NT - 21.06.1984, Blaðsíða 10

NT - 21.06.1984, Blaðsíða 10
 nrr Fimmtudagur 21. júní 1984 10 iii Ábendingar um= Stóla og vinnubor BtirBÍörk Pálsdóttur ðiuþjálte ■ I síðustu grein var rætt um sitjandi vinnu og í framhaldi af því verður hér fjallað um stóla og borð. Vinnustóiar: Við val á vinnustól þarf að gera sér grein fyrir til hvers og hversu rnikið stóllinn verði notaður, og hverjir noti hann. Við einhæf störf (t.d. skrif- stofustörf) og mikla setu, þarf að gera meiri kröfur til stólsins. Það þarf að vera þægilegt að stilla stólinn í mismunandi stöður, svo notandinn geti auð- veldlega breytt um stellingar. Hæðarstilling á baki og setu er nauðsynleg (gasfjarðarbúnað- ur). Heppilegt er að hafa velti- bak og veltisetu, sent eru óháð hvort öðru, til að geta notað stólinn við mismunandi vinnust- öður þ.e. vinnu í framhallandi stöðu, vinnu í uppréttri stöðu og hvíld í sitjandi stöðu. (Sjá mynd 1). Æskilegt er að geta stillt stóíinn nteð stillihandföng- um undir setu, í mismunandi stöður á meðan setið er í stólnum. Ef fleiri eru um að nota stólinn þarf að vera fljót- legt og auðvelt að stilla hann. Dæmi um stóla sjá mynd 2. Rétt er að benda á að margar gerðir stóla eru á hinum al- menna markaði og æskilegt er fyrir kaupánda að hafa í huga þau atriði sem fjallað hefur verið um hér að ofan og í síðustu grein. Auk þessara þátta þarf að hafa í huga stöðugleika, styrk og færanleika stólsins, áklæði, bólstrun og verð. Hvíldarstólar og sófar: Hvíldar- stólar þurfa að vera rúmgóðir og veita góðan stuðning við höfuð, hnakka, bak og hand- leggi, (mynd 3) Hægindastóll sem getur hall- ast aftur, þarf að vera með færanlegan hnakkapúða og fót- skemil. Armar þurfa að vera breiðir, þannig að framhand- leggir fái góðan stuðning og axlir séu slakar. Stóllinn má ekki vera það lágur og djúpur að erfitt sé að standa upp úr honum. Ef stóllinn er of hár getur hann hindrað blóðrásina niður í fætur. Æskilegt er að hægt sé að stilla setu og bak í mismunandi stöðu til tilbreyt- ingar. Sófar eru oft of mjúkir, djúpir og lágir. Reynist þá erfitt að fá réttan stuðning, sem veldur því að setið er í einum keng. Einnig getur verið mjög erfitt að standa upp úr þeim. I þeim sófum er nauðsynlegt að nota púða við bak til að fá betri stuðning. Bflsæti: Bílsæti þurfa að vera stillanleg ekki síður en aðrir vinnustólar. I nýrri bílum eru yfirleitt stillimöguleikar á setu (fram/aftur) og á halla baksins. Það er nauðsynlegt að nota stillimöguleika bílsætisins eins og annarra sæta, til að aðlaga sætið og breyta um setstöðu öðru hvoru. I eldri bílum þar sem sæti eru orðin slitin og e.t.v. takmarkað- ir stillimöguleikar fyrir hendi, er hægt að fá púða í sæti og /eða stuðning við bak (t.d. fjaður- grind) sem aðlagast eðlilegum sveigjum hryggjar. Vinnuborð: Þvf meir sem unnið er við borðið og því einhæfari sem störfin eru, þeim mun meiri kröfur þarf að gera til vinnu- borðsins. Hæðarstilling á borði er nauðsynleg, til að ná réttri borðhæð þannig að sem minnst álag verði á bak, herðar og handleggi. Hallandi borðplata kemur í veg fyrir aukna framhallandi setstellingu og eykur sjónhorn. Rauf eða kantur á borðplötu hindrar að hlutir renni af borð- inu. Hægt er að fá skipta plötu, þar sem stærsta platan hallast, en hliðarplötur nýtast til frá- leggs (mynd 4). Ohentugt er að hafa skúffu/ lista undir borðplötu, sem getur valdið þrýstingi á læri. Lengd og dýpt borðplötu skal ekki vera ntinni en 70 cm. Forðast ber andstæður í sjón- sviði, og því skal huga að lit borðplötunnar. Einnig ber að forðast slétt og glansandi yfir- borð, þar sem ljós getur speglast í borðplötunni. Barnastólar og borð: Hæð stóla og borða er oftast miðað við fullorðið fólk. Börn sitja því oft við slæmar aðstæður, þar sem fætur þeirra hanga og þau þurfa að lyfta öxlunum til að fá hendurnar upp á borðið. Stillanlegir stólar sem „vaxa“ með barninu eru heppilegustu stólarnir, annars verður að not- ast við fótskemil og púða í stól. Mikilvægt er að huga að hús- gögnum barna á heimili og í skóla. Slæmar venjur við setur geta haft áhrif á líkamlega líðan Sarna seinna á ævinni. ■ Hefðbundinn vinnustóll. Æskilegar stillingar eru: - hæðarstilling á baki - hæðarstilling á setu - veltíbak - veltiseta ■ Hár vinnustóll. Fætur hvíla á hring, þegar unnið er við hátt borð. ■ Tannlæknastóll. (Hægt er að fá sérhannaða stóla fyrir ákveðna vinnu). ■ Standstóll með veltisetu. Hentugur til hvfldar við stand- andi vinnu. ■ „Balans„-stóll. Hannaður til að viðhalda eðli- legum sveigjum hryggjar við sitjandi vinnu. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir að valda óeðlilega mikilli beygju í hnjám, sem hindrað getur blóðrás niður í fætur. Olína Steinunn Þórðardóttir frá Miðhrauni 70 ára 9. júní 1984 Það er bæði fróðlegt og ánægjulegt að svipast um öxl á tímamótum í ævi góðra sam- ferðamanna. Bæði ánægja og tregi hlýtur að bærast með þeim sem rifja upp sína eigin fortíð og ævi- skeið. En fyrir þá sem eingöngu hafa notið samvista með ágætu fólki, er það mikil ánægja að stinga niður penna og nota svona tækifæri til að þakka góð- ar samvistir. Ég kynntist Stein- unni Þórðardóttur þau 2 ár sem ég var við kennslu í Stykkis- hólmi. Hún var ekkert frá- brugðin öðrum ágætum Hólm- urum og Snæfellingum. Hafi einhver þjóðkunnur maður dvalist hjá „vondu fólki“ þar vestra og rómað það eftirminni- lega, þá var mitt hlutskipti að kynnast „hinum góðu“ þar eins og annars staðar. Ég kom oft til Þrándar og Steinunnar að Hóli og var þar eins og heimagangur. Þrándur var húsvörður í skól- anum. Jafnframt var hann á þessum árum að byggja við hús- ið þeirra og bæta eldri hlutann. Gestir fundu glöggt andrúmsloft heimilisins, því fljótlega var ekki um neitt gestaviðmót að ræða. Fáguð og glaðvær hlýja einkenndi heimilislífið. Þegar hér var komið sögu hafði margt á daga hertnar drifið. Átján ára að aldri giftist hún fyrri manni sínum Jóni Aðal- steini Sigurgeirssyni frá Hömlu- holtum. Tveim árum síðar, þeg- ar Steinunn er tvítug hefja ungu hjóningestgjafabúskap. Sumar- ið 1934 hófu þau að byggja upp veitinga- og gistiaðstöðu að Vegamótum í Miklaholts- hreppi. En fyrsta sumarið fóru veitingarnar fram í tjaldi. Nokkrum árum síðar hefja þau samhliða þessum rekstri að koma upp hótelbyggingu og rekstri þess í Ólafsvík. Árið 1942 flytjast þau svo til Stykkis- hólms. Þar kaupa þau gamla samkomuhúsið og endurbyggja það í fullkomið bíóhús. Síðar (1945) kaupa þau einnig Hótelið í Stykkishólmi. Þessi bæði fyrir- tæki reka þau af miklum krafti. Ég hef það fyrir sattt að Stein- unn hafi átt drjúgan þátt í þessari velgengni og dugnaði þeirra hjóna, en bæði drógu þau ekkert af sér til að veita gestum sínum sem besta og notadrýgsta þjónustu. Á annan dag jóla 1946 dregur ský fyrir sólu. Þann dag missir Steinunn mann sinn. Á næsta ári selur hún bæði fyrirtækin. Tvö börn höfðu þau eignast, Hrefnu, sem er gift Jens Þor- valdssyni og Sæbjörn tónlist- armann, sem er giftur Valgerði Valtýsdóttur. Aftur birti til hjá Steinunni. Nokkru síðar kynnt- ist hún Þrándi Jakobsen frá Götu í Færeyjum. Hann stund- aði sjómennsku frá Stykkis- hólmi og síðan almenna vinnu í landi. Hinn 16. júní 1951 var svo haldið hið eftirminnilega brúð- kaup hinna 4 systkina frá Mið- hrauni. Þau Þrándur og Steinunn eign- uðust eina dóttur Sunnevu, sem býr hjá foreldrum sínum. Einn- ig tóku þau 7 mánaða stúlku Hansínu Bjarnadóttur og ólu hana upp sem sína eigin dóttur Einnig hefur dóttir Hansínu dvalist mikið hjá „afa og ömmu“. Til Reykjavíkur fluttust þau 1963. Um árabil hefur Þrándur verið húsvörður í K.R. heimil- inu við Kaplaskjólsveg. Nýlega fluttu þau svo í nýtt hús að Bauganesi 35 í Reykjavík. Það- sýnir að kraftur uppbyggingar hefur haldist enn við. Steinunn getur litið yfir nokk- uð langan veg uppbyggingar og átaka. Frá því er tvítug stúlkan hóf veitingarekstur í tjaldinu við vegamótin í Miklaholts- hreppi fram til þessa dags. Mörgum gestum hefur hún veitt góðan og hlýlegan beina. Við hjónin og gestir þínir frá liðnum árum, vinirogkunningj- ar senda þér kveðjur og hlýlegar hamingjuóskir á þessum tíma- mótum. P.s. Ég bið að heilsa honum Þrándi mínum svona í leiðinni. Hjörtur Þórarinsson. t Faðir okkar Snæbjörn Guðmundsson bóndi Syðri-Brú lést að heimili sínu 19. júní. Fyrir hönd systra minna Guðmundur Snæbjörnsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.