NT - 21.06.1984, Blaðsíða 11

NT - 21.06.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. júní 1984 11 "v Risamannvirki upp í lest í Tokyo og stíga af henni í London. ■ Hún er enginn smásmíð þessi bogastífla í Sviss, enda á hún að halda í skefjum hvorki meira né minna en 2,5 milljörðum rúmmetfa.vatns. ■ ímyndaðu þér göng sem ná á milli Ameríku og Evrópu, hraðlestir sem ferðast í tóma- rúmi á milli staða til að ferja á milli fólk og vörur. Áveitur sem liggja frá Canada til hinna heitu hluta suðvesturhluta Bandaríkjanna, 33,7 mílna löng göng sem liggja 100 metr- um undir hafsbotni. Pegar hug- myndirnar eru á svona stórum skala er allt mögulegt. 33,7 mílna göngin. Til er einn flokkur verk- fræðinga sem kallaður er macro- engineers. Á íslensku myndi það hljóma eitthvað líkt „risa- mannvirkjaverkfræðingar". Halda mætti að slíkir verk- fræðingar hefðu úr fáum störf- um að velja sem væru við þeirra hæfi. En svo er þó ekki, t.d. eru japanskir og evrópskir macroengineers að leggja síð- ustu hönd á göng sem eru 33,7 mílur á lengd og liggja 100 metrum undir hafsbotni og tengja japönsku eyjarnar Honshu og Hokkiado saman. Göngin hafa nokkrum sinnum flætt á meðan á byggingu stóð en nú eiga Jrau að vera orðin vatnsheld. Ástæðurnarfyrirað ráðist var í þessa byggingu voru aðallega efnahagslegar. Göngin koma til með að stytta ferðatíma milli Tokyo og Sapporo ■ úr 17 tímum í 10 tíma. Göngin sem nefnd eru Seikan neðansjávargöngin gera ferðalöngum kleyft að halda óhindraðir ferða sinna alla daga ársins en það er mikill munur frá því að fara með ferju yfir Tsugaru Sund sem göngin liggja undir, því 80 sinnum á ári er illfært yfir vegna storma. Bygging ganganna var byggð á hugvitsamlegum aðferðum sem fundnar voru sérstaklega í þessu skyni. Sérfræðingar sprengdu hluta bergsins í einu og notuðu svo tröllaukna vél til að þétta bergið í veggjum ganganna. Undir aðalgöngun- um byggðu þeir svo önnur minni til að taka við vatni sem síaðist inn í göngin. Samsíða aðalgöngunum eru svo önnur minni göng sem eru ætluð til afnota viðhalds og viðgerða- manna og til að taka við far- þegum ef lestirnar bila í miðj- um göngum. Það sem vekur mesta furðu er skilningur og stuðningur japanskra yfirvalda á þessu verkefni þegar það vat hafið fyrir meir en 13 árum. Önnur göng sem eru á athugunarstigi Þar skal fyrst telja göngin á milli Frakklands og Bretlands. Það er langt síðan fyrstu hug- myndir um þau göngin komu til tals. Margar teikningar eru til fyrir smíðar á slíkum göngum en þar sem þörfin á slíkum göngum er ekki enn orðin knýjandi og hægt er að komast af með skipum, svifnökkvum ogflugvélum, munu menn vart ráðast í þessa byggingu fyrr en Seikangöngin hafa sánnað hag- kvæmni sína. Göng yfir Gi- braltarsund eru einnig til at- hugunar. Til greina kemur að hafa þau göng sem hér er minnst á, með öðru móti en grafa þau í berg. Hugmynd er sú að göngin verði steypt í sjónum tæmd af vatni svo þau fljóti en fest við botninn með steyptum festingum og málm- keðjum. í reynd er þessi hug- mynd svo langt á leið komin og vel út hugsuð að eitt af leiðandi japönsku byggingar- fyrirtækjunum hefur láfið at- huga fyrir sig möguleikana á að setja upp slík flotgöng, fyrir lestir, á hafsbotni á milli Kóreu og Japan. Vegalengdin er yfir 100 mílur og með slíkum göngum og göngum undir Ermasund, yrði hægt að setjast Vélarnar Ýmsar hugmyndir um vélar til að búa til göng, með sem minnstum kostnaði, hafa kom- ið fram. Þær hugmyndir sern njóta mestrar hylli koma frá I.os Alamos Scientific Labora- torv og Carnegie-Mellon Uni- versity Robotics Institute. Los Alamos vélin líkist mest risa- vöxnum. nauðasköllóttum moldvorpukarh f yígahugi Snillin við Subterrene, en svo heitir vélin', er að þegar hún kemur að bergi þá bræðir hún það og stingur sér f gegn. Hún skilur því eftir sig göng með sléttum, hitabræddum veggjúm. Sem orkugjafa hefur verið stungið upp á smágjörv- um kjarnaofni, frekar en venjulegum orkugjöfum. Hin vélin er meira vélmenni en vél, því um leið og hún borar sig áfram, þá klæðir hún veggina og henni er einnig kleift að fást við vatnssósa jarðveg eða berg. Borgirnar Með sífellt vaxandi mann- fjölda, verður að finna þessum komandi íbúum jarðarinnar, aukið rými til að lifa og einnig aukið rými til að rækta næringu sína á. Sumar hugmyndirnar stinga upp á geimnýlendum en aðrar stinga upp á sjávar- borgum. Slíkar borgir yrðu reistar á sömu grunnforsend- um og olíuborpallarnir. Vegna stærðar borgana yrðu sömu íbúarnir vart varir við hreyf- ingu á þeim þrátt fyrir ofsaveð- ur. Einnig kemur til greina að hafa borgirnar á risavöxnum steyptum prömmum, sem þá yrðu festir við hafsbotninn. ■ Modern Jazz Quartet var stofnaður 1952 og um 1960 kom hann fyrir hvers manns eyru hér í bænum þegar bíómyndin No Sun in Venice eftir Roger Va- dim var sýnd í Trípólíbíói; tón- listin var eftir John Lewis og Modern Jazz Quartet flutti hana. Sumir fóru oftar en einu sinni að sjá þessa heldur hvers- dagslegu mynd til þess að hlusta á kvartettinn, en varla hefur það hvarflað að nokkrum að aldar- fjórðungi síðar ætti hann eftir að spila hér í Laugardalshöll. Modern Jazz Quartet flytur mjög sérstaka tegund af tónlist, ólíka öllum öðrum jazz-hljóm- sveitum, og líklega hafa þeir félagar skapað þennan stíl sjálf- ir - hálf-„akademískan“ og fjöl- radda jazz sem byggir á ná- kvæmlega unnum útsetningum Borgirnar myndu fá orku sína frá sjónum og einnig er líklegt að frá slíkum borgum væri hægt að stjórna umfangsmikilli fiskirækt og nýtingu á auð- lindum hafsins. Hin hugmyndin um risa- borgirnar byggir á þeirri for- sendu að nýta það rými sem gefst þegar byggt er upp á við. Hún er sú að byggja borgir sem eru samfelld bygging sem nær nokkra kólómetra í loft upp. Aðalvandamálið við slíka borg er ekki að hætta á hruni eða falli. vegna jarðskjálfta sé svo mikil, heldur að í slíkri borg þyrfti gífurlegan fjölda af lyftum. Fjöldi lyftanna þyrfti að vera svo mikill að lyfturnar tækju upp meirihluta borgar- innar. Stærsta hugmyndin Stærsta hugmyndin sem fram hefur komið er „The Great Recycling and Northern Development (GRAND) Canal“. Hún er hugmynd að lausn á einu stærsta vandamáli Norður-Ameríku; Vatnsskorti í vesturhluta Canada, mið og vesturhluta Bandaríkjanna og Norður-Mexico. Höfundur hennar er Thomas W. Kierans. Hann leggur til að byggð sé stífla fyrir mynni James flóa, grunnan saltvatnsflóa í syðri hluta Hudson flóa. Þegar búið væri að loka James flóa frá hafinu, þá yrði sjónum dælt úr honum og fljótin sem tlæða í hann látin fylla hann af vatni. Þar með væri komið risavaxió ferskvatnsforðabúr. James flói yrði síðan tengdur við the Great Lakes og frá þeirn væri svo hægt að veita vatninu suður á bóginn. Með slíku forðabúri væri hægt að koma í veg fyrir og samofnum leik fremur en frjálsu flugi einstakra hljóðfæra. Hjá MJQ er það heildin sem skiptir máli, rétt eins og hjá strengjakvartettum í klassískri tónlist. Ekki vantar þó að þeir kunni sitt fag sem hljóðfæra- leikarar, því a.m.k. píanistinn John Lewis og víbrafónleikar- inn Milt Jackson hafa oft verið kjörnir bestu jazzmenn ársins hvor síns hljóðfæris. Og hinir tveir, Percy Heath bassi og Connie Key trommari eru held- ur engir aukvisar; flestir þeirra félaga fást eitthvað við tónsmíð- ar, og á tónleikunum í Laugar- dalshöll voru flutt lög eftir alla nema Connie Key, en á því sviði hygg ég að John Lewis sé mestur. Milt Jackson er hins vegar „sólistinn" í hópnum, mjög litríkur hljóðfæraleikari flökt á vatnsyíirborði í Great Lakes vatnasvæðinu og St. Lawrence vatnasvæðinu. cn þetta flökt hefur valdið bænd- um og iðnaði miklum búsifjum fyrir utan að valda uppblæstri og eyðingu ræktarlands. Hug- mynd Kierans myndi einnig koma í veg fyrir eyðimerkur- myndun sem á sér stað í brauðforðabúri Bandaríkj- anna um miðbik Bandaríkj- anna og miðvesturhluta Can- ada. Sem dæmi má nefna að grunnvalnsyfirborð í Kansas, hcfur fallið um 20 metra síöan 1950 og stafar það af völdum dælingar vatns úr brunnum á áveitur. Það tók náttúruna þúsundir ára að fylla vatnsbólin og ákaflega flínkur. Lewis virð- ist halda sig viljandi í skuggan- um til að Jackson geti skinið sem bjartast í einleik sinum. Svo er að skilja sem MJQ hafi verið leystur upp fyrir allmörg- um árum, en að þeir komi saman og spili einu sinni eða tvisvar á ári, eins og nú, og að nýlega hafi þeir gefið ut plötu þar sem m.a. er á ágætt lag, Echos eða Bergmál. Á tónleikunum fluttu þeir félagar mörg gömul lög sín, ekki sízt úr No Sun in Venice, einnig nýjar útsetningar eldri laga, og allmörg ný eða nýleg lög. Sérstaklega þótti mér fyrri hluti tónleikanna mjög frábær, en eftir hlé voru lögin fullmikið af rólega taginu. En þetta er á þessum svæðum en talið er að sum þeirra eins og Ogallala, sem liggur undir hluta af fylkj- unum - Texas, Oklahoma, New Mexico, Colorado, Ne- braska og Kansas, munu tæm- ast innan 60 ára sé ekkert að gert. Því miður fallast mönum hendur þegar kostnaðaráætl- unin cr lögð á boröið - 100 billjón dollarar eða 3000 billj- ón íslenskar krónur. Því verður samt seint neitað að þörfin fyrir maeroengineers eykst jafnt og þétt því vanda- málin verða sífellt stærri í sniðum. fyrsta- (eða úrvals-) flokks jazz eins og m.a. sést af því að þrátt fyrir það að verkin séu þrælunn- in leggja listamennirnir sig alla fram, hafa gaman að því sem þeir eru að gera, og leggja á það mat jafnóðum, eins og.sjá mátti á svipnum. Ef einhver heldur að munurinn á „lifandi tónlist" og „dauðri“ sé sá hvort hún cr skrifuð og unnin eða ekki, þá hefur sá hinn sami alvarlega rangt fyrir sér; munur- inn áunninniogóunninnitónlist er miklu fremur munur á góðri og vondri tónlist. Það er hins vegar aðal góðra hljóðfæra- leikara að gæða lífi þá tónlist sem eftir ærna hugsun hefur verið skrifuð á blað, og það gerir Modern Jazz Quartet flest- um fremur. Sigurður Steinþórsson Samræður w i Tusculum ■ Marcus Tullius Cic- ero: Gespráche in Tusc- ulum. Lateinisch-deutsch. Deutscher laschenbuch Verlag 1984. 484 bls. Marcus Tullius Ciceró ætti helst ekki að þurfa að kynna fyrir íslenskum les- endum. Fyrir þá, sem ekki kannast við nafnið, skal það eitt sagt, að hann var rómverskur aðalsmaður, og einn frægasti ræðu- skörungur, stjórnmála- maður og rithöfundur fornaldar, uppi á árunum 106 - 43 fyrir Krists burð. I Tusculum, sem er í Albanafjöllum, skammt þar frá sem nú er borgin Franscati, átti Cieeró land- areignir. Er hann var orð- inn undir í sjtórnmálabar- áttunni í Róm dró hann sig í hlé til seturs síns í Tusculum, safnaði þar um sig litlurn hópi vina og átti við þá ýtarlega samræður um heimspekileg efni. Tveim árum fyrir dauða sinn setti liann þessarsam- ræður á bók. Samræðurnar í Tuscul- um eru í sókratískum stíl, ef svo má að orði kveða, en helsta viðfangsefni þeirra var, hvaða þátt get- ur heimspekin átt í því að skapa mönnum hamingju- samt líf? Svar Ciccrós við þessari spurningu er bæði margþætt og margslungið, en meginefni þess er, að liann trúir á frelsi manns- andans, og að það og fag- urt líferni muni duga mönnum best. Heimspek- ingar munu þykjast kenna í þessari afstöðu einskonar afturhvarf til grískrar speki og Karl Búehner, sem skriíar inngang að þessari útgáfu, telur, að cinmitt þetta afturhvarf geri Ciceró nijög svo sér- stakan á meðal róm- verskra hugsuða. Það er svo \ Þýskalandi sem víöa annarstaðar, að kunnáttu mann í lat-n- cskri tungu fer óðum hrak- andi. Þess vegna er bók, sem gctin er út á latínu ekki sérlega líkleg sölu- vara. Þjóðverjar, - og reyndar fleiri Evrópu- þjóðir - hafa því lengi tíðkað að gefa út tvimála bækur á borð við þessa, þ.e. á frummálinu en jafn- framt með þýskum texta. Þetta er gert þannig, að önnur síðan er prentuð á latínu en hin á þýsku og er þess vandlega gætt, að textarnir standist fullkom- lega á. Þannig getur sá lesandi, sem ekki kann frummálið til fullnustu, fylgst með latneska text- anum af því aðberasaman og jafnframt verður ritið áhugavert fyrir málahesta sem vilja geta borið saman og jafnvel rekið hníflana í þýðinguna. Eins og áður sagði ritar Karl Búchner inngang að þessari útgáfu. Inngangur- inn er bæði ýtarlegur og fróðlegur og er þar gerð góð grein fyrir’ævi, hugsun og ritum Cicerós. Jón Þ. Þór. The Modern Jazz Quartet

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.