NT - 12.06.1984, Blaðsíða 9

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. júní 1984 9 ndur haf; Hundurinn innilok- aður allan daginn ■ Hvað á ég að gera við fjöl- skylduna á efri hæðinni í blokk- inni minni? Hún er með hund á stærð viö kálf og skepnan er látin dúsa inni á daginn þegar heimilisfólkið er að vinna. Stundum spangólar hundurinn svo að hann er að gera mig vitlausa. Þá hef ég gripið til þess ráðs að fara út að ganga í þeirri von að raddbönd hundsins séu farin að gefa sig þegar heim kentur en yfirleitt verður mér ekki að von rninni. Ég vildi gjarnan að einhver lögfróður eða sem veit um hvað hægt er að gera skrifi í NT og gefi mér og öðrum sem húa við eitthvað svipað góð ráð. Ég hel' hugsað nrér að selja íbúöina et þessu heldur áfram því fátt ei eins óyndislegt og spangól í hundi. Breiðholtsbúi Afleysmgamenn í landbúnaði látið til ykkar heyrast Guðmundur Jóclsson Skamm- beinsstööum Holtahreppi skrifar: ■ Það er kominn tími til að kvarta og það kröftuglega út af hvernig afleysingaþjónusta bænda hefur þróast. Ég tel að þar sé gengið á svigvið lög og reglugerðir. Þegar atleysinga- þjónusta bænda byrjaði í júlí 1979 fékk fastur starfsmaður laun á ákveðnum mánaðar- degi, en í dag er þetta orðið svo nrikið skrifstofubákn, að það tekur fleiri daga og vikur að fá laun eftir að afleysinga- maður lýkur við vinnu á þeim bæ sern hann leysir af.á. En það versta er að maðurinn sem er fastráðinn að dómi stjórn- enda á viðkomandi búnaðar- svæði er algjörlega trygginga- laus hvað laun varðar. ef dauð- ur tími kemur upp. Það verður aldrei hægt að halda fólki í þessari vinnu ef launaútborg- unum verður ekki breytt hið snarasta. Ef ekkert verður að •gert er hætta á að þessi þjón: 'usta falli um ^sjálfa sig. í nútíma þjóðfélagi er þetta nauðsynleg þjónusta og því má hún ekki falla niður vegna þess að búið er að gera hana að of ntiklu skrifstofubákni. Ég vil benda afleysingafólki á að nauðsynlegt er að það komi saman til að ræða þessi mál. Ég trúi því ekki að það sé ánægt með launakjörin í dag. Fyrir áramótin setti ég auglýs- ingu í Tímann þar sem ég bað afleysingafólk að hafa sam- band við mig vegna hugnrynda urn stofnun samtaka afleys- ingamanna og landbúnaðar- verkamanna. Ekkertskeði. Ég trúi því ekki að afleysinga- menn séu ánægðir með kjör sín og skora á þá að láta til sín heyra. Þetta er brýnt mál fyrir þá sem starfa við þessi mál og þá sem þiggja þjónustuna. Það eina sem dugar er samtaka- mátturinn. ■ Innilokaðir hundar í fjölsýlishúsum geta verið þreytandi nágrannar þegar þeir byrja að spangóla. Ánanaustum Til SELTJARNAft- NESS Ö^PlRlSBy Nýja OLÍS stöðin í Ánanaustum liggur vel við akstursleiðum og athafnasvæðum. ffl Olís í alfaraleið Stööín Ánanaustum Toyota Corolla árg. 77 ek. 104.000, verð 80.000. Toyota Tercel 3-d sj.sk. árg, ’80 ek. 62.000, verð 185.000.- Toyota Hi-lux diesel árg. ’82 ek. 14.000, verð 380.000.- Toyota Crown diesel árg. ’81 sj.sk. ek. 190.000, verð 350.000.- Toyota Tercel 4-d árg. ’81 ek. 27.000, verð 235.000.- Toyota Cresida stw. árg. 78 ek. 95.000, verð 180.000.- Mazda 323 árg. ’80 sj.sk. ek. 54.000, verð 175.000.- Toyota Cresida árg. ’81 sj.sk. ek. 57.000, verð 330.000.- Fiat 127 árg. ’83 ek. 2700, verð 215.000.- Toyota model F. árg. ’84 ek. 1300 verð 580.000.- TOYOTA rsi Nybylavegi 8 200Kopavogi S 91-44144

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.