NT - 21.06.1984, Blaðsíða 1

NT - 21.06.1984, Blaðsíða 1
■ Hér má sjá reykjarmökkinn eftir skriðuna í Óshlíðinni og hve nærri hún hefur farið mönnum og vélum, m.a. mönnunum tveim sem sjást beint undir krana vélskóflunnar, ef myndin prentast vel. Æðarkollan vinkona þeirra liggur á sæng bak við eina grastóna sem við sjáum fremst á myndinni. NT-mynd Finnbogi Tvö mál Thorsara tekin fyrir í Stykkishólmi: Útburðar- málinu frestað - en skatta- málið var dómtekið ■ í gær var tekin fyrir í héraðsrétti í Stykkishólmi krafa tveggja hreppa sem liggja að Haffjarðará á hendur Thorssystkinum, sem eru eigendur árinnar, um greiðslu á hlunninda- skatti sem þau hafa neitað að greiða frá árinu 1980. Ennfremur voru lögð fyrir fógetarétt gögn í útburð- armáli Sigurðar Oddsson- ar á Höfða en þar hefur eigandi jarðarinnar, Thor R. Thors, farið fram á að Sigurður verði borinn af jörðinni vegna deilna um byggingabréf. Málflutn- ingi í útburðarmálinu var frestað að beiðni dómara. í skattamálinu lauk mál- flutningi aftur á móti og er dóms að vænta innan skamms. Krafahreppanna í málinu er greiðsla á 4% hlunnindaskatts sem heimilt er að leggja á eigendur hlunninda sem búsettir eru utansveitar. Helgast það af því að tekj- ur af umræddum hlunn- indum komi ekki til skatts í sveitarfélaginu að sleppt- um fasteigna og aðstöðu- gjöldum. í greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar lögmanns eigenda kom fíam að hann telur þessa skattlagningu brjóta í bága við stjórnarskrána. Auk þess að hún mismun- ar mönnum eftir búsetu, ná lög um hlunnindi að hans mati ekki til veiði í Haffjarðará. Eins og fram hefur komið í NT er Haf- fjarðará gjöful veiðiá sem skilar eigendum sínum um 2,3 milljónum króna í arð á ári hverju. Tvö þúsund tonna grjót- skriða féll í Óshlíðinni nokkra metra frá vegavinnumönnum og tækjum þeirra ■ Um 2.000 tonna grjótskriða féll úr Óshlíðinni í fyrrakvöld um 40-50 metrum ofan við veg- inn þar sem fjöldi manna frá ístak h.f. var að störfum, sumir með stórvirkar vinnuvélar. Mennirn- ir voru að mæla fyrir borholum fyrir sprengiefni þegar skriðan kom öllum að óvörum niður hlíðina og lenti svo að segja á milli þeirra. Að sögn Sigurðar Hermannssonar, verkstjóra fór skriðan í um 10 metra fjarlægð frá mælingamönnunum og tæp- ast meira en 2 metra frá vélun- um. Skriðan skaut mönnum eðli- lega skelk í bringu en allir sluppu óskaddaðir sem betur fer, þeirra á meðal æðarkolla ein sem liggur á eggjum sínum í vegarstæðinu í Öshlíðinni og hreyfir sig ekki af hreiðrinu hvað sem á gengur í kringum Hin hámenntaða láglaunastétt! ■ Aukin menntun kvenna í kjölfar jafnréttisbaráttunn- ar hefur ekki leitt til aukins jafnréttis í launamálum, a.m.k. ekki að neinu marki. Konur eru áfram láglauna- stétt og verkaskiptingin í þjóðfélaginu hefur ekki haggast að neinu ráði. NT-úttektin fjallar í dag um námsgreinaval kvenna í háskólum og þar kemur í Ijós að meginþorri þeirra velur sér háskólanám sem leiðir til láglaunastarfa. hana. Hafa þeir Istaksmenn hliðrað til með framkvæmdir á blettinum þar sem kollan liggur Það er þannig ekki einhlítt þótt konur séu nú orðnar fleiri í menntakerfinu en karlmenn. Jafnréttinu miðar ekki hraðar fyrir því. Sjá úttektina í opnu þangað til ungar hennar koma úr eggjunum. Fer svo vel á með ístaks- mönnum og kollunni að þeir geta strokið hcnni án þess hún svo mikið sem hreyfi sig af eggjunum. Sjá nánar baksíðu. Glatast seldur kvóti? -sjánánar ábls.2 Mikil hækkun framfærsluvísitölu: Jafngildir 32% verðbólgu á ári ■ Vísitala framfærslukostn- aðar hækkaði um 2,33% í maímánuði, samkvæmt út- reikningum kauplagsnefndar. Er það verulega meiri hækkun en orðið hefur á vísitölunni undanfarna mánuði. Vísitölu- hækkun um 2,33% mánaðar- lega mundi jafngilda nær 32% verðbólgu á heilu ári. Alls hefur framfærsluvísital- an nú hækkað um 5,84% frá því þann 1. febrúar sl., þ.e. á 5 mánuðum. Af þessari 2,33% hækkun í ma: stafar 1% af verðhækkun búvara og lækkun niður- greiðslna á þeim þann 9. maí sl. Hækkun þess hluta lyfja og læknisþjónustu sem sjúklingar greiða olli 0,5% hækkun og 0,8% hækkun var vegna hækkunar á ýmsum vöru- og þjónustuliðum. Hækkun byggingavísitöl- unnar mánuðina mars, apríl og maí reyndist vera 3,72% samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar, eða úr 158 stigum í 164 stig. Þar af var áætluð hækkun í maímánuði 1,48%. Dómur borgardóms Reykjavíkur: íbúðaval má nota línulega vísitölu ■ í gær féll í borgardómi Reykjavíkur dómur í máli íbúða- vals hf. í Garðabæ gegn Þorgilsi Axelssyni. f dómnum er Þorgilsi gert að greiða fyrirtækinu rúmar hundrað þúsund krónur auk fullra vaxta, samkvæmt þrauta- vara kröfu þess. Forsaga málsins er sú að á tímabilinu 1981-1982 seldi íbúða- val hf. 29 keðjuhús sem voru í smíðum í Garðabæ. Síðan kom upp ágreiningur um vísitöluút- reikning afborgana. Reiknaði Ibúðaval með svokölluðum línu- legum vísitölureikningi, en marg- ir kaupenda töldu réttara að notaður yrði svokallaður tröppu- reikningur verðbóta. Mál Þor- gils var prófmál á deilur þessar og hlaut hann gjafsókn. Athyglisvert er að samkvæmt ákvörðun meirihluta dómsins er málskostnaður felldur niður, sem þýðir að hvor aðili málsins ber sinn kostnað af því, en eins og fyrr segir fékk Þorgils gjafvörn. Dóminn kváðu upp þeir Steingrímur Gauti Kristjánsson, borgardómari, Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, og Þór Guðmundsson, viðskiptafræð- ingur. Steingrímur skilaði sératkvæði þar sem hann segir að hann sé sammála meirihluta dómsins um allt nema málskostnað. Taldi Steingrímur að Þorgils hefði átt að greiða íbúðavali málskostnað. FISKVERDSHÆKKUN UPP Á 6% í DAG? - BLS. 2

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.