NT - 21.06.1984, Blaðsíða 17

NT - 21.06.1984, Blaðsíða 17
Opnaðimeð pomp og prakt ■Enn einn veitingastaðurinn hefur skotið upp kollinum í borginni og var hann opnaður með pompi og prakt sl. laugardag. Við sjávarsíðuna kalla eigendurnir afkvæmið og er eins og vera ber nærri höfninni, nánar tiltekið á Tryggvagötunni á jarðhæð hins umtalaða Hamarshúss. Það eru tvenn ung hjón, Hólmfríður Pálsdóttir og Garðar Halldórsson ásamt Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur og Agli Kristjánssyni, sem ráðist hafa í þetta stórvirki og bjóða þau uppá rétti úr svokölluðu frönsku eldhúsi og eru fiskréttir þar í meirihluta, eins og vera ber við sjávarsíðuna. Með góðgætinu verður hægt að dreypa á Ijúfum léttum vínum, hvítum og rauðum en ekkert bjórsull verður að hafa þar á bæ. Bjart og létt er yflr staðnum sem er smekklega og skemmtilega innréttaður og lofar það góðu við fyrstu kynni. Margt var um manninn á opnuninni og eins og myndirnar hans Arna Bjarna bera með sér virtust allir vera hinir ánægðustu. Fimmtudagur 21. júní 1984 17 ■ Boðsgestirnir streyma að við opnun nýja veitingastaðarins á Tryggvagötunni, sem kenndur er viö sjávarsíðuna og frönsku línuna í matargerðarlistinni. ■ Þreyttir, eftir að hafa staðið á haus undanfarnar nætur við undirbúning opnunarinnar, en ánægðir með vel heppnað starf, stilltu eigéndur Við sjávarsíðuna sér upp fyrir Ijósmyndara NT. Frá vinstri: Garðar, Fríða, Egill og Guðbjörg. ■ »Ég bý hérna rétt í nágrenninu, á Vesturgötunni, og hlakka mikið til að borða hér“, sagði Bryndís Schram, en hún var mætt til að skoða nýja veitingastaðinn, ásamt manni sínum Jóni Baldvin Hannibalssyni og Arndísi Björnsdóttur. ■ Þær brostu sínu blíðasta stúlkurnar tilArna Bjama þegar hann smellti af. Systurnar Margrét og Guðbjörg til vinstri, en hinar heita Lóa, Ástþóra og Margrét.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.