NT - 21.06.1984, Blaðsíða 3

NT - 21.06.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. júní 1984 Fósturskólinn: Ekki framhaldsdeild í haust! ■ Frarnhaldsdeild Fósturskóla Islands verður ekki starfrækt næsta haust. Deildin útskrifaði nú í vor 22 nemendur með framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og ráðgjafar í dag- vistunar og barnaverndarmál- um. Á fjárlögum 1982 fékkst sér- fjárveiting fyrir þessari fram- haldsdeild. Við gerð síðustu fjárlaga var kostnaður við deild- ina felldur inn í almennan rekst- ur skólans en þó þannig að aðeins yrði kennt fram á vor. Nú er ekki til fjármagn til að halda áfram kennslu við deild- ina í haust. Standa vonir til að á næstu fjárlögum fáist fjárveiting þannig að unnt verði að starf- rækja deildina áfram. Gyða Jónsdóttir, skólastjóri Fósturskólans, sagði í viðtali við NT að fjármálavaldið hefði sýnt máli þessu mikinn skilning en að berjast þyrfti fyrir þessu eins og öðru. Kristín Jónsdóttir lauk námi við framhaldsdeildina nú í vor. Hún sagði NT að skipulag náms- ins hefði verið til mikillar fyrir- myndar. Hún kvaðst hafa haft ntikið gagn af náminu og sagði námið eiga eftir að nýtast stétt- inni mjög vel. Kristín sagði fóstrustéttina á íslandi standa vel að vígi hvað menntun varðar, sérstaklega með tilkomu framhaldsdeildar- innar. Hún kvað stéttina vera illa launaða, „enda kvennastétt og illa launuð eins og önnur kvennastörf." ■ „Kvennastétt og illa launuð eins og önnur kvcnnastörf" seg- ir Kristín Jónsdóttir fóstra, sem útskrifaðist úr framhaldsdeild- inni í vor og telur hana til mikilia bóta. ■ Hér er mynd af þeim nemendum sem útskrifuðust úr deildinni í haust, en hvenær útskrifast næstu framhaldsfóstrurnar? NT-mynd Sverrir Brotist inn í Ferðaskrif- stofuna Úrval: Þjófarnir fældust ■ Brotist var inn í Ferðaskrifstofuna Úrval í fyrrinótt. Talið er að þjófarnir hafi reynt að stela sjónvarpstæki og myndbandstæki sem er í skrifstofunni en þeir flúið af vettfangi þegar vart var við þá. Það var veg- farandi sem gerði lög- reglunni viðvart unr inn- brotið, en þjófarnir voru á brott þegar að var komið. Inga Engilberts, sölu- stjóri Úrvals, sagði NT að ekki væri ljóst hversu miklu hefði verið stolið. Hún sagði að hurð hefði verið brotin upp og ein- hverju rótað til. Enn- fremur hefði skiptimynt og fleiru verið stolið. Farið var inn um glugga á bakhlið hússins og hurð á annarri hæð, þar sem ferðaskrifstofan er til húsa, var brotin upp. Málið er í rannsókn. Nú er ekki til fjármagn til að halda áfram kennslu við framhaldsdeildina í haust. NT-mynd Róbert Nýtt franskt veitingahús við höfnina „La nouvelle cuisine francaise“ /j\ Veitingahúsib ./_/ ; Víö Sjáuansíöuna Hamarshúsinu, Tryggvagötu Simi /5520

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.