NT - 21.06.1984, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. júní 1984 14
Utt<
——'
' ............................................................................ .....................................................
cc
Fimmtudagur 21. júní 1984 15
’N
-----------1
Konurnar tóku skólakerfið með skyndiáhlaupi og urðu:
Hin hámenntaða láglaunastétt nútímaþjóðfélags
■ Konur eru áfram láglaunastétt í þjóðfélag-
inu, þrátt fyrir stóraukna menntun. Jafnréttis-
barátta kynjanna og hin hefðbundna verkaskipt-
ing kynjanna eru að vísu andstæður sem við
fyrstu sýn kunna að virðast illsættanlegar en hafa
engu að síður orðið samverkandi orsakir fyrir
aukinni sókn kvenna í háskólanám.
Fjölgun kvenna í háskóla hefur hins vegar
ekki að verulegu leyti raskað hlutföilunum innan
hefðbundinna karlagreina í Háskóla Islands,
þótt vissulega megi sjá þess nokkur merki að
konur séu þar í sókn.
Það er ekki nóg með að konur velji sér yfirleitt
námsgreinar sem leiða til lægri launa hjá hinu
opinbera, margar kvennagreinar leiða því nær
einungis til starfa í opinberri þjónustu, meðan
margir karlmenn fara í háskóla til að búa sig
undir störf í einkageiranum þar sem launin eru
miklum mun hærri.
■ í NT-úttekt hinn 30. maí sl.
kom í ljós að konur eru nú
komnar í öruggan meirihluta
sem nemendur við æðri mennta-
stofnanir þessa lands. Stór
meirihluti nýstúdenta á ári
hverju eru konur og fleiri konur
ljúka nú orðið prófum frá há-
skólum hérlendis en karlar.
Línuritin hér í opnunni bera
þó greinilega með sér að þar
með er ekki öll sagan sögð.
Konur fara nefnilega ekki í
háskóla til að læra það sama og
karlmenn. Námsgreinar á
háskólastigi skiptast mjög á-
kveðið í „karlagreinar" og
„kvennagreinar".
Þannig eru það næstum ein-
vörðungu konur sem fara í
hjúkrunarfræði og þær eru í
miklum meirihluta þegar um er
að ræða námsgreinar eins og
sjúkraþjálfun og ýmsar greinar
sem að jafnaði leiða til kennslu-
starfa.
Á hinn bóginn voru 97%
þeirra sem luku prófi í verkfræði
skólaárið 1982-83, karlmenn.
Það er enn tiltölulega sjaldgæft
að konur gerist tannlæknar og
karlmenn eru enn í „traustum“
meirihluta í læknisfræði, við-
skiptafræði og lögfræði svo
dæmi séu tekin.
- Kvennagreinar
upp í háskóla
Að stórum hluta virðist skýr-
inga á hinni gífurlegu fjölgun
kvenna í háskólum vera að leita
í þeirri staðreynd að ýmsar
dæmigerðar kvennagreinar hafa
flust upp á háskólastig. Þannig
var hægt að verða hjúkrunar-
kona eða kennslukona í gamla
daga án þess að stúdentspróf
þyrfti til.
Það vekur einnig athygli að
konur eru í meirihluta við ýmsar
nýjar námsgreinar sem kenndar
eru við félagsfræðideildina í
Háskóla íslands. Áður þurfti
yfirleitt að sækja menntun í
þessum greinum út fyrir pollinn
og það voru að sjálfsögðu í flest-
um tilvikum karlmenn sem það
gerðu. Síðan félagsfræðideildin
við HÍ var stofnuð og konur
tóku að sækja í þess háttar
námsgreinar í auknum mæli, er
ekki örgrannt um að (karl)menn
í viðkomandi störfum séu teknir
að óttast að launataxtar þeirra
muni smám saman síga niður á
við.
- Konur velja
lágiaunagreinar
Það mun raunar vera á flestra
vitorði að dæmigerðar kvenna-
greinar á háskólastigi leiða til
mun lægri launa að námi loknu
en þær greinar sem karlmenn
sækja meira í. Þetta kemur
mjög glögglega í ljós þegar
súluritið hér á opnunni er skoð-
að og borið saman við launa-
taxta Bandalags háskólamanna
(línuritið fyrirofan). í súluritinu
er námsgreinum raðað eftir
hlutfallslegum fjölda kvenna
sem luku prófi í viðkomandi
námsgrein á skólaárinu 1982-83
þannig að þær námsgreinar, sem
hlutfallslega flestar konur
stunda, lenda lengst til vinstri.
Eftir því sem lengra kemur til
hægri í súluritinu fjölgar karl-
mönnum og laun stíga að sama
skapi.
Hér er þó raunar alls ekki öll
sagan sögð, því kvennagrein-
arnar leiða undantekningarlítið
til starfa hjá hinu opinbera (hver
þekkir hjúkrunarkonu í einka
bisniss?), en margar dæmigerð
ar karlagreinar búa menn undir
störf hjá einkafyrirtækjum og
það er kunnara en frá þurfi að
segja að menntamenn eru yfir-
leitt mun betur launaðir hjá
118
■ Súluritið sýnir hlutfallslega skiptingu kynjanna á námsgreinar i háskólum og er þá miðað við þá sem luku prófum á háskólaárinu 1982-83. Bláu súlumar sýna hiutfall
karlmanna og ef súluritið er borið saman við línuritið fyrir ofan kemur i Ijós að hlutfall karlmanna í námsgreininni vex í réttu hlutfalli við launakjör að námi loknu.
Línuritið sýnir áætluð launakjör í viðkomandi starfsgreinum samkvæmt kjarasamningum Bandalags háskólamanna. Við gerð línuritsins var stuðst við töflu um dreiflngu
ríkisstarfsmanna innan launamálaráðs BHM og fundin meðalgildi innan starfsgreinanna.
Launamunur milli opinberrar þjónustu og einkageirans er ekki tekinn með hér, en benda má á að hinar dæmigerðu kvennagreinar leiða í flestum tilvikum til starfa hja
hinu opinbera meðan karlagreinarnar leiða oft til betur launaðra starfa í einkageiranum.
einkafyrirtækjum heldur en op-
inberum aðilum, þótt enginn
virðist raunar vita með vissu
hversu mikill sá munur sé.
- Konurnar
sækja á, eða...?
Þegar litið er á þróun síðustu
tuttugu ára eða svo virðist þó
ljóst að konur séu heldur að
sækja á jafnvel þegar um er að
ræða dæmigerðar karlagreinar.
Þannig fjölgar þeim konum
stöðugt sem leggja fyrir sig
læknisfræði og það þykir a.m.k.
ekki lengur nein meiri háttar
goðgá þótt konur láti skrá sig til
náms í jafn hefðbundinni karla-
grein og verkfræði.
Séu línuritin yfir þessa þróun
skoðuð, vaknar þó sú spurning
hvort þróunin sé ef til vill að
snúast við aftur. Að minnsta
kosti verður ekki betur séð en
konum hafi fækkað nokkuð í
flestum hefðbundnum karla-
greinum síðan 1980. Rétt er þó
að geta þess að tiltölulega litlar
sveiflur geta virst býsna stórar á
línuriti vegna þess hversu lágar
tölurnar eru, þ.e. hve tiltölulega
fáir Ijúka námi í einstökum
greinum ár hvert.
Þrátt fyrir það, sem rakið er
hér að framan, virðist full á-
stæða til að ætla að sú barátta,
sem konur hafa háð fyrir jafn-
rétti undanfarna áratugi, hafi
skilað umtalsverðum árangri
a.m.k. á þessu sviði, þótt á hinn
bóginn sé jafnljóst að enn er
langt í það að fullt jafnræði ríki
milli kynjanna um menntun og
laun.
- Lækka heilar
stéttir í launum?
Þrátt fyrir áratuga baráttu
kvenna fyrir launajafnrétti virð-
ist það enn vera býsna viðtekin
regla að laun kvenna séu lægri
og oft á tíðum mun lægri en
karla. Má jafnvel leiða líkum að
því að hlutfallsleg fjölgun
kvenna í starfsstétt leiði til
launalækkunar þegar horft er til
lengri tíma. Þannig munu ekki
margir treysta sér til að mæla á
BA-Félagsfræðideild
l- 50
40
30
20
10
_i___
1965
70
75
80 83
BA-Heimspekideild
móti því að almenn kennara-
laun séu nú hlutfallsega mun
lægri en þau voru meðan karl-
menn voru í meirihluta í stétt-
inni.
Ef marka má námsgreinaval
kvenna, verður ekki betur séð
en þær geri sér launamisréttið
að góðu. Grunur leikur einnig á
því, þótt hér verði ekki sýnt
fram á það með hörðum tölum,
að ekki ríki fullkomið launa-
jafnrétti meðal karla og kvenna
sem eiga samskonar nám að
baki. Þannig má a.m.k. leiða
getum að því að algengara sé að
konur sætti sig við launataxta
hins opinbera og hljóti að jafn-
aði lægri og ver launuð störf í
einkageiranum, auk þess sem
þær eru sjaldnar yfirborgaðar.
- Andstæðurnar
í sömu átt
toga
Konur eru þannig áfram lág-
launastétt í þessu þjóðfélagi,
þrátt fyrir stóraukna menntun
og þrátt fyrir það að til þeirra
séu gerðar auknar menntunar-
kröfur. Hér hefur að vísu ekki
verið gerður samanburður á
launakröfum háskólamennt-
aðra kvenna og launum viðtek-
inna karlmannastétta þar sem
mun styttri skólaganga er að
baki, en engu að síður mun
mega fullyrða að t.d. velflestir
iðnaðarmenn búi við mun betri
launakjör en konur sem koma
út á vinnumarkaðinn að loknu
háskólanámi í einhverri
kvennagreininni.
Að öllu þessu athuguðu virð-
ast vera tvær meginskýringar á
hinni stórauknu háskóla-
menntun kvenna. Annars vegar
hefur kvennabarátta síðustu
áratuga borið nokkurn árangur,
hins vegar eru nú gerðar meiri
kröfur til menntunar kvenna í
ýmsum hefðbundnum kvenna-
greinum.
Það kann að virðast nokkuð
ankannalegt að þvílíkar and-
stæður sem jafnréttisbarátta
kvenna og hefðbundin verka-
skipting kynjanna togi þannig í
sömu átt, en það hlýtur engu að
síður að verða niðurstaða þess-
arar úttektar.
Texti og
styringarmyndir:
""Danietesön
O'aðamaður
BS-Raungreinar
Lögfræði
50
40
30
20
10
1965
70
75
80
__
83
40
20 •
10
1965
70
75
80 83
Læknisfræði
Viðskiptafræði
Verkfræði
1965
40
30
20 •
10
1965
70
75
80 83
þessi linurit sýna þróun kynskiptingar í nokkrum námsgreinum í háskólum á tímabilinu 1965 til 1983. Er þá miðað við fjölda karla og kvenna sem tóku lokapróf í þessum greinum. Hnúðóttu línurnar tákna karlmenn.