NT - 21.06.1984, Blaðsíða 16

NT - 21.06.1984, Blaðsíða 16
Ul Fimmtudagur 21. júní 1984 1 6 Auðugar og óhamingjusamar ■ í augum sauðsvarts almúgans, sem á fullt í fangi með að standa skil á reikningum frá degi til dags, er æðsti draumurinn að verða svo loðinn um lófana, að ekki þurfí að hafa áhyggjur af hinu daglega brauði. Flest látum við draumsýnina þar við sitja. En það eru ekki allir, sem lúta að svo litlu. Margir álíta hina æðstu hamingju fólgna í því, að sanka að sér sem mestum auði. Auður gefur sem kunnugt er völd, og þetta tvennt er eftirsóknarverðast af öllu í iífínu í augum þessa fólks. En er það fólk alsælt, sem hefur náð þessu takmarki? Það er víst allur gangur á því, eins og öðru í lífínu. Hér er sagt frá lífsgæðum nokkurra ríkustu kvenna Bandaríkianna. M Gloria Vandcrbilt brosir breiðu brosi í hvert sinn, sem hún er á almannafæri og heldur því fram, að hún lifi rólegu og siðsömu bli, þar sem ekkert rúm sé fyrir hneykslismál af neinu tagi. Gloria Vandcrbilt fæddist „með silfurskeið í munnin- um", eins og sagt er. Alla sína ævi hefur hún lifað í allsnægt- um og aidrei skort fc. Samt sem áður hefur hún aldrei fundið ró né hamingju. Hún er mikilvirkur og mikils virtur fatahönnuður og á hverjum morgni drífur hún sig fram úr með láturn ekki seinna en kl. 5, eða löngu fyrir fótaferðar- tíma venjulegs fólks. Hún sest óðar við teikniborðið og ham- ast eins og hún eigi lífið að leysa við vinnu sína þar til langt fram á kvöld. Jacqueline Bouwier- Kennedy-Onassis, ekkja tveggja ríkra og voldugra manna, sem ekki hefur heldur þurft að lepja dauðann úr skel um ævina, býr ríkmannlega í stórglæsilegri íbúð í New York og hefur góða atvinnu, sem ráðgefandi þckkts bókaútgáfu- fyrirtækis. Hún hefur orðið að þola sviðsljósið meira en flest- ar konur aðrar, og það einkum í sambandi við sorglega at- burði, sem hún hefur orðiö fyrii á lífsleiðinni. Og þá hefur það heldur ekki farið fram hjá neinum, ef hún hefur brugðið sér af bæ í fylgd með karl- manni. f>á eru undir eins uppi ótal raddir um að Jackie sigli hraðbyri í eitt hjónabandið enn! En Jacqueline er óttalega einmana, þrátt fyrir allan auð- inn og frægðina. Á morgnana vaknar hún einsömul í lúxus- rúntinu sínu tvíbreiða. Þá bíða hennar jógaæfingar og það, sem hún kallar morgunmat, en er lítið annað en greipaldin og kaffi. Síðan tekur vinnan við, en eftir vinnu bíður hennar flest kvöld lítið annað en að Iesa í rúminu, og það frant á nætur, og keðjureykja sigarettur. Árurn saman hefur hún gengið reglulega til sálfræðings og vinir hennar segja hana myndu taka því fegins hendi, ef rétti maðurinn yrði á vegi hennar, þá væri hún fús til að ganga í þriðja sinn í hjóna- band. En því miður virðast litlar líkur á því um sinn, þar sem henni finnst fína fólkið, sem hún umgengst, satt að segja alveg hundleiðinlegt! Og þá á Yoko Ono ekki sjö dagana sæla eftir lát manns síns Johns Lennon. Þrátt fyrir að rúmt ætti að vera um hana og Sean son hennar í 50 her- bergja lúxusíbúð á Manhattan, verður henni sjaldan svefnsamt, enda hefur lífið verið henni brogað að undan- förnu, eilífar málshöfðanir á hendur henni og tilraunir til fjárkúgunar, sem hún verður að þola frá fyrrverandi sam- starfsmönnum Johns. Og henni er ekki einu sinni til huggunar krukkan með ösku hans, sem hún hefur við rúmstokkinn. Húnsiturdaginn út og daginn inn í stofu sinni, sem er þakin skjannahvítum gólfteppum, og keðjureykir smávindla jafnframt því, sem hún rekur raunir sfnar fyrir gestum og gangandi. Þar er henni aðallega þyrnir í augum allur sá söguburður, sem birst hefur opinberlega um samlíf hennar og Johns og hún segir yfirleitt ósannan með öllu. ■ Jackie Onassis hefur lengi vel ekki getað um frjálst höfuð strokið fyrir Ijósmyndurum og öðru forvitnu fólki. ■ Yoko Ono segist full sektartilfínningar yfir þeim miklu auðæfum, sem safnast hafa að henni. ■ Frá Árnesingamóti í vor, þar sem minnst var hálfrar aldar afmælis Árnesingafélagsins í Reykjavík. Fremst eru tveir stjórnarmanna, Bjarni K. Bjarnason, borgardómari til vinstri og Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, formaður Árnesingafélagsins. Árnesingafélagið í Reykjavík 50 ára Heldur Jónsmessumót að Flúðum 23. júní nk. ■ Árnesingafélagið í Reykjavík, eitt elsta átthaga- félagið í Reykjavík varð 50 ára hinn 27. maí síðastliðinn. Félagsmenn þess eru nú um 400. Auk þess að stuðla að kynningu og samstarfi milli Árnesinga sem búsettir eru í höfuðborginni, hefur félagið beitt sér fyrir varðveislu sögu- legra minja úr Árnesþingi og annarra menningarverðmæta og stuðlað að útgáfu bók- menntaverka, sem tengjast Árnessýslu. Félagið hefur árlega gengist fyrir Árnesingamótum í Reykjavík, þarsem bióðkunn-. ir Árnesingar hafa lagt því lið, auk þess sem Jónsmessumót hafa verið haldin heima í hér- aði. Þá hefur verið farið í gróðursetningarferðir og efnt til kynningarferða ti! sögu- frægra staða í Árnesþingi. Arið 1948 gekkst félagið fyr- ir því að reistur var minn- isvarði að Áshildarmýri á Skeiðum, um Áshildarmýrar- samþykkt, en árið 1496 komu nokkrir bændur úr Árnesþingi saman að Áshildarmýri og geru þar samþykkt um að standa saman um forn réttindi landsins og standa á móti er- lendri ásælni og yfirgangi kon- ungsvaldsins. Landið, þar sem minnisvarðinn stendur, gáfu bræðurnir í Kílhrauni, þeir Þórður og Valdimar Guð- mundssynir, Árnesingafélag- inu í Reykjavík árið 1945. Mikið skógræktarstarf hefur verið unnið á vegunt Árnes- ingafélagsins í Reykjavík um áratugaskeið. Félagsmenn hafa plantað tugum þúsunda trjáplantna, einkum að Áshild- armýri og einnig í landi sem félagið hefur til umráða til skógræktar, við Vellankötlu, í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Árið 1978 reisti félagið við Gullfoss minnisvarða um Sig- ríði Tómasdóttur frá Brattholti og árið 1982 var afhjúpaður minnisvarði, sem Árnesinga- félagið lét reisa Ásgrími Jóns- syni, listmálara, á fæðingarstað hans að Rútsstaðahjáleigu í Flóa. Meðal þeirra, sem kjörnir hafa verið heiðursfélagar Ár- nesingafélagsins í Reykjavík eru Eiríkur Einarsson, alþing- ismaður Árnesinga, Guðjón Jónsson, kaupmaður, dr. Ein- ar Arnórsson, Kolbeinn Guðmundsson á Úlfljótsvatni, Guðni Jónsson, magister, Tómas Guðmundsson, skáld, Páll ísólfsson, tónskáld, Mar- grét Sveinsdóttir í Jóruvík í Sandvíkurhreppi og Ragnar Jónsson í Smára. Árnesingakórinn, sem hald- ið hefur uppi þróttmiklu söng- starfi um árabil er ekki fornt- lega tengdur Árnesingafélag- inu í Reykjavík, en var í upphafi myndaður innan fé- lagsins. Söngstjóri kórsins nú er Guðmundur Ómar Óskars- son og formaður Þorgerður Guðfinnsdóttir. Núverandi formaður félags- ins er Arinbjörn Kolbeinsson læknir, og aðrir í stjórn Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, Ester Steindórsdóttir, frú, Sig- mundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri og Unnur Stef- ánsdóttir, frú. Hinn 13. apríl síðastliðinn var efnt til sérstaks Árnesinga- móts, sem helgað var hálfrar aldar afmæli félagsins. Meðal gesta á mótinu voru fyrrver- andi formenn félagsins, sent eru á lífi. Jónsmessumót Árnesinga- félagsins í Reykjavík verður að þessu sinni haldið að Flúð- um í Hrunamannahreppi hinn 23. júní næstkomandi. Heið- ursgestir mótsins verða Ingvar Þórðarson, Reykjum á Skeið- um og kona hans Sveinfríður Sveinsdóttir og Sigurður Ingi Sigurðsson, fyrrverandi oddviti á Selfossi og kona hans, Arnfríður Jónsdóttir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.