konurnar sem komu fyrst,“ segir Ramphele í viðtali „konur með veik börn. Þær létu ekki hræða sig frá að leita börnum sínum hjálpar“. Ramphele kom því til leiðar að heilsugæslustöð var formlega opnuð í Lenyente árið 1981. Ramphele varð að fá sérstaka undanþágu til að geta verið viðstödd opnunina því að öðrum kosti hefði hún gerst brotleg við útlegðarreglurnar. í kjölfar heilsu- gæslustöðvarinnar var komið á fót vísi að skólakerfi. Suður-Afríku stjórn aflétti banninu af flestum pólitískum andstæðingum sínum á síðasta ári þannig að Ramp- hele var þá frjálst að yfirgefa Leny- ente. En hún ætlar að vera þar áfram þar til hún er örugg um að allt sé komið í fastar skorður. Ramphele nýtur nú mikillar virð- ingar meðal litaðra og jafnvel hvítra íbúa Suður-Afríku. Og lesendur The Star, stærsta dagblaðs Suður-Afríku, kusu hana konu ársins 1983. Svartir stjórnmálaleiðtogar leita nú gjarnan álits hennar þrátt fyrir að hún hafi lítið beitt sér í þeim efnum. En hún vonast til að geta sameinað svartar konur til að mynda pólitískt afl. „Flest- ar svartar konur hugsa fyrst og fremst um að komast af,“ segir hún. „Þær halda yfirleitt utan um fjölskylduna og það krefst mikillar orku. En um leið og hægt er að ná þessum konum saman held ég að þar sé hægt að mynda óvígan her“. hvorki hrifningu hjá aðdáendum bókarinnar né ekkju Orwells Soníu og eftir að BBC sendi frá sér sjónvarpskvikmynd eftir bókinni árið 1960, sór hún þess dýran eið að leyfa ekki frekari kvikmyndatökur eftir bókinni auk þess höfðu óteljandi sjón- varpskvikmyndir komið á mark- aðinn. En skömmu fyrir dauða Soniu árið 1980 tókst bandarískum lögmanni að kaupa af henni kvikmyndaréttinn, eftir að hafa sannfært hana um að hann vildi gera kvikmynd sem yrði trú sögunni. Sonia setti þó þau skilyrði að þema bókarinnar kæmi vel fram í kvikmyndinni og hún yrði ekki í anda kvik- myndar Kubricks, 2001, eða Star Wars! Þetta telja leikstjóri nýju myndarinnar, Michael Radford og framleiðandinn Simoin Perry að hafi tekist. „Við komumst að því að eina leiðin til að búa til mynd sem hugsanlega verður sígild, væri að halda, sig við sjónarhorn Orwells“ sagði Perry í viðtali. Radford segir að yfir mynd- inni svífi andi fimmta áratugar- ins í Bretlandi, frekar en nú- tímans. Myndin byggi á því að bókin sé vísindaskáldsaga skrifuð á þeim tíma. Og allur leikbúnaður var hannaður með þetta sjónarmið í huga. Mjög erfitt reyndist að finna réttan mann í hlutverk Stóra bróður en andlit hans á pla- kötum og sjónvarpsskermum er rauður þráður í myndinni. Eftir að mistekist hafði að finna leikara'eftir venjulegum leiðum var birt auglýsing í dagblaðinu The Guardian. Leikarinn kunni, John Hurt, fer með hlutverk Winston Smith, þess sem leiðist út í andóf gegn flokknum. Frumsýning myndarinnar er áætluð 14. september en hún hefur aðeins verið um ár í vinnslu, þar sem‘ framleiðand- inn vildi koma henni á markað áður en árið er liðið. Og þó sumir hafi látið í ljós efasemdir um að fólk nenni að sjá kvik- myndina, það sé orðið lang- þreytt á Orwell og „1984“, eru aðstandendur bjartsýnir á að þessi tími sé sá eini rétti. Ef myndin heföi komið fyrr á árinu myndi aðsóknin hafa dottið fljótlega niður, því í upphafi ársins skall yfir flóðbylRÍa um- fjöllunar um söguna, og á því hefði fólk fljótlega þreyst.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.