NT - 12.06.1984, Blaðsíða 12

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 12. júní 1984 12 Um greinargerð Þorvalds Búasonar: Meintur hagnaður vinnslunnar aö nemi 64 milljónum króna er því ekki til. Pessi fullyrðing er út í bláinn. Niðurgreiðslur vaxta- og geymslukostnaðar hafa skilað vinnslustöðvum 187 milljónum króna sem hreinum gjöfum. Vexti þarf að greiða og þann geymslukostnað, sem á afurð- irnar kann að falla, þarf að greiða. Hvort kostnaður af þessum greiðslum er innifalinn í afurðaverðinu að öllu leyti eða hvort stjórnvöld kunna að kjósa að greiða þennan kostn- að niður að einhverju eða öllu leyti hefur engin áhrif á tekjur og fjárhag vinnslustöðvanna. Vinnslustöðvarnar fá sinn kostnað borinn uppi og ekkert umfram það. Þcssi fullyrðing er því út í hött. Bændur hafa borið minna úr býtum en til var ætlast, ef allar vinnslustöðvarnar hafa gert upp með þeim hætti, sem al- gengastur virðist vera. Skaði þeirra hefur numið u.þ.b. 7 milljónum króna. Bændur hafa oft borið minna úr býtum en til var ætlast. Það stafar af því að sexmannanefnd hefur oft áætl- að kostnað lægri en hann hefur orðið í raun og veru. Það stafar af tvennu. I fyrsta lagi að sexmannanefnd hefur aldrei hlaupið upp til handa og fóta að samþykkja kostnaðarhækk- anir. Þess vegna hefur kostn- aður oft þurft að sanna sig áður en sexmannanefnd hefur tekið hann til greina. Kostnað- arhækkunin hefur því ekki ver- ið tekin til greina fyrr en nokkrum mánuðum eftir að tilefnið varð til. í öðru lagi hefur verðbólgan oftar en hitt farið frarn úr áætlunum og kostnaður orðið meiri en áætl- að var af þeim sökum. Bændur eru í nánast öllum tilfellum meðal eigenda vinnslustöðv- anna og eiga því stóran þátt í að ákveða á hvern hátt gert er upp. í flestum tilfellum taka fulltrúar bænda einir ákvörðun um uppgjörshátt. Fullyrðing Þorvalds um að vinnslustöðv- arnar hlunnfari bændur að þessu leyti hefur því ekki við nein rök að styðjast. Greiðslufrestur sá, sem vinnslustöðvar oftast veita smásölum, dreifing sölu á mán- uði ársins, sú staðreynd, að verð kjöts er verðbætt einungis á þriggja mánaða fresti, svo og sú regla, að niðurgreiðslurnar eru greiddar mánuði eftir á, hafa rýrt tekjur vinnslustöðva um nær 108 milljónir króna. Það sem þarna kemur fram hefur ekki áhrif á afkomu vinnslustöðvanna. Greiðslu- frestur til smásala, verðlags- tímabil og gjalddagi niður- greiðslna er allt þekkt fyrir- fram og reiknast inn í verðlags- grundvöllinn og kemur fram í tekjum bænda. Það er aðeins ef um óeðlilegan greiðsludrátt hjá smásölum er að ræða eða seinkun á niðurgreiðslum um- fram það sem áætlað er að áhrif verða á hag vinnslustöðv- anna. Það kann að vera að mánaðargreiðslufrestur færi smásölum einhvern gróða, en á það er að líta að slíkur greiðslufrestur tíðkast ekki einungis hér á landi heldur virðist þetta vera meginregla í viðskiptum víða um heim. Sexmannanefnd og ríkis- stjórn hafa ákveðið slátur- og heildsölukostnað verulega hærri en vel rekið sláturhús notaði í kostnað á sama tíma, jafnvel þótt geymslukostnaður þess fyrirtækis væri þar með- talinn. Sá munur hefur einn út eftir Árna Benediktsson, framkvæmdastjóra ■ í nóvember á síðasta ári birtist í Morgunblaðinu ritsmíð, sem baraðalfyrirsögn- ina Úr greinargerð Þorvalds Búasonar. Þar var að finna langan kafla úr greinargerð, sem Þorvaldur Búason hafði tekið saman um rekstur slátur- liúsa. Það kom fram í þessum greinum að Þorvaldur taldi að greinargerðin gæti orðið grundvöllur undir frekari um- ræður um þessi mál. Öðru hvoru birtast í blöðum ritsmíðar, sem menn kjósa að láta liggja í þagnargildi, einnig þeir sem svo nærri er höggvið að nálgast ærumeiðingar. Þess- ar ritsmíðar kunna að vera svo yfirfullar af barnaskap og van- þekkingu að ckki sé um að ræða. I annan stað getur ill- girnin verið svo greinileg að menn þykjast vita að svari fylgi enn meira skítkast. Stundum cftir að hann hefur opinberað manngildi sitt á svo ótvíræðan hátt. En þessi viðbrögð öll sýna að engin sérstök ástæða er til að sýna Þorvaldi neina sér- staka linkind, ástæðulaust er annað en að rekja mál hans til rótar í eitt skipti fyrir öll. Aðferð Þorvalds Aðferð Þorvalds er sú að tína til fjölmörg atriði, sem í sjálfum sér eru rétt. Flest eru þetta alkunn sannindi, svo sem að fjármagn rýrnar í verð- bólgu. Það er því auðvelt fyrir venjulegan lesanda að ganga úr skugga um að allt er þetta rétt. En síðan setur hann allt skakkt saman. Margar for- sendur, sem Þorvaldur notar, geta staðist, ef þær eru notaðar í réttu samhengi. En aðferð vísu eftir fjölskyldustærð og fleiru. 4. Lánskjaravísitala hækkaði á árinu 1983 um 73%. Hér á eftir verða allar tölur í heilum prósentum og heil- um þúsundum. 5. Launin í forsendunum voru öll lögð inn á bankareikn- ing. Ætlast verður til þess að menn ávaxti fé sitt á skynsamlegasta mögulegan hátt. Besta ávöxtunin í banka árið 1983 var verð- trygging, sem var 73% skv. lánskjaravísitölu og þar að auki 1% í vexti. 6. Fjármagn rýrnaði á árinu 1983. Lánskjaravisitala er mælikvarði á fjármagn og því er eðlilegt að nota hana til þess að leggja mat á rýrnun skattgreiðslna. Sú rýrnun nemur því 42%. í hverju blekkingin er fólgin og sé því enga ástæðu til að skýra það frekar. En venjulegur maður veit að hann á engar 146.000 krónur eftir í raun- veruleikanum við þær aðstæð- ur sem þarna er lýst. Hann kann að eiga eftir 4-5 þúsund króna vexti af ávísanareikn- ingi. Helstu niðurstöður Þorvalds Þorvaldur Búason er svo vinsamlegur í grein sinni þann 9. maí að draga greinargerð sína frá því í nóvember saman í helstu niðurstöður. Þetta verður til þess að auðveldara er að taka aðalatriði málsins fyrir í þolanlega stuttu máli og þar að auki er ekki vafi á hvað ber að skoða sem aðalatriði. Hér verða þessi atriði tekin ■ Árni Benediktsson völdum verðbólgu. Það fer allt eftir þeim ávöxtunarmögu- leikum sem fyrir hendi kunna að vera. Afurðalán í sjávarút- vegi eru til þess að hægt sé að standa skil á greiðslum hráefn- veldur þráhyggja og höfund- arnir vita ekki betur en að þeir hafi góðan málstað að bera fram. ífjórðalagi geturfjörugt og ótamið ímyndunarafl valdið því að erfitt sé um andsvör fyrir venjulega jarðbundna mcnn. I fimmta lagi kjósa menn stundum að hafa aðgát í nærveru sálar. Andsvör Þorvalds Þeir sem neyst hafa til að taka til máls um greinargerð Þorvalds hafa kosið að hafa mikla aðgát í trausti þess að hann vissi í raun og veru ekki betur en fram kemur í greinar- gerðinni og hann hefði einlæg- an vilja til þess að upplýsa málið, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Það mátti lesa út úr ummælum hans um frekari umræður um málið. En nú hefur Þorvaldur ritað nýja grein í Morgunblaðið, sem birtist þann 9. maí. Þessi grein tekur af öll tvímæli um það hvernig hann vill fjalla um mál og til hvers frekari um- ræður eigi að vera. Hreiðar Karlsson virðist lielst vilja rit- stýra Morgunblaðinu, segir hann. Grein Jóns H. Bergs er samansafn af rangfærslum, segir hann. Útkoma Ólafs Sverrissonar er tómt rugl, finnst honum best við hæfi að fullyrða. Og að sjálfsögðu ætti Ólafur Sverrisson að biðjast afsökunar. Magnús Friðgeirsson bauð Þorvaldi fyllstu aðstoð við að rannsaka allt, sem á þarf að halda, til þess að geta myndað sér rétta skoðun á rekstri slát- urhúsa. Hann bauð Þorvaldi að velja tvö sláturhús og hann skyldi útvega honum aðgang að öllum reikningum þeirra til þeirrar skoðunar. Þorvaldur fellst á að þetta sé gott boð, en síðan sér hann ástæðu til að bæta við: „Boð Magnúsar Frið- geirssonar hljómar eins og kvörtun verktaka, sem ekki hefur fengið verk, af því að tilboð hans var of hátt. Hann sættir sig ekki við niðurstöðuna og hrópar um götur og torg, mér er ekki sýnd sanngirni, komið og sjáið reikninga mína, ég gæti unnið verkið mun dýr- ara.“ Þessi tilvitnaða setning sýnir mæta vel inn í hugarheim Þor- valds Búasonar og hygg ég að Magnúsi verði erfitt að standa við tilboð sitt, þótt hann feginn vildi, þvíað vandfundið verður það sláturhús sem fúslega af- hendir Þorvaldi reikninga sína ■ All nokkuð er um liðið síðan þessi mynd var tekin í einu sláturhúsa landsmanna. Nú eru aðeins þrjú sláturhús í landinu sem viðurkennd eru til framleiðslu kjöts fyrir vandfýsinn erlendan markað. Þorvalds er að nota þær í vitlausu samhengi. Það eru ekki ýkja margir sem þekkja það vel til rekstrar sláturhúsa að þeir eigi auðvelt með að átta sig á því hvernig Þorvaldur beitir þessari aðferð. Þess vegna mun ég freista þess að færa hana inn á svið sem felstir lesendur kann- ast við. Ég kýs því að nota laun í staðinn fyrir sláturhúsrekst- ur, þar sem flestir lesendur eru launamenn. Þær forsendur sem settar verða eru þessar: L Arið sem notað er í for- sendunum er 1983. Öllum mun kunnugt um að það ár var til í raunveruleikanum. 2. Árslaun í þessum forsend- um eru kr. 500.000. Flest- um mun kunnugt að á árinu 1983 var ekki óalgengt að laun væru þar um bil, þó að ekki sé gert ráð fyrir að þetta sé nein meðaltalstala. 3. Opinber gjöld eru sam- kvæmt þessum forsendum kr. 125.000. Það munu flestir sjá að þessi tala getur staðist, þó að það fari að 7. Sá sem launin fær í þessum forsendum eyðir þeim öllum í neyslu og til greiðslu vaxta og afborgana, svo og til greiðslu opinberra gjalda. 8. Ef eyðslan dreifist jafnt eru hálf mánaðarlaun að með- altali í ávöxtun. Launin greiðast að meðaltali á miðju ári. Samkvæmt sláturhúsaaðferð Þorvalds lítur þetta dæmi þannig út í tölum: Laun ársins 1983 kr. 500.000 Verðtrygging fjármagns 73% á 125.000 að meðalt. kr. 91.000 Vextir 1% kr. 2.000 Verðrýrnun opinb. gjalda kr. 53.000 kr. 646.000 Frá dregst neysla, vextir og afborganir og opinber gjöld kr. 500.000 Hreinar eftirstöðvar kr. 146.000 Ég hygg að flestum muni vera Ijós blekkingin, sem felst í þessu dæmi, þó að allar forsendur séu réttar út af fyrir sig. Ég hygg að flestum sé ljóst fyrir í sömu röð og þau eru sett fram af Þorvaldi og er vitnað beint í hann með breyttu letri: Kjör á haust-, afurða- og rekstrarlánum hafa vegna verðbólgu fært frá bönkum og þá sparifjáreigendum til vinnslustöðva um 64 milljóna króna tekjur. Þessa fullyrðingu sína byggir Þorvaldur á útreikningum á þeirri rýrnum sem verður á fjármagni í verðbólgu. Allt fjármagn sem atvinnuvegirnir hafa haft undir höndum til rekstrar á undanförnum árum hefur rýrnað í verðbólgunni. Þannig er háttað um afurðalán sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar og rekstrarlán til versl- unar og margra annarra at- vinnugreina, hvort sem þau eru í formi yfirdráttar, víxla- kvóta eða komið fyrir á annan hátt. Það er því alveg fráleitt að taka sláturhúsin sérstaklega út úr og herma verðbólguna og áhrif hennar upp á þau. Þar að auki þarf ekki að vera hagnað- ur fyrir þann sem fær fjármagn- ið að láni þó að það rýrni af is og vinnulauna, afurðalán í iðnaði sömuleiðis. Afurðalán til vinnslustöðva landbúnaðar- ins eru til þess að hægt sé að greiða bændum uppí þær afurðir, sem þeir framleiða. Þegar afurðirnar seljast og greiðast er afurðalánið endur- greitt. Það eru því engir ávöxt- unarmöguleikar fyrir hendi. Nú kann að mega líta á hvort vinnslustöðin geti haft hagnað af því að kjötið og aðrar afurðir hækka í verði á geymslutímanum. Verð land- búnaðarafurða er endurskoð- að á þriggja mánaða fresti og í verðbólgu undanfarinna ára hefur sú endurskoðun jafnan leitt til hækkunar. Sú hækkun stafar af auknum rekstrar- kostnaði og hækkun á launum bónda og búaliðs til samræmis við aðrar stéttir. Engin hækk- un er reiknuð á sölutímabilinu vegna hækkunar á kostnaði við afurðalánin. Þar felast því engir ávöxtunarmöguleikar. Þessi tilfærsla frá bönkum og sparifjáreigendum til vinnslu- stöðva og Þorvaldur reiknar út

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.