NT - 21.06.1984, Page 28

NT - 21.06.1984, Page 28
Lagfæringar á Óshlíðarveginum milli ísafjarðar og Bolungarvíkur: Beðið með framkvæmdir svo æðarkollan geti ungað út! ■ „Það er tæpast hugsað betur um aðrar sængurkonur en við fylgjumst með æðarkollunni. Hún er komin í hið besta sam- neyti við okkur og hreyfír sig ekki af eggjunum þrátt fyrir stanslausa traffikk allt í kringum hana - skrölt í stórvirkum vinnuvélum og jafnvel spreng- ingar rétt við hliðina á henni. Ekkert fær raskað hennar ró að því er virðist“, sagði Sigurður Hermannsson, verkstjóri hjá Istak h.f. sem vinnur nú að lagfæringu vegarins um Oshlíð, milli ísafjarðar og Bolungarvík- ur. Þcir ístaksmenn tóku eftir æðarkollunni liggjandi á eggj- unum í vegarstæðinu strax og þeir hófu mælingar í Óshlíðinni fyrir um tveim vikum og hafa frestað öllum framkvæmdum á þeim bletti þar til kollan hefur ungað út. „Við ákváðum að lofa henni að hafa lóðina sína þang- að til ungarnir koma úr eggjun- um, sem hlýtur nú að fara að gerast hvað úr hverju, úr þessu. Nei, nei það hefur ekki tafið okkur neitt að ráði“, sagði Sig- urður. Spurður livort engin hætta hafi verið á grjóthruni yfir koll- una þegar þeir eru að sprengja í berginu sagðist Sigurður þá hafa reynt að verja hana svolítið fyrir slíku - búið henni nokkurt skjól eftir því sem aðstæður leyfðu. Bæði kolla, menn og vélar komust í stórhættu í fyrrakvöld þegar um 2.000 tonna sylla ■ „Við lofum henni að hafa lóðina sína þar til ungarnir koma úr cggjunum“, segir Sig- urður Hermannsson, verkstjóri, sem ásamt sínum mönnum fylg- ist vel með henni. ■ ístaksmenn að störfum örskömmu áður en skriðan féll úr hlíðinni um 40-50 metrum fyrir ofan þá. M-myndir Fínnboei. ■ Þaðvarævintýrifyrirþennanungaísfirðing, HalldórMagnússon, að fá að slást í för með Ijósmyndara NT út í Óshlíð að klappa æðarkollunni. En illilega brá honum eðlilega þegar skriðan féll svo skammt frá honum með miklum gauragangi. hrundi allt í einu úr berginu um 40-50 metrum ofar, öllum að óvörum, og kom niður á milli manna og vinnuvéla. „Líklega í um 10 metra fjarlægð frá mönnunum og aðeins um 2ja metra fjarlægð frá vélunum", að sögn Sigurðar. Slíkt hlýtur að vera hálf óhugguleg reynsla? „Menn verða þögulir - gera ekkert að gamni sínu fyrst á eftir“, sagði Sigurður. Slík skriðuföll kvað hann allt- af geta komið fyrir þótt hættan sé auðvitað mest þegar verið er að vinna með stórvirkum vinnu- vélum og borum sem koma titringi á bergið. Menn verði stöðugt að fylgjast með hlíðinni. Sigurður sagði 19 menn frá ístak nú að störfum í Óshlíð- inni, sem vinna á tveim vöktum allan sólarhringinn með mörg- um jarðýtum, vélskóflum, vöru- bílum og öðrum tækjum. Reynt er að flýta verkinu sem mest þar sem vegurinn verður lokaður a.m.k. í viku, en vegurinn um Óshlíðina er eina samgöngu- leiðin milli ísafjarðar og Bol- ungarvíkur. Allir flutningar og fólk verða því að fara sjóleiðina með Fagranesinu þar milli staða þessa viku. Sigurður sagði þá vinna við að breikka veginn á tveim stöðum og einnig hækka hann eða lækka á nokkrum stöðum. Vonast er til að hann verði öruggari yfir- ferðar á eftir.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.