NT - 12.06.1984, Blaðsíða 11

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 12. júní 1984 11 Helga Jónsdóttir Grófargerði, Vallahreppi Er ég frétti að kvöldi hins 6. janúar s.l. að Helga móðursystir mín hefði látist nóttina áður, komu mér í hug eftirfarandi ljóðlínur úr kvæðinu Vor eftir Snorra Hjartarson: Blessað veri grasið sem grœr kringum húsin bóndans og les mér Ijóð hans, þrá og sigur hins þögula manns. Helga var yngst sex systkina, sem komust til fullorðinsára en tveir drengir dóu ungir. Hin systkinin voru: Ásmundur, bóndi í Grófargerði, f. 1882, d. 1951, Salný, húsfreyja á Keld- hólum, Völlum, f. 1886, d. 1962, Gróa, f. 1889, fékkst við sauma en átti heimili í Grófar- gerði, Snjólaug, f. 1892, dvelur nú í hárri elli á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, Bjarni, f 1895, d. 1982, lengst kennari á Fáskrúðs- firði. En Helga Vilhelmína eins og hún hét fullu nafni, var fædd ■ árið 1887. Þau systkinin ólust upp í Grófargerði og voru foreldrar þeirra Þórunn Bjarnadóttir og Jón Guðmundsson búandi hjón þar frá 1885 til 1910, er Jón lést. Árið 1919 hóf Ásmundur bú- skap í Grófargerði. Varð þá móðir hans ráðskona hjá honum og Helga síðar eftir að innan- hússtörfin færðust að mestu á hendur hennar. Pórunn móðir þeirra lifði fram til 1949. Helga varð einnig ráðskona hjá Alfreð syni sínum eftir að hann tók við búskap árið 1951. í Grófargerði átti Helga því flest sín spor og lærði að þekkja hið hljóða strit við búskapinn, oft við heilsuleysi og ekki mikil efni, en hún hlífði sér ekki í erfiðleikum og gekk hiklaust til starfa, sem hún lauk af árvekni og skyldurækni án kröfu um að alheimta daglaun að kvöldi. Ekki var kvartað, þótt sjúkdóm- ar steðjuðu að. Hún hlúði að móður sinni og systkinum í veikindum þeirra. Hún þurfti einnig nokkrum sinnum að dveljast á sjúkrahúsum fjarri heimilinu. Og ekki mun hún hafa farið varhluta af ýmsum vonbrigðum lífsins. Síðustu árin mátti Helga telj- ast farlama og gat ekki gengið án stuðnings en samt hélt hún því að vera hin veitandi hús- móðir, sem öllum vildi gott gera. Einmitt vegna hinnar hátt- bornu gestrisni mun hún hafa fundið meira til hreyfihömlunar sinnar. En henni lagðist líkn með þraut, því Snjólaug systir hennar dvaldi í Grófargerði síð- ustu tuttugu árin, sem Helga lifði og þótt blind sé, gat Snjó- laug tekið af Heigu marga snún- inga, svo að kraftaverk má kallast, auk þess sem þær systur voru mjög samrýmdar og gátu stytt hvorri annarri stundirnar. Ég held að skapgerð og orð- um Helgu verði best lýst með annarri tilvitnun í sama ljóð eftir Snorra Hjartarson: Blessað veri grasið sem blíðkar reiði sandsins, grasið sem grœðir jarðar mein. Helga var hæglát, dul og fá- mál en auðfundið var að hún fylgdist vel með. Telja mátti sérstætt, hversu fáorðar setning- ar hjá Helgu gátu búið yfir reynslubundinni alvöru en sýndu þó öryggi og færðu gleði þeim er á hlýddu. Ég minnist sérstaklega setningar, sem hún sagði um aðra manneskju - aðeins fjögur orð: „Það var góð manneskja." Hlýleikinn í rödd- inni og áherslan á orðunum sögðu miklu meira en orðin sjálf. Eitt sinn færði ég henni mynd úr Hjálpleysunni, fjalla- dalnum fagurgróna fyrir ofan bæinn. Helga virti myndina fyrir sér um stund, þekkti að kýrnar þeirra í Grófargerði voru á beit í língresinu á Kálfavöllum og sagði síðan: „Blessaðar kýrnar mínar,“ með þeim hlýleika, er sýndi hvert hafði verið kært reynsluviðfang um ævina, veitt unað í starfi og björg í bú. í Hjálpleysunni sátu þau systkin- in yfir kvíám í bernsku og þar gengu kindur þeirra og kýr í sumarhögum. Én svo gagnorð var Helga að vart var hægt að hnikaorði, hversetningótvíræð og afmörkuð. Hún mun hafa búið yfir mikilli hugarrósemi og hljóðlátri bjartsýni. Mun svo vera um þá, sem hafa lært að una sínu en eiga svo þungbæra lífsrevnslu að bikarinn er fullur og óttinn vinnur ekki á. Þá er fólk samrunnið því sem var, því sem heldur áfram að vera og er órjúfanlega tengt sínum stað í vitund annarra. Og þegar húm- ar á skóga í vitund manns, þá blikar minningin um slíkt fólk eins og vökul stjarna í skýjarofi. Ég lýk þessum línum í þökk fyrir nokkrar dreifðar samveru- stundir með Helgu í Grófar- gerði og hina tryggu lund hennar. Að síðustu ein tilvitnun enn í Vor, ljóð Snorra Hjartar- sonar: Blessað veri grasið sem grœr yfir leiðin, felur hina dánu friði og von. Ég votta þeim Snjólaugu og Alfreð í Grófargerði innilega samúð við andlát Helgu móð- ursystur minnar. Sigurður Kristinsson VIPPU- bílskúrshurðin Lagerstærðir 210 x 270 cm, aðrar stærðir eru smíðaðar eftir beiðni Gluggasmiðjan Síðumúla 20 Reykjavík - Stmar 38220 og 81080 Sr. Sigurð- ur Árni kosinn prestur ■ Sr. Sigurður Árni Þórðarson var kjörinn lögmætri kosningu í Skaftártungum í Vestur-Skafta- fellsýslu, en atkvæði voru talin í gær. 163 voru á kjörskrá 99 greiddu atkvæði. Sigurður Árni fékk 90 atkvæði, 9 seðlar voru auðir. Sölustofnun ræðurnýjanfram- kvæmdastjóra ■ Framkvæmdastjöraskipti hafa nú orðið hjá Sölustot'nun lagmetis. Theódór S. Halldórsson hefur ver- ið ráðinn í starf framkvæmdastjóra í stað Heimis Hannessonar sem gegnt hefur starfinu undanfarin fjögur ár en lætur nú af störfum að eigin ósk. Herferð: Um gagnsemi norræns samstarfs ■ Upplýsingaherferð, þar sem ungu fólki verður kynnt norrænt samstarf og það gagn, sem af því má hafa í daglegu lífi, verður hrint af stað í haust. Af því tilefni verða gefnir út upplýsingabæklingar á norðurlandamálunum, auk jaðar- mála og efnt verður til samkeppni meðal ungs fólks um lýsingu á reynslu af norrænu samstarfi í máli og myndum. Einnig verður efnt til happdrættis, þar sem vinn- ingur verður fundur með norræn- um ungmennum. Herferð þessi var skipulögð á fundi, sem haldinn var í Málmey í Svíþjóð í síðasta mánuði með þátttöku fulltrúa æskulýðsfélaga og stjórnvalda. Mazda 929 LIMITED’84 Þeir glæsilegustu á götunni í dag! MAZDA 929 er nú kominn á markaðinn með nýju og breyttu útliti og með fjölmörgum nýjungum. Þær helstu eru: Ný 2000 cc vél 102 hö. DIN • Ný fjöðrun • Stillanlegir demparar úr mælaborði (HT) • Ný íburðarmikil innrétting • Þurrka og rúðusprauta á afturrúðu • Stillanlegur tímarofi í þurrkum • Sjálfskipting með overdrive. Og þar að auki: Rafknúnar rúður • Hraðastilhr (Cruise control HT) • Viðvörunartölva • Vökvastýri • Veltistýri • Útispeglar beggja vegna • Snúningshraðamælir • Quarts klukka • Opnun á bensínloki og farangursgeymslu innan frá • 5 gíra kassi • Litað gler í rúðum • Halogen aðalljós og margt fleira. Við höfum fengið örfáa af þessum glæsivögnum til ráðstöfunar á ótrúlega góðu verði. Tryggið ykkur því bíl strax. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.