NT - 12.06.1984, Blaðsíða 10

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 12. júní 1984 10 Amalía Björnsdóttir Mýrum, Skriðdal Fædd21.desember1891 Dáin3. maí 1984 Á fimmtudagsmorgun 3. maí hringdi Ingibjórg á Mýrum til mín og sagði mér að mamma sín hefði orðið bráðkvödd þá um morguninn á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Mig setti hljóð- an við þessa frétt. Það er eins og maður sé alltaf óvíðbúinn þegar slíkt ber að, og þá ekki síst þegar sá látni er manni náskyldur. En hvað um það, þetta er gangur lífsins. Síðast- liðinn vetur hrakaði heilsu Amalíu og varð hún af og til að dvelja á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum. Hún var líka svo óheppin að detta þar og hand- leggsbrotna illa. En þrátt fyrir þetta óhapp var hún orðin það hress að farið var að ráðgera að senda hana heim. En hún var því mótfallin, fannst sem hún gæti svo lítið gert til gagns, þó hugurinn væri víst oftast upp á Mýrum. Amalía var fædd á Vaði í Sknðdai 21.12.1891. Fpreldr- ar hennar voru Ingibjörg Bjarnadóttir frá Viðfirði og Björn ívarsson frá Vaði, dug- mikil sæmdarhjón. Þau Björn og Ingibjörg bjuggu stórbúi á Vaði, var Björn fjárflestur bóndi í Skriðdal. Ég skrifaði afmælisgrein um Amalíu þegar hún varð níræð og rakti þar ætt hennar aðeins meira. Þau Ingibjörg og Björn eign- uðust 12 börn, fjögur dóu ung, en þau sem upp komust voru: Guðrún hfr. Ameríku, Jónína hfr. Geitdal, Sigurður bóndi Sauðhaga, Bjarni bóndi Borg, Amalía sem þessar línur eru helgaðar, Þórhildur hfr. Eski- firði og Guðrún Anna hfr. Neskaupstað. Öll látin fyrir mörgum árum. Aldamótaárið missti Ingi- björg mann sinn frá þessum stóra barnahóp. En hún giftist aftur. Seinni maður hennar var Jón Jónsson frá Hallbjarn- arstöðum í Skriðdal. Þau Ingi- björg og Jón áttu 5 börn: Björg hfr. Jaðri Völlum. Dvelur nú á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, Snæbjörn bóndi í Geitdal, lést 1972, Ármann bóndi Vaði, lést 1982, Vilborg hfr. Litla- Sandfelli, nú búsett á Akur- eyri, drengur dó óskí rður. All- ur þessi stóri barnahópur Ingi- bjargar á Vaði sem upp komst var mikið dugnaðar- og mann- dómsfólk, vel gefið og hefur sett mikinn svip á samtíðina. í þessum stóra barnahóp ólst Amalía upp og vandist allri vinnu bæði úti og inni. Amalía var greind og lét sér ekki nægja þá barnafræðslu sem þá gerðist. Hugur hennar stóð til frekari náms, og 16 ára gómul, sótti hún um skólavist í Kvennaskóla Reykjavíkur. Samgöngur voru þá aðeins með strandferðaskipum og voru ferðir strjálar. Sagði hún mér að ferðalagið til Reykja- víkur hefði gengið seint. Kvennaskólinn var þá fjögra vetra nám. En Amalía lauk því námi á tveimur vetrum og var heima á Vaði sumarið á milli. Að námi loknu kom Amalía heim og vann að búi móður sinnar og stjúpa. Þó mun hún hafa eitthvað brugðið sér í kaupavinnu af og til. Ekki er að efa að ungu piltarnir litu hýru auga til þessarar glæsilegu og menntuðu stúlku. 1 Vallaneshjáleigu óx upp bráðmyndarlegur piltur, hár og herðabreiður, greindur og listaskrifari. Þessi maður var Einar Jónsson. Hann og Amal- ía felldu hugi saman og gengu í hjónaband sumarið 1913. Þóttu þau glæsileg brúðhjón sem vöktu verðskuldaða virð- ingu. Þau eignuðust eina dótt- ur sem hlaut nafnið Ingibjörg eftir móðurömmu sinni. Á þessumárum lá jarðnæði ekki á lausu, og bjuggu ungu hjónin fyrstu áriri á ýmsura jörðum í Skriðdal og Völlum. En vorið 1923 losnar Geitdalur í Skriðdal úr ábúð. Þessa jörð fá þau byggða ásamt Arna bróður Einars og Jónínu systur Amalíu. En þessar fjölskyldur höfðu búið saman í Sauðhaga í nokkur ár og fluttu þaðan að Geitdal. Geitdalur er stór og góð sauðfjárjörð og góð hey- skaparjörð á þeirra tíma mæli- kvarða. Þar vantaði aldrei hey hvað sem vetur voru langir og snjóþungir. Þau Árni og Jón- ína slitu samvistum eftir nokk- ur ár. Jónína var áfram í Geitdal með dóttur þeirra, Agnesi, sem ólst þar upp og var þar uns hún giftist og flutti burt. Þeim Einari og Amalíu búnaðist vel í Geitdal. Einar var góður fjármaður og mikill fjárræktarmaður, voru eftir- sóttir fjárhrútar frá honum. Þau Einar og Amalía voru sérlega samhent við búskap- inn. Hjá þeim ríkti mikil reglu- semi og snyrtimennska. Allt var hvítskúrað hjá henni Amalíu og hver hlutur á sínum stað. Gestrisin voru þau Geit- dalshjón og mikið um gesta- komur. Var ánægjulegt að dvelja hjá þeim við skemmti- legar og fræðandi samræður og rausnarlegar veitingar. Eftir 18 ára farsælan búskap í Geitdal brugðu þau Einar og Guðrún Sveinsdóttir f rá Borg Reykholahreppi Amalía búi og fluttu út að Mýrum til Ingibjargar dóttur sinnar og manns hennar Zóph- óníasar Stefánssonar hrepp- stjóra. Einar vann við ýmis störf utan heimilis á sumrin, á haustin vann hann í sláturhúsi K.H.B. á Egilsstöðum við af- greiðslu, en hirti féð á Mýrum á veturna. Amalía tók til starfa með dóttur sinni með sama áhuga og fyrirhyggju sem hún hafði ástundað um æfina. Amalía bar alla tíð hag og velgengi Mýraheimilisins fyrir brjósti. Þeim Einari og Amalíu leið vel á Mýrum. Hjónaband þeirra var langt og farsælt, það var Amalíu mikill missir er Einar lést síðla vetrar 1975. Amalía var félagslynd, var lengi í Kvenfélagi Skriðdæla og í stjórn þess í 23 ár. Amalía var greind kona og stálminnug. Var það viðkvæði hér í sveit og jafnvel víðar, þegar menn greindi á um eitthvað, við spyrjum Amalíu. Fólkið á Mýrum hefur sagt mér að ef hefði þurft að minna á eitthvað eða muna eitthvað þá hefði Amalía verið beðin um það, og þetta hélst alveg fram á síðasta ár. Föstudaginn 11. maí var Amalía lögð til hinstu hvílu við hlið manns síns í Þingmúlakirkjugarði að við- stöddu fjölmenni. Blessuð sé minning Amalíu Björnsdóttur. Stefán Bjarnason Flögu Fædd2.sept.1914 Dáin 8. mars 1984 Þeir sem komast til nokkurs aldurs hljóta óhjákvæmilega að gjalda þá kvöð að sjá á bak samferðamannanna yfir móð- una miklu. Ef ég man rétt þá vorum við sjö sem fermdumst samtímis úr Reykhólahreppi vorið 1928. Fjögur eru þegar horfin af svið- inu, nú síðast Guðrún Sveins- dóttir frá Borg Reykhólahreppi. Guðrún andaðist á Borgar- spítalanum í Reykjavík þann 8. mars síðastliðinn. Hún var fædd á Hofsstöðum í Reykhólahreppi 2. sept. 1914, eitt af tíu börnum þeirra hjóna Sesselju Oddmundsdóttur ætt- aðri úr Bolungarvík og Sveins Sæmundssonar frá Þrándarkoti í Laxárdal, Dalasýslu. Með Guðrúnu er fyrsta skarð- ið höggvið í þennan stóra syst- kinahóp. Hofsstaðir voru rýrðarkot og oft var þungt fyrir fæti hjá þeim Sveini og Sesselju. Það virðist þó ekki hafa dreg- ið úr lífsmætti systkinanna, því endingin hefur verið góð, þar sem þau yngstu verða sextug á þessu ári. Sesselja dó langt um aldur fram 1935 þá fimmtug. Fjölskyldan hélt áfram búskap á Hofsstöðum og þar lést Sveinn 1949 þá sjötugur. Guðrún var fimmta í aldurs- röð ofan frá. Þótt smátt væri um veraldar- auð skorti ekki glaðværð og leikfélaga á æskuheimili hennar. Snemma fóru börnin að vinna utan heimilisins, en þar var ekki um margt að velja á hinum svonefndu kreppuár- um. Naumast annað en kaupa- vinnu á sumrin og lítt launaða vetrarvist yfir vetrartímann. Það var því hlutskipti Hofs- staðasystkina eins og flestra sveitaunglinga á þessum árum að leita á þessi mið. Kaupið var að vísu lágt, en hitt þótti líka nokkurs um vert að létta fram- færslu heimilisins. Tryggð þeirra Hofsstaða- systkina við sína bernskubyggð hefur verið einstök, sem sést best á því að aðeins þrjú þeirra hafa átt heimili og starfsferil til lengdar utan sinnar heima- byggðar. Guðrún vann á ýmsum heim- ilum í sveitinni við öll venjuleg störf en þess á milli var hún heima á Hofsstöðum. Hvar- vetna voru störf hennar vel metin. Hún var hagvirk, þrifin og fjölhæf til verka. 1947 verða þáttaskil í lífi hennar. Þá keyptu þau Guðrún og Brynjólfur Jónsson, ættaður úr Tálknafirði, jörðina Borg í Reykhólasveit. Guðrún og Brynjólfur höfðu verið heitbundin um tíma og giftust skömmu eftir að þau hófu búskap á Borg. Þar bjuggu þau síðan um þrjátíu ára skeið. Tveim árum eftir að þau flutt- ust að Borg veiktist Brynjólfur af berklum og var honum um tíma vart hugað líf. Dvaldi hann tvö ár á sjúkrahúsi. Hefur hann aldrei síðan gengið heill til skógar. Með þrautseigju og hjálp góðra manna tókst Guð- rúnu að halda jörð og búi þessi erfiðu ár. Borg er ekki mikil jörð til búskapar og frekar erfið til ræktunar. Hún á þó sína kosti. Það vorar vel í skjóli klettaborg- anna og smávegis hlunnindi eru þar, dúnn og selur. Ef til vill meira til þess að auka á fjöl- breytileika hversdagsins en efla tekjur búsins. Þó mun það svo að þær rætur er þar vaxa verða ekki auðslitnar. Það kann að eiga við Borg sem sagt var um aðra jörð að þar væri betra að vera barn en bóndi. Umhverfi Borgar er fjöl- breytilegt og töfrandi fagiirt. Þar hefur þjóðtrúin búið álfum ból og þar áttu þeir sína kaup- höll. Guðrún tók miklu ástfóstri við Borg. Fyrir þremur árum fluttu þau Brynjólfur að Reykhólum og hann gerðist starfsmaður Þör- ungavinnslunnar. Guðrún kall- aði eftir sem áður að fara heim að Borg. Þau hjón eignuðust tvær dætur. Ragnheiði gifta Ólafi Hermannssyni, búa í Reykja- vík, eiga fimm börn og Margréti gifta Smára Baldvinssyni, búa í Borg, eiga sex börn. Guðrúnu var það mikið fagnaðarefni þegar dóttir henn- ar og tengdasonur tóku þá ákvörðun að setjast þar að. Gunna mín. Þegar við vorum krakkar fórum við í margan stórfiskaleikinn. Þú varðir og sóttir þína borg vel og varst ekkert á því að gefa leik að óreyndu. Það varð aldrei okkar hlutskipti að taka þátt í stór- fiskaleik lífsins, en þú eignaðist þína borg og þar vannstu heil og öll. Öllum hlý og góð. Þú blandaðir þér aldrei í hringiðu mannlífsins utan þíns heimilis. í Borg stóð þitt vé og um það vé stóðst þú tryggan vörð, híjóðlát og þolin. Nú hverfur þú af sviðinu með þá hamingju að vegarnesti að eiga einskis manns óvild, en ást og þökk þeirra sem næstir stóðu. Að leiðarlokum þakka ég ánægjulegar og ótaldar sam- verustundir í starfi og leik. Ég og fjölskylda mín vottum Brynjólfi og öðrum aðstandend- um samúð okkar vegna fráfalls Guðrúnar. Jens Guðmundsson Vilborg Björgvinsdóttir Fædd 11. janúar 1929 - Dáin 25. mars 1984 Elskuleg vinkona mín og mágkona verður kvödd í dag frá Áskirkju. Sunnudagurinn 25. mars var bjartur og fagur. Það leituðu margir til fjalla eða út í náttúr- una til að njóta lífsins. Það var þennan dag, sem mín góða vinkona lagði upp í sína ferð frá þessum heimi. Ferð, sem hún hafði undirbúið af stakri ró og staðfestu. Þessi bjarti dagur vitnaði um lífstíl hennar, að sjá fegurð lífsins og njóta stundar- innar þegar sólin skein. Úr skarlatsrauðu skini sólarlags er skikkja hinnar mildu sumarnætur. Svo fellur hún ífaðm hins unga dags og funann leggur inn í hjartarœtur. Pá syngja fuglar yfir trjám og tjörn, ogtónagleðinyljarhverju blómi, og sömu náðar njóta mannabórn í náttúrunnar milda helgidómi. Vort lífog dauði, dagur vor og nótt er dýrleg gjöffrá æðri máttarvöldum. í þeirra brunn var móðurmjólkin sótt, sem mannkyn hefur nœrt á liðnum öldum. Úr þeirra eldi guðagneistinn hrökk, sem glæddi lífið, jörð og himin tengir. Til þeirra beinist blessun vor og þökk, er birta fer að nótt og daginn lengir. Frá miklu hverfur sá, sem deyr í dag, en drauma sinna njóta akrar sánir, og allirfuglar syngja sama lag, og sumrifagna lifendur og dánir. Og þó er mörgum þeirra gleðifátt, sem þungu skriði nálgast hinsta boðann. En hvaðan fœr sú fegurð líf og mátt, sem felur stjömur bak við morgunroðann? (Davíð Stefánsson) Vorið boðar sumarkomu og bjartar nætur. Það er í sumar- landinu, sem hún Villa mín nú býr. Vilborg Björgvinsdóttir fæddist að Bólstað í Austur- Landeyjum 11. janúar 1929. Dóttir Björgvins Filippussonar bónda þar og konu hans Jar- þrúðar Pétursdóttur. Á Bólstað var æskuheimilið, en á ung- dómsárunum hennar flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Vil- borg laúk prófi frá Kennara- skóla íslands, handavinnudeild, árið 1953 og stundaði kennslu í nokkur ár. Árið 1961 giftist hún Jónasi Guðmundssyni og flutti þá að Hellu á Rangárvöllum. Börn þeirra eru Fannar og Katrín. Lítill ömmudrengur er líka fæddur, sólargeislinn, Birkir Snær. Ég var heppin, þegar ég ung að árum var ráðin til starfa í gistihúsinu að Múlakoti í Fljótshlíð. Þar tók á móti mér ejskulegt fólk, sem leiddi mig til starfa með kæti og góðvild. Það var í Múlakoti, sem kynni mín af Villu hófust. Þeirri heppni minni má ég ekki gleyma. Þá var hún frísk og létt á fæti, vinnan var dagsins leikur og kvöldið einn álfadans. Tillitssemi hennar og næm- leiki fyrir mannlegum tilfinning- um bjó með henni þá og æ síðan. Þann eiginleika ræktaði hún ásamt öðrum góðum eigin- leikum. Þess nutu þeir, sem með henni voru. Samvera okkar þá og síðan hefur verið mér ómetanleg. Það er morgunfagurt í Múla- koti, þegar sólin kemur upp og varpar birtu sinni á hlíðina. Þá glóir dögg á grasi og steinum. Eg veit, að morgunn þessarar mætu konu á nýjum slóðum verður ekki síður heiður og tær. Guð veri með henni og styrki hennar fólk. Sjöfn Árnadóttir Árið sem Eyrarsund fraus árið sem Hekla gaus veraldar vetur dimman veturinn heljar grimman. Þá var hlýtt hér í Hveragerði hlýrra en túlkað verði hlýtt bæði úti og inni en einkum í návist þinni. (G.B) Síðustu orðin í þessu ljóði lýsa því vel hvernig Villa var. Það var alltaf hlýtt og bjart í kringum hana hvar sem hún var. Þetta ljóð skrifaði Gunnar Benediktsson rithöfundur í minningabók okkar náms- meyja, sem dvöldum í Kvenna- skólanum Hverabökkum í Hveragerði veturinn 1946-47, þar sem hann kenndi okkur íslensku. Þennan vetur kynnt- umst við Villa fyrst. Þar dvöld- um við og bjuggum okkur undir að leggja út í lífið. Við vorum þar undir stjórn skólastýrunnar, Árnýjar Filippusardóttur, sem var föðursystir Villu. Nú eru nokkrir hlekkir farnir úr þessari keðju, sem þar myndaðist. Oft var glatt yfir hópnum þennan vetur og endurminningarnar rifjuðust upp þegar við Villa hittumst, því nokkrum árum síðar vildi þannig til að leiðir okkar lágu aftur saman þegar hún varð svilkona mín. Þá kvæntist hún eftirlifandi manni sínum, Jónasi Guðmundssyni frá Núpi í Fljótshlíð. Þau eignuðust tvö börn, Fannar og Katrínu, sem bæði eru uppkomin. Lífsróður- inn er alltaf mismunandi, sumir sigla, hjá öðrum er róðurinn þyngri. Það voru oft erfiðar öídur, sem Villa þurfti að sigla í gegnum, því hún átti í mörg ár við erfið veikindi að stríða, en hún hafði alltaf að standa þær af sér og við sem hittum hana ekki daglega sáum ekki annað en birtu og yl streyma frá henni. En svo kom reiðarslagið, stóra aldan reið yfir og undan henni varð ekki komist. Villa lést í Landspítalanum. Ó, sólarfaðir signdu nú hvert auga, en sér ílagiþau sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því sem andar, en einkum því sem böl og voði grandar. (Matth. Jochumsson) Við hjónin, börn okkar og þeirra fjölskyldur, sendum Jón- asi, börnum, tengdadóttur og litla 'augasteininum hennar, ásamt öldruðum föður, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðs englar vaki yfir þeim og gefi þeim styrk. Gústa

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.